Gæslukonur funda í næstu viku 14. júlí 2005 00:01 "Við erum baráttukonur og ætlum að standa á okkar máli," segir Guðrún Guðjónsdóttir, forstöðukona á gæsluvellinum í Malarási í Reykjavík, en henni ásamt rúmlega tuttugu öðrum konum hefur verið sagt upp störfum þegar gæsluvöllum borgarinnar verður lokað 1. september næstkomandi. Fulltrúar gæslukvenna funduðu í gær með borgaryfirvöldum. Menntaráð Reykjavíkuborgar hefur ákveðið að loka gæsluvöllum borgarinnar og segja upp öllum starfsmönnum á gæsluvöllum. Í fundargerð menntaráðs frá 31. mars síðastliðnum kemur fram að gengið verði frá starfslokasamningum við núverandi starfsmenn gæsluvalla en einnig verði skoðaðir möguleikar á öðrum störfum fyrir þá sem þar starfa nú. Þetta segir Guðrún að hafi ekki verið gert. "Það er stór munur á því að segja fólki upp eða gera við það starfslokasamning. Auk þess hefur engri okkar verið boðin nein störf nema kannski að einni undanskilinni og við þetta ætlum við ekki að una," segir Guðrún. Birgir Björn Sigurjónsson, skrifstofustjóri á starfsmannaskrifstofu Reykjavíkurborgar, segir að ákveðið hafi verið að halda fund í gær að frumkvæði borgaryfirvalda til að finna jákvæða lausn á málinu sem upp er komið. "Við fórum yfir stöðu málsins og þetta var afar góður og málefnalegur fundur. Niðurstaða fundarins varð sú að við ætlum að boða fund með þeim starfsmönnum sem eiga í hlut næstkomandi miðvikudag og fara yfir réttarstöðu hvers og eins," segir Birgir. Hann segir að mikilvægt sé að tryggja þeim sem eiga í hlut atvinnu og Reykjavíkurborg ætli að beita sér fyrir því að þeir sem það kjósi fái störf við sitt hæfi. "Við göngum frá starfslokasamningum við þá sem vilja en mörg störf sem bjóðast fyrir þetta fólk og við myndum gjarnan vilja sjá það í okkar þjónustu," segir Birgir Björn. Fréttir Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
"Við erum baráttukonur og ætlum að standa á okkar máli," segir Guðrún Guðjónsdóttir, forstöðukona á gæsluvellinum í Malarási í Reykjavík, en henni ásamt rúmlega tuttugu öðrum konum hefur verið sagt upp störfum þegar gæsluvöllum borgarinnar verður lokað 1. september næstkomandi. Fulltrúar gæslukvenna funduðu í gær með borgaryfirvöldum. Menntaráð Reykjavíkuborgar hefur ákveðið að loka gæsluvöllum borgarinnar og segja upp öllum starfsmönnum á gæsluvöllum. Í fundargerð menntaráðs frá 31. mars síðastliðnum kemur fram að gengið verði frá starfslokasamningum við núverandi starfsmenn gæsluvalla en einnig verði skoðaðir möguleikar á öðrum störfum fyrir þá sem þar starfa nú. Þetta segir Guðrún að hafi ekki verið gert. "Það er stór munur á því að segja fólki upp eða gera við það starfslokasamning. Auk þess hefur engri okkar verið boðin nein störf nema kannski að einni undanskilinni og við þetta ætlum við ekki að una," segir Guðrún. Birgir Björn Sigurjónsson, skrifstofustjóri á starfsmannaskrifstofu Reykjavíkurborgar, segir að ákveðið hafi verið að halda fund í gær að frumkvæði borgaryfirvalda til að finna jákvæða lausn á málinu sem upp er komið. "Við fórum yfir stöðu málsins og þetta var afar góður og málefnalegur fundur. Niðurstaða fundarins varð sú að við ætlum að boða fund með þeim starfsmönnum sem eiga í hlut næstkomandi miðvikudag og fara yfir réttarstöðu hvers og eins," segir Birgir. Hann segir að mikilvægt sé að tryggja þeim sem eiga í hlut atvinnu og Reykjavíkurborg ætli að beita sér fyrir því að þeir sem það kjósi fái störf við sitt hæfi. "Við göngum frá starfslokasamningum við þá sem vilja en mörg störf sem bjóðast fyrir þetta fólk og við myndum gjarnan vilja sjá það í okkar þjónustu," segir Birgir Björn.
Fréttir Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira