Eignin 34 en ekki 25 prósent 16. júní 2005 00:01 Ríkisendurskoðandi gat ekki veitt fullnægjandi svör um eignarhald venslamanna forsætisráðherra í Ketillaugu ehf. og eign félagsins í Skinney Þinganesi á fundi fjárlaganefndar í gær. Ríkisendurskoðandi segir í tilkynningu til formanns fjárlaganefndar eftir fundinn, að óbeinn hlutur venslamanna Halldórs Ásgrímssonar í Skinney-Þinganesi hafi því ekki um 25 prósent líkt og fram kom í minnisblaði ríkisendurskoðanda síðastliðinn mánudag heldur um 34 prósent. Ríkisendurskoðandi metur það svo að ofangreindar upplýsingar breyti ekki þeirri niðurstöðu stofnunarinnar að Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum á sínum tíma á vettvangi ráðherranefndarinnar. Ríkisendurskoðun telur að þetta hafi verið eina atriðið sem hún hafi ekki veitt fullnægjandi svar við á fundi fjárlaganefndar í gær. Að gefnu þessu svari líti stofnunin svo á að málinu sé lokið af hennar hálfu. Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í fjárlaganefnd, segir að það hljóti að teljast grafalvarlegt að enn á ný komi í ljós að ekki sé unnt að treysta upplýsingum sem tengist Skinney-Þinganesi í þessu ferli. Gunnar Ásgeirsson, einn af eigendum Ketillaugar og stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess, gagnrýndi umfjöllun fjölmiðla og stjórnmálamanna á aðalfundi félagsins í gær. Hann sagði að umræðan hefði byggst á upphrópunum og fullyrðingum sem skaðað hefðu ímynd félagsins að ósekju. Skinney-Þinganes gæti ekki borið ábyrgð á misritunum annarra sem virtust hafa þyrlað upp moldviðri. Gunnar sagði jafnframt að hlutdeild Skinneyjar Þinganess í hagnaði Hesteyrar árið 2002 hefði numið tæpum 74 milljónum króna eftir skatta. Ríkisendurskoðandi gat ekki veitt fullnægjandi svör um eignarhald venslamanna forsætisráðherra í Ketillaugu ehf. og eign félagsins í Skinney Þinganesi á fundi fjárlaganefndar í gær. Að athuguðu máli upplýsti hann eftir fundinn að lögmanni Skinneyjar Þinganess hefði sést yfir að sumir hluthafar í Ketillaugu, sem áttu rétt um 18 prósent í Skinney-Þinganesi í október árið 2002, væru venslamenn Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Samanlagt hefðu venslamenn forsætisráðherra því átt helming í áðurgreindu félagi. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Sjá meira
Ríkisendurskoðandi gat ekki veitt fullnægjandi svör um eignarhald venslamanna forsætisráðherra í Ketillaugu ehf. og eign félagsins í Skinney Þinganesi á fundi fjárlaganefndar í gær. Ríkisendurskoðandi segir í tilkynningu til formanns fjárlaganefndar eftir fundinn, að óbeinn hlutur venslamanna Halldórs Ásgrímssonar í Skinney-Þinganesi hafi því ekki um 25 prósent líkt og fram kom í minnisblaði ríkisendurskoðanda síðastliðinn mánudag heldur um 34 prósent. Ríkisendurskoðandi metur það svo að ofangreindar upplýsingar breyti ekki þeirri niðurstöðu stofnunarinnar að Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum á sínum tíma á vettvangi ráðherranefndarinnar. Ríkisendurskoðun telur að þetta hafi verið eina atriðið sem hún hafi ekki veitt fullnægjandi svar við á fundi fjárlaganefndar í gær. Að gefnu þessu svari líti stofnunin svo á að málinu sé lokið af hennar hálfu. Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í fjárlaganefnd, segir að það hljóti að teljast grafalvarlegt að enn á ný komi í ljós að ekki sé unnt að treysta upplýsingum sem tengist Skinney-Þinganesi í þessu ferli. Gunnar Ásgeirsson, einn af eigendum Ketillaugar og stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess, gagnrýndi umfjöllun fjölmiðla og stjórnmálamanna á aðalfundi félagsins í gær. Hann sagði að umræðan hefði byggst á upphrópunum og fullyrðingum sem skaðað hefðu ímynd félagsins að ósekju. Skinney-Þinganes gæti ekki borið ábyrgð á misritunum annarra sem virtust hafa þyrlað upp moldviðri. Gunnar sagði jafnframt að hlutdeild Skinneyjar Þinganess í hagnaði Hesteyrar árið 2002 hefði numið tæpum 74 milljónum króna eftir skatta. Ríkisendurskoðandi gat ekki veitt fullnægjandi svör um eignarhald venslamanna forsætisráðherra í Ketillaugu ehf. og eign félagsins í Skinney Þinganesi á fundi fjárlaganefndar í gær. Að athuguðu máli upplýsti hann eftir fundinn að lögmanni Skinneyjar Þinganess hefði sést yfir að sumir hluthafar í Ketillaugu, sem áttu rétt um 18 prósent í Skinney-Þinganesi í október árið 2002, væru venslamenn Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Samanlagt hefðu venslamenn forsætisráðherra því átt helming í áðurgreindu félagi.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Sjá meira