Sammála en greinir á um aðferðir 18. júní 2005 00:01 Stjórnarandstaðan er sammála forsætisráðherra um að tímabært sé að stokka upp í stjórnsýslunni. Samfylkingin leggur til fækkun úr þrettán ráðuneytum í níu en Vinstri-grænir telja réttast að hver ríkisstjórn ráði því hvernig starfsfólki og ráðuneytum sé raðað niður hverju sinni. Til stendur að hefja endurskipulagningu stjórnsýslunnar í haust og ljúka því starfi fyrir lok kjörtímabilsins. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra greindi frá þessu í ræðu sinni í gær og Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði málið hafa verið rætt í ríkisstjórn og þar væri samstaða um þörfina á breytingum. Hann leggur sjálfur til að ráðuneytum verði fækkað í sex en ekki er enn ljóst hversu langt verður gengið í þá átt. En er stjórnarandstaðan sammála því að tímabært sé að stokka upp í stjórnsýslunni? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist sammála því, og þó fyrr hefði verið. Hún segir stjórnsýsluna hafa allt of lengi verið í sömu skorðum og endurspegli engan veginn það samfélag sem við búum í í dag. „Lögin um stjórnarráð Íslands eru frá 1969 og það má heita að stjórnarráðið og skipan þess hafi að mestu leyti verið óbreytt síðan þá. Menn geta rétt ímyndað sér hvernig væri umhorfs í fyrirtækjum landsins ef deildaskipting og fyrirkomulag í þeim hefði verið með óbreyttum hætti frá 1969,“ segir Ingibjörg Sólrún. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri-grænna, segist telja það praktískt mál hverju sinni hvernig maður raði sínu starfsliði og ágætt sé að endurskipuleggja það reglulega. Mestu máli skipti hins vegar að kerfið minnki eitthvað um leið; að það haldi ekki sömu umsvifum þó að mönnunum fækki. Aðspurð hversu langt eigi að ganga í að fækka og sameina segir Ingibjörg Sólrún að framtíðarhópur Samfylkingarinnar hafi nýverið lagt til að ráðuneytunum yrði fækkað úr þrettán í níu og telur hún þá tillögu mjög raunhæfa. Katrín segir þetta eiga að vera í sjálfsvald hverrar ríkisstjórnar sett. Hún segist halda að ástæðan fyrir því að þetta sé sett fram núna sé vegna umræðunnar um stjórnsýsluhætti ríkisstjórnarinnar. „Þetta er náttúrlega mál mjög líklegt til vinsælda, að fækka ráðherrum, og kemur beint í kjölfarið á umræðu um stjórnsýsluhætti þessarar ríkisstjórnar, Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, þannig að það kemur mér ekkert á óvart að þetta komi fram núna,“ segir Katrín. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Stjórnarandstaðan er sammála forsætisráðherra um að tímabært sé að stokka upp í stjórnsýslunni. Samfylkingin leggur til fækkun úr þrettán ráðuneytum í níu en Vinstri-grænir telja réttast að hver ríkisstjórn ráði því hvernig starfsfólki og ráðuneytum sé raðað niður hverju sinni. Til stendur að hefja endurskipulagningu stjórnsýslunnar í haust og ljúka því starfi fyrir lok kjörtímabilsins. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra greindi frá þessu í ræðu sinni í gær og Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði málið hafa verið rætt í ríkisstjórn og þar væri samstaða um þörfina á breytingum. Hann leggur sjálfur til að ráðuneytum verði fækkað í sex en ekki er enn ljóst hversu langt verður gengið í þá átt. En er stjórnarandstaðan sammála því að tímabært sé að stokka upp í stjórnsýslunni? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist sammála því, og þó fyrr hefði verið. Hún segir stjórnsýsluna hafa allt of lengi verið í sömu skorðum og endurspegli engan veginn það samfélag sem við búum í í dag. „Lögin um stjórnarráð Íslands eru frá 1969 og það má heita að stjórnarráðið og skipan þess hafi að mestu leyti verið óbreytt síðan þá. Menn geta rétt ímyndað sér hvernig væri umhorfs í fyrirtækjum landsins ef deildaskipting og fyrirkomulag í þeim hefði verið með óbreyttum hætti frá 1969,“ segir Ingibjörg Sólrún. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri-grænna, segist telja það praktískt mál hverju sinni hvernig maður raði sínu starfsliði og ágætt sé að endurskipuleggja það reglulega. Mestu máli skipti hins vegar að kerfið minnki eitthvað um leið; að það haldi ekki sömu umsvifum þó að mönnunum fækki. Aðspurð hversu langt eigi að ganga í að fækka og sameina segir Ingibjörg Sólrún að framtíðarhópur Samfylkingarinnar hafi nýverið lagt til að ráðuneytunum yrði fækkað úr þrettán í níu og telur hún þá tillögu mjög raunhæfa. Katrín segir þetta eiga að vera í sjálfsvald hverrar ríkisstjórnar sett. Hún segist halda að ástæðan fyrir því að þetta sé sett fram núna sé vegna umræðunnar um stjórnsýsluhætti ríkisstjórnarinnar. „Þetta er náttúrlega mál mjög líklegt til vinsælda, að fækka ráðherrum, og kemur beint í kjölfarið á umræðu um stjórnsýsluhætti þessarar ríkisstjórnar, Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, þannig að það kemur mér ekkert á óvart að þetta komi fram núna,“ segir Katrín.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira