Mismunandi þjóðhátíðir 21. júní 2005 00:01 "Hæ, hó, jibbíjei og jibbíjei. Það er kominn sautjándi júní." Fyrir mér er í laginu er mjög sterk minning um bragðið af brjóstsykursnuði og hljóðið sem heyrist þegar helíumblöðrur eru blásnar upp. Sautjándi júní, hátíð barnanna, þar sem allir fara niður í bæ og fá illt í magann af því að hafa borðað allt of mikið af fáránlegum sætindum. Á fyrrihluta unglingsára minna hafði sautjándi júní líka mjög ákveðna merkingu. Jú, það var dagurinn sem bókstaflega allir duttu í það. Tilgangur sautjánda júní var að fá sér Breezer í fyrsta eða annað skipti og vona að vinir foreldra manns héldu sig heima út kvöldið eða bara týndust í mannfjöldanum. Í seinni tíð hef ég reynt að forðast þessa merkingu sautjánda júní með því að halda mig heimavið þegar líða tekur á kvöldið. Í rauninni hef ég eiginlega farið að forðast sautjánda júní frá upphafi til enda. Undanfarin ár hef ég haldið mig heima eða í mesta lagi hypjað mig í bæinn, bara til að geta sagst hafa gert það, og hlaupið strax aftur heim hundfúl yfir að hafa látið undan hópþrýstingingnum. Það er bara eitthvað við þennan kúltúr sem ég þoli ekki. Dagurinn undirlagður af grenjandi börnum á sykurtrippi og kvöldið heltekið af aðeins eldri börnum sem grenja í það skiptið af því þau drukku aðeins of mikið eða jafnvel allt of mikið. Að þessu sinni átti ég þó ekki val um að fara "niður í bæ" á sautjánda júní. Ég upplifði öðruvísi sautjánda júní á slóðum Vestur-Íslendinga í Kanada. Þessir Íslendingar, eins og þeir svo ákveðið kalla sig sjálfir, líta á daginn sem einhvers konar sameiningartákn. Á sautjánda júní kemur fólkið saman, borðar pönnukökur með kanadísku hlynsýrópi, heita hunda og brauð með "hænsnakjöti og hnotum" og heldur veislu, kannski ekkert ósvipað og við gerum. Það sem var þó sérstakast við daginn minn var að ég fór að hugsa. Á tónleikunum í Winnipeg að kvöldi sautjánda júní söng ég lag við texta eftir Jón Óskar sem heitir Vorkvæði um Ísland. Verkið var samið fyrir lýðveldishátíðina 1994 og endar svona: "Þann dag er landið hvíta varð frjálst". Á þessum degi sem ég hálfpartinn þoli ekki fyrir að vera það sem hann er fór ég allt í einu að hugsa um hvort hann væri ekki eitthvað miklu meira. Ég fór að hugsa um að bara fyrir sextíu og einu ári hafði sautjándi júní svo miklu meiri þýðingu fyrir fólkið en bara að fara á fyllerí og leika með blöðrur. Þótt áreiðanlega hafi eitthvert fólk orðið mjög fullt þann dag árið 1944 þá fór enginn að gráta útaf því að Spiderman flaug út í veður og vind. Þá snérist dagurinn um eitthvað meira og eitthvað alveg stórkostlegt meira. Nefnilega það að Ísland varð sjálfstæð þjóð. Fyrir hvern og einn virðist sautjándi júní hafa sjálfstæða merkingu umfram sjálfstæðið sem hann stendur fyrir. Einhversstaðar á því sextíu og eina ári sem við höfum haldið upp á daginn gleymdum við hvað hann stendur fyrir og fórum að skálda það upp hvert í sínu horni. Einhverjir gætu sagt að sú sjálfstæða merking sem hver og einn leggur í sinn sautjánda júní sé það mest spennandi við daginn. Sjálfstæð merking einmitt það sem sjálfstæðisafmælið ætti að kalla fram í fólki. Því er ég hreint ekki sammála. Mér finnst ég ekki vera nein þjóðernisremba þegar ég græt þá staðreynd að fólk gleymi eiginlegri merkingu sautjánda júní. Mér finnst ég ekki vera að setja mig á háan hest eða að ýta undir óeðlilega rembu þegar ég lýsi þeirri skoðun minni að þjóðhátíðardagurinn eigi að vera annað og meira en sykurfrauð og þriggja daga helgi. Sama hvað við gerum til að skemmta okkur þennan dag megum við ekki gleyma tilgangi hans. Hvernig sem við fögnum snúast hátíðarhöldin á sautjánda júní um sjálfstæðið - þann dag sem Ísland varð frjálst. Anna Tryggvadóttir - [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
"Hæ, hó, jibbíjei og jibbíjei. Það er kominn sautjándi júní." Fyrir mér er í laginu er mjög sterk minning um bragðið af brjóstsykursnuði og hljóðið sem heyrist þegar helíumblöðrur eru blásnar upp. Sautjándi júní, hátíð barnanna, þar sem allir fara niður í bæ og fá illt í magann af því að hafa borðað allt of mikið af fáránlegum sætindum. Á fyrrihluta unglingsára minna hafði sautjándi júní líka mjög ákveðna merkingu. Jú, það var dagurinn sem bókstaflega allir duttu í það. Tilgangur sautjánda júní var að fá sér Breezer í fyrsta eða annað skipti og vona að vinir foreldra manns héldu sig heima út kvöldið eða bara týndust í mannfjöldanum. Í seinni tíð hef ég reynt að forðast þessa merkingu sautjánda júní með því að halda mig heimavið þegar líða tekur á kvöldið. Í rauninni hef ég eiginlega farið að forðast sautjánda júní frá upphafi til enda. Undanfarin ár hef ég haldið mig heima eða í mesta lagi hypjað mig í bæinn, bara til að geta sagst hafa gert það, og hlaupið strax aftur heim hundfúl yfir að hafa látið undan hópþrýstingingnum. Það er bara eitthvað við þennan kúltúr sem ég þoli ekki. Dagurinn undirlagður af grenjandi börnum á sykurtrippi og kvöldið heltekið af aðeins eldri börnum sem grenja í það skiptið af því þau drukku aðeins of mikið eða jafnvel allt of mikið. Að þessu sinni átti ég þó ekki val um að fara "niður í bæ" á sautjánda júní. Ég upplifði öðruvísi sautjánda júní á slóðum Vestur-Íslendinga í Kanada. Þessir Íslendingar, eins og þeir svo ákveðið kalla sig sjálfir, líta á daginn sem einhvers konar sameiningartákn. Á sautjánda júní kemur fólkið saman, borðar pönnukökur með kanadísku hlynsýrópi, heita hunda og brauð með "hænsnakjöti og hnotum" og heldur veislu, kannski ekkert ósvipað og við gerum. Það sem var þó sérstakast við daginn minn var að ég fór að hugsa. Á tónleikunum í Winnipeg að kvöldi sautjánda júní söng ég lag við texta eftir Jón Óskar sem heitir Vorkvæði um Ísland. Verkið var samið fyrir lýðveldishátíðina 1994 og endar svona: "Þann dag er landið hvíta varð frjálst". Á þessum degi sem ég hálfpartinn þoli ekki fyrir að vera það sem hann er fór ég allt í einu að hugsa um hvort hann væri ekki eitthvað miklu meira. Ég fór að hugsa um að bara fyrir sextíu og einu ári hafði sautjándi júní svo miklu meiri þýðingu fyrir fólkið en bara að fara á fyllerí og leika með blöðrur. Þótt áreiðanlega hafi eitthvert fólk orðið mjög fullt þann dag árið 1944 þá fór enginn að gráta útaf því að Spiderman flaug út í veður og vind. Þá snérist dagurinn um eitthvað meira og eitthvað alveg stórkostlegt meira. Nefnilega það að Ísland varð sjálfstæð þjóð. Fyrir hvern og einn virðist sautjándi júní hafa sjálfstæða merkingu umfram sjálfstæðið sem hann stendur fyrir. Einhversstaðar á því sextíu og eina ári sem við höfum haldið upp á daginn gleymdum við hvað hann stendur fyrir og fórum að skálda það upp hvert í sínu horni. Einhverjir gætu sagt að sú sjálfstæða merking sem hver og einn leggur í sinn sautjánda júní sé það mest spennandi við daginn. Sjálfstæð merking einmitt það sem sjálfstæðisafmælið ætti að kalla fram í fólki. Því er ég hreint ekki sammála. Mér finnst ég ekki vera nein þjóðernisremba þegar ég græt þá staðreynd að fólk gleymi eiginlegri merkingu sautjánda júní. Mér finnst ég ekki vera að setja mig á háan hest eða að ýta undir óeðlilega rembu þegar ég lýsi þeirri skoðun minni að þjóðhátíðardagurinn eigi að vera annað og meira en sykurfrauð og þriggja daga helgi. Sama hvað við gerum til að skemmta okkur þennan dag megum við ekki gleyma tilgangi hans. Hvernig sem við fögnum snúast hátíðarhöldin á sautjánda júní um sjálfstæðið - þann dag sem Ísland varð frjálst. Anna Tryggvadóttir - [email protected]
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun