Hannes betri Laxness en Halldór? 29. júní 2005 00:01 Mánudaginn 13. júní rifjaði ég upp fyrir lesendum Fréttablaðsins vinnulag Hannesar H. Gissurarsonar við ritun ævisögu Halldórs Laxness og líkti því við fjandsamlega yfirtöku. Í Fréttablaðinu miðvikudaginn 15. júní leggur Hannes út af þessari líkingu minni og spyr: "Yfirtöku frá hverjum? Væntanlega Guðmundi Andra og félögum hans sem eigi skáldið..." Mig langar að leiðrétta þetta. Ég get ekki með nokkru móti talið mig "eiga" Halldór Laxness umfram þúsundir annarra lesenda hans. Fyrr mætti nú vera - eins gæti ég heimtað að hafa út af fyrir mig lóurnar í móunum, fegurð himinsins, ljóð Jónasar... Nei: það sem ég reyndi að útmála með þessari líkingu var hvernig Hannes veður inn í texta H.L, tekur sér þar stöðu höfundar og ýtir burt upprunalegum sögumanni, rekur eiginlega forstjórann svo haldið sé líkingunni. Hinn innbyggða höfund hverrar bókar, þessa vitundarmiðju frásagnarinnar, kallaði Halldór á sínum tíma Plús-ex og stóð stuggur af fyrirbærinu, vildi helst losna við hann: skyldi hann hafa rennt í grun hvaða ásjónu Plús-ex átti eftir að taka á sig? Hannes reynir sem sagt "fjandsamlega yfirtöku" á texta Halldórs Laxness <I>frá Halldóri Laxness<P> - ekki mér enda á ég ekki höfundarrétt að verkum Halldórs, hef ekki einkarétt á rannsóknum á honum og tel mig ekki hafa boðvald um það hverjir skrifa um hann. Í þessum efnum sem öðrum er ég lítill eigna- og valdamaður. En eins og Hannes klifar nokkuð á þá leyfði ég mér hins vegar á sínum tíma að draga í efa eindregið tilkall hans til að teljast óháður og hlutlaus sérfræðingur í verkum Laxness í ljósi fyrri skrifa hans um skáldið. Síðan mér varð það á að skrifa þetta hefur Hannes hins vegar rannsakað Laxness baki brotnu og til dæmis dregið margt fram úr rittengslarannsóknum Eiríks Jónssonar og fleiri - og fabúlerað sumt sem við hljótum að lesa með viðeigandi fyrirvörum í ljósi þeirra átaka sem hann stendur einatt í við mann og annan. Hannes kallar vinnubrögð sín í fyrsta bindi "úrvinnslu á texta"; hann segist "nýta sér minningabrot skáldsins". Dæmið sem ég sýndi með grein minni - og Helga Kress fann svo sannarlega fyrst - leiðir í ljós að Hannes gengur miklu lengra en svo, miklu lengra en forsvaranlegt getur talist. Hann endursegir ekki texta Halldórs Laxness, hann birtir þennan texta heldur ekki í gæsalöppum eins og þjóðfrægt er orðið: hann tekur þennan texta og breytir honum. Hann afbakar textann, barnar hann og eignar sér hann, án þess þó að umskapa hann nægilega til að hægt sé að tala um "sjálfstætt sköpunarverk" eins og Hannes talar um í sambandi við notkun mína á ævisögu Þorláks Ó. Johnson eftir Lúðvík Kristjánsson þar sem ég hagnýtti mér atriði við gerð persónunnar Jón Hólm í Íslandsförinni. Hvað sem líður möndli Hannesar með persónufornöfn, breytingum á setningagerð og einstökum orðum þá er þetta sami texti og sá sem þegar hefur birst frágenginn frá hendi Halldórs. <I>Þetta er texti Halldórs Laxness með styttingum og viðbótum Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar án þess að þess sé getið.<P> Þetta þykja mér spjöll á verkum Halldórs Laxness. Þetta finnst Hannesi hins vegar býsna gott hjá sér, enda segist hann í grein sinni skrifa "einfaldan, hraðan, lipran blaðamannastíl" en ekki "ljóðrænan rithöfundastíl sem átti ekki við í ævisögu Laxness". Með öðrum orðum: Stíll Halldórs Laxness á ekki við í texta Halldórs Laxness þegar texti Halldórs Laxness er birtur í bók Hannesar Hólmsteins sem texti Hannesar Hólmsteins... Hannes lætur líka á sér skilja að ekki sé vanþörf á því að laga til í texta Halldórs því hann eigi til að "vera of tilgerðarlegur, vera öðru vísi til þess eins að vera öðru vísi", og á þessi lýsing á stíl Halldórs Laxness líklega að sýna okkur fram á að breytingar Hannesar á texta Halldórs séu til bóta. Engu er líkara en að Halldór sé aftur farinn að skrifa stíla í MR og hljóta bágt fyrir. Hannes Hólmsteinn er sýnilega móðgaður yfir því að mér þyki hans gerð af texta Halldórs síðri en rétta gerðin. En jafnvel þótt einhver kynni að deila þeirri skoðun að Halldór Laxness hafi ekki haft til að bera smekkvísi, tilgerðarleysi, lipurð og hraða Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar þá held ég að fólk hljóti almennt að sjá að betur fer á því að við fáum að lesa texta Halldórs Laxness eins og Halldór Laxness gekk sjálfur frá honum heldur en texta Halldórs Laxness eins og Hannes Hólmsteinn Gissurarson gengur frá honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Mánudaginn 13. júní rifjaði ég upp fyrir lesendum Fréttablaðsins vinnulag Hannesar H. Gissurarsonar við ritun ævisögu Halldórs Laxness og líkti því við fjandsamlega yfirtöku. Í Fréttablaðinu miðvikudaginn 15. júní leggur Hannes út af þessari líkingu minni og spyr: "Yfirtöku frá hverjum? Væntanlega Guðmundi Andra og félögum hans sem eigi skáldið..." Mig langar að leiðrétta þetta. Ég get ekki með nokkru móti talið mig "eiga" Halldór Laxness umfram þúsundir annarra lesenda hans. Fyrr mætti nú vera - eins gæti ég heimtað að hafa út af fyrir mig lóurnar í móunum, fegurð himinsins, ljóð Jónasar... Nei: það sem ég reyndi að útmála með þessari líkingu var hvernig Hannes veður inn í texta H.L, tekur sér þar stöðu höfundar og ýtir burt upprunalegum sögumanni, rekur eiginlega forstjórann svo haldið sé líkingunni. Hinn innbyggða höfund hverrar bókar, þessa vitundarmiðju frásagnarinnar, kallaði Halldór á sínum tíma Plús-ex og stóð stuggur af fyrirbærinu, vildi helst losna við hann: skyldi hann hafa rennt í grun hvaða ásjónu Plús-ex átti eftir að taka á sig? Hannes reynir sem sagt "fjandsamlega yfirtöku" á texta Halldórs Laxness <I>frá Halldóri Laxness<P> - ekki mér enda á ég ekki höfundarrétt að verkum Halldórs, hef ekki einkarétt á rannsóknum á honum og tel mig ekki hafa boðvald um það hverjir skrifa um hann. Í þessum efnum sem öðrum er ég lítill eigna- og valdamaður. En eins og Hannes klifar nokkuð á þá leyfði ég mér hins vegar á sínum tíma að draga í efa eindregið tilkall hans til að teljast óháður og hlutlaus sérfræðingur í verkum Laxness í ljósi fyrri skrifa hans um skáldið. Síðan mér varð það á að skrifa þetta hefur Hannes hins vegar rannsakað Laxness baki brotnu og til dæmis dregið margt fram úr rittengslarannsóknum Eiríks Jónssonar og fleiri - og fabúlerað sumt sem við hljótum að lesa með viðeigandi fyrirvörum í ljósi þeirra átaka sem hann stendur einatt í við mann og annan. Hannes kallar vinnubrögð sín í fyrsta bindi "úrvinnslu á texta"; hann segist "nýta sér minningabrot skáldsins". Dæmið sem ég sýndi með grein minni - og Helga Kress fann svo sannarlega fyrst - leiðir í ljós að Hannes gengur miklu lengra en svo, miklu lengra en forsvaranlegt getur talist. Hann endursegir ekki texta Halldórs Laxness, hann birtir þennan texta heldur ekki í gæsalöppum eins og þjóðfrægt er orðið: hann tekur þennan texta og breytir honum. Hann afbakar textann, barnar hann og eignar sér hann, án þess þó að umskapa hann nægilega til að hægt sé að tala um "sjálfstætt sköpunarverk" eins og Hannes talar um í sambandi við notkun mína á ævisögu Þorláks Ó. Johnson eftir Lúðvík Kristjánsson þar sem ég hagnýtti mér atriði við gerð persónunnar Jón Hólm í Íslandsförinni. Hvað sem líður möndli Hannesar með persónufornöfn, breytingum á setningagerð og einstökum orðum þá er þetta sami texti og sá sem þegar hefur birst frágenginn frá hendi Halldórs. <I>Þetta er texti Halldórs Laxness með styttingum og viðbótum Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar án þess að þess sé getið.<P> Þetta þykja mér spjöll á verkum Halldórs Laxness. Þetta finnst Hannesi hins vegar býsna gott hjá sér, enda segist hann í grein sinni skrifa "einfaldan, hraðan, lipran blaðamannastíl" en ekki "ljóðrænan rithöfundastíl sem átti ekki við í ævisögu Laxness". Með öðrum orðum: Stíll Halldórs Laxness á ekki við í texta Halldórs Laxness þegar texti Halldórs Laxness er birtur í bók Hannesar Hólmsteins sem texti Hannesar Hólmsteins... Hannes lætur líka á sér skilja að ekki sé vanþörf á því að laga til í texta Halldórs því hann eigi til að "vera of tilgerðarlegur, vera öðru vísi til þess eins að vera öðru vísi", og á þessi lýsing á stíl Halldórs Laxness líklega að sýna okkur fram á að breytingar Hannesar á texta Halldórs séu til bóta. Engu er líkara en að Halldór sé aftur farinn að skrifa stíla í MR og hljóta bágt fyrir. Hannes Hólmsteinn er sýnilega móðgaður yfir því að mér þyki hans gerð af texta Halldórs síðri en rétta gerðin. En jafnvel þótt einhver kynni að deila þeirri skoðun að Halldór Laxness hafi ekki haft til að bera smekkvísi, tilgerðarleysi, lipurð og hraða Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar þá held ég að fólk hljóti almennt að sjá að betur fer á því að við fáum að lesa texta Halldórs Laxness eins og Halldór Laxness gekk sjálfur frá honum heldur en texta Halldórs Laxness eins og Hannes Hólmsteinn Gissurarson gengur frá honum.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun