Breyting á skipan ráðuneyta 17. júní 2005 00:01 Þjóðhátíðarhöld hófust með hefðbundnum hætti klukkan tíu í morgun þegar forseti borgarstjórnar lagði blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar í Hólavallakirkjugarði. Veðrið var með eindæmum gott svo fjöldi fólks safnaðist snemma saman á Austurvelli til að fylgjast með hátíðardagskránni þar. Anna Kristinsdóttir, formaður þjóðhátíðarnefndar, setti hátíðina og forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Halldór Ásgrímsson forsætisráðaherra lögðu blómsveig að minnisvarðanum um Jón Sigurðsson. Forsætisráðherra flutti því næst þjóðhátíðarræðu sína en þær ræður hafa oft vakið athygli í gegnum tíðina. Þetta var fyrsta þjóðhátíðarræða Halldórs sem forsætisráðherra og það var vissulega ýmislegt sem athygli vakti í ávarpinu. Honum varð tíðrætt um hversu niðurdrepandi áhrif á samfélagið neikvæðir og svartsýnir menn hefðu og mátti ef til vill túlka það sem álit hans á umræðu undanfarinna daga um bankasöluna árið 2002 og skýrslu ríkisendurskoðanda um hæfi forsætisráðherra til að taka þátt í því ferli. Ráðherrann sagði mennina jafn ólíka og þeir eru margir. „Þeir vilja tala um mismunandi hluti og leggja misjafna áherslu á það hvað eru aðalatriði og hvað eru aukaatriði. Sumir leggja meiri áherslu á það sem miður hefur farið, það sem ekki var gert, á meðan aðrir vilja draga lærdóm af því sem vel gekk eða gert var,“ sagði Halldór meðal annars í ræðu sinni. En Halldór tilkynnti einnig áætlanir um að endurskoða stjórnsýsluna, gera hana „markvissari“ og „meira í takt við tímann“. Hann sagði síðustu stóru breytinguna á skipan ráðuneyta hafa verið gerða árið 1969 og skipulagið í grundvallaratriðum verið óbreytt síðan. Hann sagði því mikilvægt að hefjast handa við endurskoðun í haust og ljúka henni á tiltölulega stuttum tíma. Halldór kvaðst vilja einfalda ríkisreksturinn og gera hann skilvirkari og markvissari. Öryggisgæsla var með meira móti á Austurvelli, til dæmis var stærra svæði en áður girt af. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn sagði lögregluna hafa viljað vera við öllu búna en neitaði því að viðbúnaðurinn væri vegna mótmælendanna sem slettu skyri á Nordica-hótelinu fyrir skömmu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Þjóðhátíðarhöld hófust með hefðbundnum hætti klukkan tíu í morgun þegar forseti borgarstjórnar lagði blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar í Hólavallakirkjugarði. Veðrið var með eindæmum gott svo fjöldi fólks safnaðist snemma saman á Austurvelli til að fylgjast með hátíðardagskránni þar. Anna Kristinsdóttir, formaður þjóðhátíðarnefndar, setti hátíðina og forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Halldór Ásgrímsson forsætisráðaherra lögðu blómsveig að minnisvarðanum um Jón Sigurðsson. Forsætisráðherra flutti því næst þjóðhátíðarræðu sína en þær ræður hafa oft vakið athygli í gegnum tíðina. Þetta var fyrsta þjóðhátíðarræða Halldórs sem forsætisráðherra og það var vissulega ýmislegt sem athygli vakti í ávarpinu. Honum varð tíðrætt um hversu niðurdrepandi áhrif á samfélagið neikvæðir og svartsýnir menn hefðu og mátti ef til vill túlka það sem álit hans á umræðu undanfarinna daga um bankasöluna árið 2002 og skýrslu ríkisendurskoðanda um hæfi forsætisráðherra til að taka þátt í því ferli. Ráðherrann sagði mennina jafn ólíka og þeir eru margir. „Þeir vilja tala um mismunandi hluti og leggja misjafna áherslu á það hvað eru aðalatriði og hvað eru aukaatriði. Sumir leggja meiri áherslu á það sem miður hefur farið, það sem ekki var gert, á meðan aðrir vilja draga lærdóm af því sem vel gekk eða gert var,“ sagði Halldór meðal annars í ræðu sinni. En Halldór tilkynnti einnig áætlanir um að endurskoða stjórnsýsluna, gera hana „markvissari“ og „meira í takt við tímann“. Hann sagði síðustu stóru breytinguna á skipan ráðuneyta hafa verið gerða árið 1969 og skipulagið í grundvallaratriðum verið óbreytt síðan. Hann sagði því mikilvægt að hefjast handa við endurskoðun í haust og ljúka henni á tiltölulega stuttum tíma. Halldór kvaðst vilja einfalda ríkisreksturinn og gera hann skilvirkari og markvissari. Öryggisgæsla var með meira móti á Austurvelli, til dæmis var stærra svæði en áður girt af. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn sagði lögregluna hafa viljað vera við öllu búna en neitaði því að viðbúnaðurinn væri vegna mótmælendanna sem slettu skyri á Nordica-hótelinu fyrir skömmu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira