Ég hefði átt að læra bókfærslu 18. júlí 2005 00:01 Þegar ég var yngri hélt ég að til þess að skilja og skynja samtímann væri nóg að lesa tilteknar skáldsögur og nokkrar ljóðabækur, hlusta á tilteknar hljómplötur, leggja mig eftir kenningum tiltekinna heimspekinga og félagsvísindamanna, og náttúrlega þegja og hlusta þegar mér gáfaðra fólk væri að tala. Og um síðir fengi ég innsýn í þá flóknu og stórkostlegu tíma sem ég lifði. Ég sé það nú að þetta var misskilningur. Ég hefði átt að læra bókfærslu. Þjóðfélagið nötrar. Og maður eins og ég, sem aldrei man hvað er brúttó og hvað nettó, og botna ekkert í virkilega þróuðum hugtökum á borð við debet og kredit, ég fylgist utangátta með deilunum, úti á þekju, skilningsvana, með litlar forsendur til að taka afstöðu til málsins. Ég er búinn að vera í útlöndum upp á síðkastið og hef ekki nennt að ómaka mig á netkaffi til að lesa íslensku blöðin þannig að vel má vera að eitthvað hafi komið fram í Baugsmálinu sem skýrir fyrir manni hvernig stendur á því að íslenska lögreglan hefur ekki einu sinni heldur tvisvar komið með aðgerðum sínum í veg fyrir að Baugur nái að ljúka samningum um mjög ábatasöm viðskipti í Bretlandi, að sögn til að vernda fyrirtækið og standa vörð um hagsmuni þess. Vont er þeirra ranglæti o.s.frv. Þegar ég fór til útlanda voru ákærur enn ekki birtar en Jón Ásgeinr Jóhannesson hafði hins vegar sent frá sér greinargerðir þar sem fram kom að ég er ekki einn um að eiga erfitt með að muna hvort er debit og hvort kredit. Af þessari greinargerð mátti ráða að sakarefni væru ekki stórvægileg. En er ekki svolítið erfitt að kyngja því líka að allur þessi málarekstur sé hefndaraðgerð Davíds Oddssonar og fylgisveina hans vegna Orca-hópsins og sífelldra ögrana Jóns Ásgeirs, sem meira að segja kaupir sér dagblað án þess ad spyrja leyfis fyrst hjá háttvirtri ríkisstjórn? Ég veit það ekki. Og auðvitað bíður maður átekta. Gallinn er náttúrlega sá að á Íslandi gildir sú regla ad hver maður sé sekur uns sakleysi sé sannað. En þótt maður kunni lítt skil á þessum tveimur helstu fræðigreinum okkar daga - lögfræði og bókfærslu - þá rámar mann vissulega í önnur mál sem óneitanlega eru kunnugleg í þessu samhengi. Hafskip var á sínum tíma fyriræki sem tók á taugar valdamikilla manna og ógnaði med starfsemi sinni hagsmunum þess rammgerða ættarveldis sem þá ríkti yfir atvinnulífi landsmanna og leit á fyrirtæki sín sem góss fremur en vettvang til að eiga í viðskiptum, enda stóð ekki steinn yfir steini í þessu veldi þegar kapítalisma var þröngvað upp á Íslendinga við inngönguna í EES, en nýir höfðingjar hófust upp. Allir muna þær sakagiftir sem stjórnendur Hafskips voru bornir og þá óskammfeilnu hörku sem þeim var sýnd þegar þeir voru leiddir eins og óbótamenn til yfirheyrslu og jafnvel látnir dúsa í gæsluvarðhaldi fyrir þær sakir að vera vondir í bókfærslu að mati ákæruvaldsins - sem reyndist þá hafa rangt fyrir sér. Áralöngu jafnvægi hefur verid raskað en ríkisvaldið er í höndum þeirrar valdastéttar sem allt annað hefur misst til ættlausra stráka. Það stefnir í voldug umbrot í íslensku þjódfélagi svo að óneitanlega minnir á fyrri aldir þegar hinir fáu stórhöfðingjar landsins lágu í endalausum málarekstri á hendur hver öðrum, pappírar og bréf, úrskurðir og utanstefnur flugu um héruð. Íslendingar hafa alltaf verið pappírsvíkingar umfram allt; þeir hafa frá fyrstu tíð barist med þjarki fyrir dómstólum, útúrsnúningum, skætingi og afbökunum, þvættingi, áfrýjunum og gagnstefnum. Ég minni á Njálu, þar sem kapparnir eru síðu upp og niður ad lýsa lýriti og lögriti og ljósriti... sumir halda ad bókin sé um Hallgerði og Gunnar. Ég held hún sé um Njál og Mörð Valgarðsson. Við siglum inn í óöld málaferlanna, lagarefjanna, sem er kunnuglegt ástand þeim sem hafa nasasjón af Íslandssögunni. Davíð Oddsson hefur framsýnastur manna plantað tveimur vildarmönnum í Hæstarétt og því munu utanstefnur aukast. Davíð er þegar tekinn að búa sig undir það með því að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir því að Mannréttindadómstóll Evrópu verði lagður niður - en slíkar niðurlagningar á stofnunum eru Íslendingum að vondu kunnar. Til að skilja og skynja samtímann dugði ekki að lesa Dymbilvöku og Ulysses, Sartre og Marx, hlusta á Dylan og Coltrane eða allt hitt. Ég hefði átt að læra bókfærslu. Eða kannski maður eigi bara að teygja sig upp í hillu eftir Sturlungu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Skoðanir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun
Þegar ég var yngri hélt ég að til þess að skilja og skynja samtímann væri nóg að lesa tilteknar skáldsögur og nokkrar ljóðabækur, hlusta á tilteknar hljómplötur, leggja mig eftir kenningum tiltekinna heimspekinga og félagsvísindamanna, og náttúrlega þegja og hlusta þegar mér gáfaðra fólk væri að tala. Og um síðir fengi ég innsýn í þá flóknu og stórkostlegu tíma sem ég lifði. Ég sé það nú að þetta var misskilningur. Ég hefði átt að læra bókfærslu. Þjóðfélagið nötrar. Og maður eins og ég, sem aldrei man hvað er brúttó og hvað nettó, og botna ekkert í virkilega þróuðum hugtökum á borð við debet og kredit, ég fylgist utangátta með deilunum, úti á þekju, skilningsvana, með litlar forsendur til að taka afstöðu til málsins. Ég er búinn að vera í útlöndum upp á síðkastið og hef ekki nennt að ómaka mig á netkaffi til að lesa íslensku blöðin þannig að vel má vera að eitthvað hafi komið fram í Baugsmálinu sem skýrir fyrir manni hvernig stendur á því að íslenska lögreglan hefur ekki einu sinni heldur tvisvar komið með aðgerðum sínum í veg fyrir að Baugur nái að ljúka samningum um mjög ábatasöm viðskipti í Bretlandi, að sögn til að vernda fyrirtækið og standa vörð um hagsmuni þess. Vont er þeirra ranglæti o.s.frv. Þegar ég fór til útlanda voru ákærur enn ekki birtar en Jón Ásgeinr Jóhannesson hafði hins vegar sent frá sér greinargerðir þar sem fram kom að ég er ekki einn um að eiga erfitt með að muna hvort er debit og hvort kredit. Af þessari greinargerð mátti ráða að sakarefni væru ekki stórvægileg. En er ekki svolítið erfitt að kyngja því líka að allur þessi málarekstur sé hefndaraðgerð Davíds Oddssonar og fylgisveina hans vegna Orca-hópsins og sífelldra ögrana Jóns Ásgeirs, sem meira að segja kaupir sér dagblað án þess ad spyrja leyfis fyrst hjá háttvirtri ríkisstjórn? Ég veit það ekki. Og auðvitað bíður maður átekta. Gallinn er náttúrlega sá að á Íslandi gildir sú regla ad hver maður sé sekur uns sakleysi sé sannað. En þótt maður kunni lítt skil á þessum tveimur helstu fræðigreinum okkar daga - lögfræði og bókfærslu - þá rámar mann vissulega í önnur mál sem óneitanlega eru kunnugleg í þessu samhengi. Hafskip var á sínum tíma fyriræki sem tók á taugar valdamikilla manna og ógnaði med starfsemi sinni hagsmunum þess rammgerða ættarveldis sem þá ríkti yfir atvinnulífi landsmanna og leit á fyrirtæki sín sem góss fremur en vettvang til að eiga í viðskiptum, enda stóð ekki steinn yfir steini í þessu veldi þegar kapítalisma var þröngvað upp á Íslendinga við inngönguna í EES, en nýir höfðingjar hófust upp. Allir muna þær sakagiftir sem stjórnendur Hafskips voru bornir og þá óskammfeilnu hörku sem þeim var sýnd þegar þeir voru leiddir eins og óbótamenn til yfirheyrslu og jafnvel látnir dúsa í gæsluvarðhaldi fyrir þær sakir að vera vondir í bókfærslu að mati ákæruvaldsins - sem reyndist þá hafa rangt fyrir sér. Áralöngu jafnvægi hefur verid raskað en ríkisvaldið er í höndum þeirrar valdastéttar sem allt annað hefur misst til ættlausra stráka. Það stefnir í voldug umbrot í íslensku þjódfélagi svo að óneitanlega minnir á fyrri aldir þegar hinir fáu stórhöfðingjar landsins lágu í endalausum málarekstri á hendur hver öðrum, pappírar og bréf, úrskurðir og utanstefnur flugu um héruð. Íslendingar hafa alltaf verið pappírsvíkingar umfram allt; þeir hafa frá fyrstu tíð barist med þjarki fyrir dómstólum, útúrsnúningum, skætingi og afbökunum, þvættingi, áfrýjunum og gagnstefnum. Ég minni á Njálu, þar sem kapparnir eru síðu upp og niður ad lýsa lýriti og lögriti og ljósriti... sumir halda ad bókin sé um Hallgerði og Gunnar. Ég held hún sé um Njál og Mörð Valgarðsson. Við siglum inn í óöld málaferlanna, lagarefjanna, sem er kunnuglegt ástand þeim sem hafa nasasjón af Íslandssögunni. Davíð Oddsson hefur framsýnastur manna plantað tveimur vildarmönnum í Hæstarétt og því munu utanstefnur aukast. Davíð er þegar tekinn að búa sig undir það með því að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir því að Mannréttindadómstóll Evrópu verði lagður niður - en slíkar niðurlagningar á stofnunum eru Íslendingum að vondu kunnar. Til að skilja og skynja samtímann dugði ekki að lesa Dymbilvöku og Ulysses, Sartre og Marx, hlusta á Dylan og Coltrane eða allt hitt. Ég hefði átt að læra bókfærslu. Eða kannski maður eigi bara að teygja sig upp í hillu eftir Sturlungu?
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun