Upplausn innan Evrópusambandsins 21. júní 2005 00:01 Leiðtogar Evrópusambandslandanna hafa ekki átt sjö dagana sæla frá því fundur þeirra í Brussel fyrir helgina fór út um þúfur. Þeir hafa þurft að verja það á heimavelli að ekki náðist samkomulag um næsta fjárlagatímabil sambandsins, en það var eitt meginmarkmið fundarins. Þegar hann var skipulagður var búist við því að þar gætu leiðtogarnir glaðst yfir því sem gerst hefði innan sambandsins á undanförnum mánuðum. Skoðanakannanir í Frakklandi frá áramótum bentu hins vegar til þess að þetta yrði enginn gleðifundur, og þegar úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyrir og úrslitin í Hollandi komu svo eins og salt í sárið var ljóst að leiðtogafundurinn yrði ekki uppörvandi. Á honum var svo breytingin á stjórnarskrá sambandsins slegin út af borðinu, og á þessari stundu er erfitt að sjá hvert framhald verður á því máli. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa sagt að breytingin hafi átt að leiða til meira lýðræðis innan sambandsins, en það er eins og þau skilaboð hafi alls ekki komist til skila hjá þegnum sambandslandanna, eða þá að þeir hafi verið að mótmæla einhverju öðru í störfum Evrópusambandsins. Það er rík krafa um lýðræði í heiminum í dag, og kannski gætu leiðtogar Evrópusambandsins lært eitthvað af okkur Íslendingum varðandi endurskoðun stjórnarskrárinnar, en þar lofar byrjunin góðu hvað varðar þátttöku almennings. Vagga lýðræðisins er líka hér á landi, og hvers vegna ættu hin stóru og voldugu ríki innan Evrópusambandsins sem öllu vilja ráða, ekki að geta lært eitthvað af okkur? Annað aðalmálið á fundinum í Brussel voru fjárlögin fyrir tímabilið frá 2007 - 2013. Það mál lenti líka út af borðinu hjá leiðtogunum. Þar eigast þeir einkum við Tony Blair forsætisráðherra Breta og Chirac forseti Frakklands. Niðurgreiðslur í frönskum landbúnaði eru einkum eru þyrnir í augum Blairs, en Frakkar fá langsmest úr sameiginlegum sjóðum bandalagsins til landbúnaðar. Bretar vilja áfram fá ívilnun varðandi framlög sín til bandalagsins, en hún á sér sögulegar rætur, þegar efnahagskerfi Breta var mun veikara en annarra landa sambandsins. Nú hafa tíu fremur fátæk ríki bæst í bandalagið, og mörgum þykir sem Bretar eigi ekki lengur heima í hópi þeirra sem ívilnana njóta. Leiðtogar þessara tíu nýju ríkja komu meira að segja með miðlunartillögu á fundinum í Brussel sem gekk út á það að framlög til þeirra úr sameiginlegum sjóðum yrði minnkuð, en ekki var hlustað á það af stórþjóðunum. Nú um mánaðamótin taka Bretar við forystunni í Evrópusambandinu, og því ljóst að þeirra bíður mikið og vandasamt verkefni. Bretar verða að leysa krísuna innan bandalagsins á því sex mánaða tímabili sem þeir eru í forystu, enda hafa þeir hingað til verið taldir til forystuþjóða í hinum vestræna heimi og verða nú að sýna mátt sinn og megin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Leiðtogar Evrópusambandslandanna hafa ekki átt sjö dagana sæla frá því fundur þeirra í Brussel fyrir helgina fór út um þúfur. Þeir hafa þurft að verja það á heimavelli að ekki náðist samkomulag um næsta fjárlagatímabil sambandsins, en það var eitt meginmarkmið fundarins. Þegar hann var skipulagður var búist við því að þar gætu leiðtogarnir glaðst yfir því sem gerst hefði innan sambandsins á undanförnum mánuðum. Skoðanakannanir í Frakklandi frá áramótum bentu hins vegar til þess að þetta yrði enginn gleðifundur, og þegar úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyrir og úrslitin í Hollandi komu svo eins og salt í sárið var ljóst að leiðtogafundurinn yrði ekki uppörvandi. Á honum var svo breytingin á stjórnarskrá sambandsins slegin út af borðinu, og á þessari stundu er erfitt að sjá hvert framhald verður á því máli. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa sagt að breytingin hafi átt að leiða til meira lýðræðis innan sambandsins, en það er eins og þau skilaboð hafi alls ekki komist til skila hjá þegnum sambandslandanna, eða þá að þeir hafi verið að mótmæla einhverju öðru í störfum Evrópusambandsins. Það er rík krafa um lýðræði í heiminum í dag, og kannski gætu leiðtogar Evrópusambandsins lært eitthvað af okkur Íslendingum varðandi endurskoðun stjórnarskrárinnar, en þar lofar byrjunin góðu hvað varðar þátttöku almennings. Vagga lýðræðisins er líka hér á landi, og hvers vegna ættu hin stóru og voldugu ríki innan Evrópusambandsins sem öllu vilja ráða, ekki að geta lært eitthvað af okkur? Annað aðalmálið á fundinum í Brussel voru fjárlögin fyrir tímabilið frá 2007 - 2013. Það mál lenti líka út af borðinu hjá leiðtogunum. Þar eigast þeir einkum við Tony Blair forsætisráðherra Breta og Chirac forseti Frakklands. Niðurgreiðslur í frönskum landbúnaði eru einkum eru þyrnir í augum Blairs, en Frakkar fá langsmest úr sameiginlegum sjóðum bandalagsins til landbúnaðar. Bretar vilja áfram fá ívilnun varðandi framlög sín til bandalagsins, en hún á sér sögulegar rætur, þegar efnahagskerfi Breta var mun veikara en annarra landa sambandsins. Nú hafa tíu fremur fátæk ríki bæst í bandalagið, og mörgum þykir sem Bretar eigi ekki lengur heima í hópi þeirra sem ívilnana njóta. Leiðtogar þessara tíu nýju ríkja komu meira að segja með miðlunartillögu á fundinum í Brussel sem gekk út á það að framlög til þeirra úr sameiginlegum sjóðum yrði minnkuð, en ekki var hlustað á það af stórþjóðunum. Nú um mánaðamótin taka Bretar við forystunni í Evrópusambandinu, og því ljóst að þeirra bíður mikið og vandasamt verkefni. Bretar verða að leysa krísuna innan bandalagsins á því sex mánaða tímabili sem þeir eru í forystu, enda hafa þeir hingað til verið taldir til forystuþjóða í hinum vestræna heimi og verða nú að sýna mátt sinn og megin.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun