Kona játaði aðild að morðinu 13. júlí 2005 00:01 Desireé Oberholzer, 43 ára gömul kona, sem handtekin var í tengslum við morðið á Gísla Þorkelssyni, 54 ára gömlum Íslendingi búsettum í Suður-Afríku, játaði í gær aðild að málinu. Einnig situr í haldi vegna málsins 28 ára gamall maður að nafni Willie Theron. Þau voru leidd fyrir dómara í Boksburg í Suður-Afríku í gær, en réttað verður í máli þeirra 22. ágúst. Fólkið er sakað um morð, þjófnað, fjársvik og um að hindra framgang réttvísinnar. Nafn Gísla var gert opinbert í gær eftir að haft hafði verið samband við hans nánustu ættingja, en hann á fjögur eldri systkyni og uppkominn son sem býr á Íslandi. Vinkona Gísla í Jóhannesarborg bar í gærmorgun kennsl á lík hans í líkhúsinu í Germiston, en lögregla hafði óttast að það tæki langan tíma vegna þess hve rotnun líksins var langt á veg komin. Líkið var falið í ruslatunnu sem fyllt hafði verið með steypu þannig að aðeins sást í fæturna og hafði verið þar í um fimm vikur. Tunnan var geymd í bakgarði leigusala Willies Therons í norðurhluta Boksburg, úthverfi Jóhannesarborgar. Sá fann líkið fyrir tilviljun þegar hann færði til tunnuna. Ekki hefur enn verið skorið úr um hvernig parið myrti Gísla en Andy Pieke, talsmaður lögreglu, segir standa til að krufning fari fram í dag. Gísli er sagður hafa kynnst konunni fyrir nokkru síðan en þegar parið sem grunað er um að hafa myrt hann var handtekið höfðu þau meðal annars selt bíl hans. Þá höfðu þau reynt að komast yfir peninga á bankareikningi Gísla en ekki tekist. Smári Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra, sagði málið alfarið vera á könnu lögregluyfirvalda í Suður-Afríku. Embættið hafi engu síður haft fregnir af rannsókn málsins frá lögreglu þar. "Ekkert formlegt, heldur bara í síma," segir hann og taldi lögreglu ytra furða sig nokkuð á athyglinni sem málið vekti hér heima. "Þeir fá sennilega jafnmörg mál á dag og við á nokkrum árum." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira
Desireé Oberholzer, 43 ára gömul kona, sem handtekin var í tengslum við morðið á Gísla Þorkelssyni, 54 ára gömlum Íslendingi búsettum í Suður-Afríku, játaði í gær aðild að málinu. Einnig situr í haldi vegna málsins 28 ára gamall maður að nafni Willie Theron. Þau voru leidd fyrir dómara í Boksburg í Suður-Afríku í gær, en réttað verður í máli þeirra 22. ágúst. Fólkið er sakað um morð, þjófnað, fjársvik og um að hindra framgang réttvísinnar. Nafn Gísla var gert opinbert í gær eftir að haft hafði verið samband við hans nánustu ættingja, en hann á fjögur eldri systkyni og uppkominn son sem býr á Íslandi. Vinkona Gísla í Jóhannesarborg bar í gærmorgun kennsl á lík hans í líkhúsinu í Germiston, en lögregla hafði óttast að það tæki langan tíma vegna þess hve rotnun líksins var langt á veg komin. Líkið var falið í ruslatunnu sem fyllt hafði verið með steypu þannig að aðeins sást í fæturna og hafði verið þar í um fimm vikur. Tunnan var geymd í bakgarði leigusala Willies Therons í norðurhluta Boksburg, úthverfi Jóhannesarborgar. Sá fann líkið fyrir tilviljun þegar hann færði til tunnuna. Ekki hefur enn verið skorið úr um hvernig parið myrti Gísla en Andy Pieke, talsmaður lögreglu, segir standa til að krufning fari fram í dag. Gísli er sagður hafa kynnst konunni fyrir nokkru síðan en þegar parið sem grunað er um að hafa myrt hann var handtekið höfðu þau meðal annars selt bíl hans. Þá höfðu þau reynt að komast yfir peninga á bankareikningi Gísla en ekki tekist. Smári Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra, sagði málið alfarið vera á könnu lögregluyfirvalda í Suður-Afríku. Embættið hafi engu síður haft fregnir af rannsókn málsins frá lögreglu þar. "Ekkert formlegt, heldur bara í síma," segir hann og taldi lögreglu ytra furða sig nokkuð á athyglinni sem málið vekti hér heima. "Þeir fá sennilega jafnmörg mál á dag og við á nokkrum árum."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira