Blað brotið í skipulagsumræðu 26. júní 2005 00:01 Skipulagstillagan sem varð ofan á í bindandi kosningu íbúa á Seltjarnarnesi um helgina gerir ráð fyrir heldur minni fjölgun íbúa á Nesinu en sú sem varð undir. Að sögn Jónmundar Guðmarssonar bæjarstjóra munar þar um 120 íbúum. "Íbúum fylgja skatttekjur, en við miðum auðvitað bara frekari útreikninga okkar og forsendur í fjármálum bæjarins við þá aukningu sem niðurstaða varð um," segir Jónmundur og fagnar því að niðurstaða skuli fengin í málinu. Hann segir bæjaryfirvöld ekki hafa uppi ráðagerðir um fjölgun annars staðar á Nesinu að svo stöddu. "Aðalskipulag bæjarins er þó vissulega í vinnslu, en viðurkennast verður að orðið er frekar fátt um fína drætti hvað þau mál snertir." Jónmundur segir tvenns konar tímamót falin í kosningunni um helgina. "Annars vegar er blað brotið í skipulagsumræðu að bæjarstjórn skuli reiðubúin að leggja tvo skuldbindandi kosti í hendur íbúa að velja á milli. Það finnst mér vera eftirtektarverð nýbreytni. Því til viðbótar felast heilmikil tímamót í því fyrir okkur Seltirninga að fá niðurstöðu í málinu," segir hann, en lengi hefur verið deilt um skipulag á Hrólfsskálamel og Suðurströnd. "Við erum með þessu komin með umboð frá Seltirningum á kosningaaldri til þess að vinna að tilteknu skipulagi á svæðinu og ráðast í fyllingu tímans í framkvæmdir sem allir hafa beðið með óþreyju, en erfitt hefur verið að ná utan um hvernig menn vildu hafa." Þá kveðst Jónmundur nokkuð sáttur við þátttöku í kosningunni, þó svo ef til vill hefði mátt búast við að hún yrði meiri miðað við hve málið hefur verið sagt mikið hitamál. "Mér finnst þó 52 prósent kjörsókn gefa til kynna að fólk hafi látið sig málið varða. Kannski var ekki svo mikill munur á fylgi við hvora tillögu fyrir sig en þó nægilegur til að niðurstaðan var afgerandi og skýr. Hún treystir þann grunn sem við byggjum frekari framkvæmdir á." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Sjá meira
Skipulagstillagan sem varð ofan á í bindandi kosningu íbúa á Seltjarnarnesi um helgina gerir ráð fyrir heldur minni fjölgun íbúa á Nesinu en sú sem varð undir. Að sögn Jónmundar Guðmarssonar bæjarstjóra munar þar um 120 íbúum. "Íbúum fylgja skatttekjur, en við miðum auðvitað bara frekari útreikninga okkar og forsendur í fjármálum bæjarins við þá aukningu sem niðurstaða varð um," segir Jónmundur og fagnar því að niðurstaða skuli fengin í málinu. Hann segir bæjaryfirvöld ekki hafa uppi ráðagerðir um fjölgun annars staðar á Nesinu að svo stöddu. "Aðalskipulag bæjarins er þó vissulega í vinnslu, en viðurkennast verður að orðið er frekar fátt um fína drætti hvað þau mál snertir." Jónmundur segir tvenns konar tímamót falin í kosningunni um helgina. "Annars vegar er blað brotið í skipulagsumræðu að bæjarstjórn skuli reiðubúin að leggja tvo skuldbindandi kosti í hendur íbúa að velja á milli. Það finnst mér vera eftirtektarverð nýbreytni. Því til viðbótar felast heilmikil tímamót í því fyrir okkur Seltirninga að fá niðurstöðu í málinu," segir hann, en lengi hefur verið deilt um skipulag á Hrólfsskálamel og Suðurströnd. "Við erum með þessu komin með umboð frá Seltirningum á kosningaaldri til þess að vinna að tilteknu skipulagi á svæðinu og ráðast í fyllingu tímans í framkvæmdir sem allir hafa beðið með óþreyju, en erfitt hefur verið að ná utan um hvernig menn vildu hafa." Þá kveðst Jónmundur nokkuð sáttur við þátttöku í kosningunni, þó svo ef til vill hefði mátt búast við að hún yrði meiri miðað við hve málið hefur verið sagt mikið hitamál. "Mér finnst þó 52 prósent kjörsókn gefa til kynna að fólk hafi látið sig málið varða. Kannski var ekki svo mikill munur á fylgi við hvora tillögu fyrir sig en þó nægilegur til að niðurstaðan var afgerandi og skýr. Hún treystir þann grunn sem við byggjum frekari framkvæmdir á."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Sjá meira