Refsingar fyrir framúrkeyrslu 23. júní 2005 00:01 Ríkisendurskoðun leggur til að greiðslur til ríkisstofnana sem fara verulega fram úr fjárheimildum verði frystar þar til gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana, svo sem niðurskurðar í rekstri eða viðbótarheimild samþykkt af Alþingi. Ríkisendurskoðun segir að hugsanlega þurfi að breyta ákvæðum í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins svo frysta megi launagreiðslur. "Þetta er ekki raunhæf aðgerð í því umhverfi sem við höfum vanist," segir Geir Haarde fjármálaráðherra. "Um þetta gilda ákveðnar reglur. Forstöðumönnunum ber að fara eftir þessum reglum en þær kveða á um hvernig ráðuneyti eigi að bregðast við til aðhalds. Það getur endað með áminningu eða frávikningu forstöðumanns ef sakir reynast miklar," segir fjármálaráherra. Geir tekur ekki undir hugmyndir um að Alþingi eða fjárlaganefnd taki að sér aukið eftirlitshlutverk með framkvæmd fjárlaga. "Þarna þarf að hafa í heiðri skilin milli löggjafar- og framkvæmdavalds. Ef misfarið er með heimildir, misfarið með fjárveitingar, misfarið með fé almennings á Ríkisendurskoðun að grípa í taumana. Og ef um er að ræða ólögmætt athæfi ber að taka á því, segir Geir. Um 120 opinberar stofnanir fóru fram úr fjárheimildum í fyrra og telur Ríkisendurskoðun að stjórnvöld samþykki oft í verki að útgjöld viðkomandi stofnana séu aukin þegar niðurskurður gæti verið óþægilegur í pólítískum skilningi. Þannig sé stofnað til útgjalda en heimilda oft aflað mörgum árum síðar. "Þegar horft er í gegnum fingur við að fjárlögum sé ekki fylgt grefur það undan þeirri virðingu og þeim aga sem þarf að ríkja gagnvart Alþingi og fjárlögum sem það setur. Slíkt ástand tíðkast hvergi í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við," segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Ríkisendurskoðun leggur til að greiðslur til ríkisstofnana sem fara verulega fram úr fjárheimildum verði frystar þar til gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana, svo sem niðurskurðar í rekstri eða viðbótarheimild samþykkt af Alþingi. Ríkisendurskoðun segir að hugsanlega þurfi að breyta ákvæðum í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins svo frysta megi launagreiðslur. "Þetta er ekki raunhæf aðgerð í því umhverfi sem við höfum vanist," segir Geir Haarde fjármálaráðherra. "Um þetta gilda ákveðnar reglur. Forstöðumönnunum ber að fara eftir þessum reglum en þær kveða á um hvernig ráðuneyti eigi að bregðast við til aðhalds. Það getur endað með áminningu eða frávikningu forstöðumanns ef sakir reynast miklar," segir fjármálaráherra. Geir tekur ekki undir hugmyndir um að Alþingi eða fjárlaganefnd taki að sér aukið eftirlitshlutverk með framkvæmd fjárlaga. "Þarna þarf að hafa í heiðri skilin milli löggjafar- og framkvæmdavalds. Ef misfarið er með heimildir, misfarið með fjárveitingar, misfarið með fé almennings á Ríkisendurskoðun að grípa í taumana. Og ef um er að ræða ólögmætt athæfi ber að taka á því, segir Geir. Um 120 opinberar stofnanir fóru fram úr fjárheimildum í fyrra og telur Ríkisendurskoðun að stjórnvöld samþykki oft í verki að útgjöld viðkomandi stofnana séu aukin þegar niðurskurður gæti verið óþægilegur í pólítískum skilningi. Þannig sé stofnað til útgjalda en heimilda oft aflað mörgum árum síðar. "Þegar horft er í gegnum fingur við að fjárlögum sé ekki fylgt grefur það undan þeirri virðingu og þeim aga sem þarf að ríkja gagnvart Alþingi og fjárlögum sem það setur. Slíkt ástand tíðkast hvergi í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við," segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira