Sektir gætu orðið tvöföld vanskil 23. júní 2005 00:01 Tíu sæta ákærum í málum vegna fyrirtækja sem eru í eigu feðganna Sveins R. Eyjólfssonar og Eyjólfs Sveinssonar, eða þeim tengd. Kærurnar varða vanskil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum, en að auki eru Eyjólfur og Svavar Ásbjörnsson, fyrrum fjármálastjóri Fréttablaðsins ehf. og Vísis.is ehf. sakaðir um umboðssvik. Þeir eru sagðir hafa millifært á tímabilinu 29. apríl til 27. maí 2002 tæpar 25 milljónir af reikningi Vísis.is yfir á reikning Fréttablaðsins ehf. þannig að heimildarlaus yfirdráttur nam tæpum 24 milljónum króna. Alls nema vanskil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum rúmum 104 milljónum króna, en þau eru tengd rekstri fyrirtækjanna Fréttablaðsins ehf., Vísis.is ehf., Dagsprents hf., Markhússins-markaðsstofu ehf., Nota Bene hf., Info skiltagerðar ehf., Póstflutninga ehf. og ÍP-prentþjónustunnar ehf. Ákæru sæta framkvæmdastjórar og stjórnarmenn sem komu að rekstri fyrirtækjanna, en málið höfðar fyrir hönd Ríkislögreglustjóra Jón H. Snorrason saksóknari, yfirmaður efnahagsbrotadeildar. Í yfirlýsingu sem lögmenn Sveins R. Eyjólfssonar og Eyjólfs Sveinssonar sendu út í gær segir að mikilvægt sé að mál sem tengist þeim feðgum "og hafi í 3 ár verið til umfjöllunar hjá opinberum aðilum, með tilheyrandi fjölmiðlaathygli, séu nú loksins komin til meðferðar". Þar segir að refsiábyrgð vegna vörsluskatta sé að mörgu leyti gölluð og ekki rökrétt að sama refsiábyrgð fylgi því að greiða slíka skatta einum eða nokkrum dögum eftir gjalddaga og að greiða þá alls ekki. Lög kveða á um að sekt skuli nema að minnsta kosti tvöföldum vanskilum. "Þannig stendur á, og það mun koma fram við rekstur þessa dómsmáls, að langstærstur hluti þeirra fjárhæða sem tilgreindar eru í ákæruskjali og tengjast fyrirtækjum skjólstæðinga okkar hefur þegar verið greiddur," segir í yfirlýsingunni. Þá kemur fram að Sveinn og Eyjólfur telji að í ljós muni koma að í greiðsluerfiðleikum fyrirtækja þeirra hafi verið fullur vilji til að fara að lögum. Áréttað er að þeir feðgar tengist ekki eignaböndum þremur fyrirtækjanna sem nefnd eru í ákæru Ríkislögreglustjóra. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira
Tíu sæta ákærum í málum vegna fyrirtækja sem eru í eigu feðganna Sveins R. Eyjólfssonar og Eyjólfs Sveinssonar, eða þeim tengd. Kærurnar varða vanskil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum, en að auki eru Eyjólfur og Svavar Ásbjörnsson, fyrrum fjármálastjóri Fréttablaðsins ehf. og Vísis.is ehf. sakaðir um umboðssvik. Þeir eru sagðir hafa millifært á tímabilinu 29. apríl til 27. maí 2002 tæpar 25 milljónir af reikningi Vísis.is yfir á reikning Fréttablaðsins ehf. þannig að heimildarlaus yfirdráttur nam tæpum 24 milljónum króna. Alls nema vanskil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum rúmum 104 milljónum króna, en þau eru tengd rekstri fyrirtækjanna Fréttablaðsins ehf., Vísis.is ehf., Dagsprents hf., Markhússins-markaðsstofu ehf., Nota Bene hf., Info skiltagerðar ehf., Póstflutninga ehf. og ÍP-prentþjónustunnar ehf. Ákæru sæta framkvæmdastjórar og stjórnarmenn sem komu að rekstri fyrirtækjanna, en málið höfðar fyrir hönd Ríkislögreglustjóra Jón H. Snorrason saksóknari, yfirmaður efnahagsbrotadeildar. Í yfirlýsingu sem lögmenn Sveins R. Eyjólfssonar og Eyjólfs Sveinssonar sendu út í gær segir að mikilvægt sé að mál sem tengist þeim feðgum "og hafi í 3 ár verið til umfjöllunar hjá opinberum aðilum, með tilheyrandi fjölmiðlaathygli, séu nú loksins komin til meðferðar". Þar segir að refsiábyrgð vegna vörsluskatta sé að mörgu leyti gölluð og ekki rökrétt að sama refsiábyrgð fylgi því að greiða slíka skatta einum eða nokkrum dögum eftir gjalddaga og að greiða þá alls ekki. Lög kveða á um að sekt skuli nema að minnsta kosti tvöföldum vanskilum. "Þannig stendur á, og það mun koma fram við rekstur þessa dómsmáls, að langstærstur hluti þeirra fjárhæða sem tilgreindar eru í ákæruskjali og tengjast fyrirtækjum skjólstæðinga okkar hefur þegar verið greiddur," segir í yfirlýsingunni. Þá kemur fram að Sveinn og Eyjólfur telji að í ljós muni koma að í greiðsluerfiðleikum fyrirtækja þeirra hafi verið fullur vilji til að fara að lögum. Áréttað er að þeir feðgar tengist ekki eignaböndum þremur fyrirtækjanna sem nefnd eru í ákæru Ríkislögreglustjóra.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira