Þungur rekstur skóla og sendiráða 16. júní 2005 00:01 Ráðuneyti utanríkismála og landbúnaðarmála fóru um og yfir tíu prósent fram úr fjárheimildum á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðayfirliti fjármálaráðuneytisins, samtals um 550 milljónir króna. Útgjöld landbúnaðarráðuneytisins umfram heimildir eru einkum rakinn til Hólaskóla, Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og embættis yfirdýralæknis. Þótt útgjöld umfram heimildir fjárfrekustu ráðuneytanna séu hlutfallslega minni fór heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið liðlega einn milljarð króna fram úr heimildum og menntamálaráðuneytið fór 833 milljónir króna fram úr sínum fjárheimildum. Munar þar mestu um 213 milljóna króna umframgjöld Háskólans á Akureyri og 207 milljónir króna hjá Háskóla Íslands. Háskólinn á Akureyri fór samkvæmt uppýsingum fjármálaráðuneytisins 36 prósent fram úr fjárheimildum sínum. Rekstrarkostnaður fimm mennta- og fjölbrautaskóla fór meira en fimmtíu milljónir króna fram úr áætlun. Nær öll útgjöld heilbrigðisráðuneytisins umfram heimildir, 945 milljónir króna, má rekja til Landspítala - háskólasjúkrahúss. Í gögnum fjármálaráðuneytisins er minnt á skyldur ráðuneyta og forstöðumanna til þess að bregðast við ef útgjöld verða meiri en fjögur prósent umfram heimildir og að ráðuneytunum beri að sjá til þess að brugðist sé við þessum niðurstöðum. Þrátt fyrir hallarekstur margra ráðuneyta voru rekstrargjöld ríkissjóðs 9,6 milljörðum króna lægri en áætlað var á síðastliðnu ári. Sex ráðuneyti voru rekin með samtals 2,2 milljarða króna afgangi. Þá má einnig rekja rekstrarafganginn til þess að viðhalds- og stofnkostnaður var á tíunda milljarð króna innan áætlunar og munar þar mestu um aðhald í vegaframkvæmdum og framkvæmdum á vegum menntamálaráðuneytisins. Ráðuneyti utanríkismála og landbúnaðarmála fóru um og yfir tíu prósent fram úr fjárheimildum á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðayfirliti fjármálaráðuneytisins, samtals um 550 milljónir króna. Umframgjöld sendiráða námu um 230 milljónum króna og versnaði fjárhagur þeirra á árinu. Einnig fóru aðalskrifstofa utanríkisráðuneytisins og sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli samtals um 100 milljónir króna fram úr heimildum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Ráðuneyti utanríkismála og landbúnaðarmála fóru um og yfir tíu prósent fram úr fjárheimildum á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðayfirliti fjármálaráðuneytisins, samtals um 550 milljónir króna. Útgjöld landbúnaðarráðuneytisins umfram heimildir eru einkum rakinn til Hólaskóla, Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og embættis yfirdýralæknis. Þótt útgjöld umfram heimildir fjárfrekustu ráðuneytanna séu hlutfallslega minni fór heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið liðlega einn milljarð króna fram úr heimildum og menntamálaráðuneytið fór 833 milljónir króna fram úr sínum fjárheimildum. Munar þar mestu um 213 milljóna króna umframgjöld Háskólans á Akureyri og 207 milljónir króna hjá Háskóla Íslands. Háskólinn á Akureyri fór samkvæmt uppýsingum fjármálaráðuneytisins 36 prósent fram úr fjárheimildum sínum. Rekstrarkostnaður fimm mennta- og fjölbrautaskóla fór meira en fimmtíu milljónir króna fram úr áætlun. Nær öll útgjöld heilbrigðisráðuneytisins umfram heimildir, 945 milljónir króna, má rekja til Landspítala - háskólasjúkrahúss. Í gögnum fjármálaráðuneytisins er minnt á skyldur ráðuneyta og forstöðumanna til þess að bregðast við ef útgjöld verða meiri en fjögur prósent umfram heimildir og að ráðuneytunum beri að sjá til þess að brugðist sé við þessum niðurstöðum. Þrátt fyrir hallarekstur margra ráðuneyta voru rekstrargjöld ríkissjóðs 9,6 milljörðum króna lægri en áætlað var á síðastliðnu ári. Sex ráðuneyti voru rekin með samtals 2,2 milljarða króna afgangi. Þá má einnig rekja rekstrarafganginn til þess að viðhalds- og stofnkostnaður var á tíunda milljarð króna innan áætlunar og munar þar mestu um aðhald í vegaframkvæmdum og framkvæmdum á vegum menntamálaráðuneytisins. Ráðuneyti utanríkismála og landbúnaðarmála fóru um og yfir tíu prósent fram úr fjárheimildum á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðayfirliti fjármálaráðuneytisins, samtals um 550 milljónir króna. Umframgjöld sendiráða námu um 230 milljónum króna og versnaði fjárhagur þeirra á árinu. Einnig fóru aðalskrifstofa utanríkisráðuneytisins og sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli samtals um 100 milljónir króna fram úr heimildum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira