Sameinast verði um samgöngubætur 12. júní 2005 00:01 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna í Reykjavík, segir að landsmenn eigi að sameinast um samgöngubætur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Kjördæmapot komi í veg fyrir að ráðist sé í átak sem dragi verulega úr banaslysum. Kjartan segir að slysatíðnin á vegunum í kringum Reykjavík sé mjög há og að hans mati sé mjög mikilvægt að breikka þá, að hafa tvær akreinar í hvora átt og aðskilja þannig umferð úr gagnstæðum áttum. Kostnaður við tjón á Suðurlandsvegi vegna árekstra á árinu 2003 nam rúmum einum milljarði króna. Með hliðsjón af því telur Kjartan að vegabætur myndu borga sig á fáum árum og því eigi að ráðast beint í tvöföldun Suðurlandsvegar sem og Vesturlandsvegar að loknum úrbótum á Reykjanesbraut en það sé ekki á áætlun og þess vegna þyrftu höfuðborgarbúar að styðja það að áætluninni verði breytt og farið verði í verkefnin strax og lokið verði við framkvæmdir við Reykjanesbraut. Aðspurður hvaða verkefnum eigi að sleppa í staðinn segir Kjartan að til dæmis væri hægt að hverfa frá gangagerð úti á landi sem kosti marga milljarða. Með þeim útgjöldum sé ekki verið að fækka slysum heldur tengja saman fámenn byggðarlög. Kjartan er talsmaður þess að setja arðsemi og öryggi á oddinn. Mislæg gatnamót á höfuðborgarsvæðinu og 120 kílómetra kafli á þjóðvegum næst höfuðborginni séu brýnustu verkefnin. Hann sé fjölfarinn, þar mætist bílar á miklum hraða og árekstrar verði alvarlegir. Hann vitnar í tölur frá rannsóknarnefnd umferðarslysa og segir að fimmtungur banaslysa í umferðinni verði vegna áreksturs bíla sem mætast og að 70 prósent þeirra slysa verði á þjóðvegunum nálægt höfuðborgarsvæðinu. Kjartan óttast ekki að skoðanir sínar spilli samstöðu höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar og bendir á að Suðurlandsvegur og Vesturlandsvegur séu ekki á höfuðborgarsvæðinu sjálfu en hann telji að allir landsmenn geti sameinast um það að vegafé renni fyrst og fremst til verkefna sem fækki umferðarslys. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna í Reykjavík, segir að landsmenn eigi að sameinast um samgöngubætur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Kjördæmapot komi í veg fyrir að ráðist sé í átak sem dragi verulega úr banaslysum. Kjartan segir að slysatíðnin á vegunum í kringum Reykjavík sé mjög há og að hans mati sé mjög mikilvægt að breikka þá, að hafa tvær akreinar í hvora átt og aðskilja þannig umferð úr gagnstæðum áttum. Kostnaður við tjón á Suðurlandsvegi vegna árekstra á árinu 2003 nam rúmum einum milljarði króna. Með hliðsjón af því telur Kjartan að vegabætur myndu borga sig á fáum árum og því eigi að ráðast beint í tvöföldun Suðurlandsvegar sem og Vesturlandsvegar að loknum úrbótum á Reykjanesbraut en það sé ekki á áætlun og þess vegna þyrftu höfuðborgarbúar að styðja það að áætluninni verði breytt og farið verði í verkefnin strax og lokið verði við framkvæmdir við Reykjanesbraut. Aðspurður hvaða verkefnum eigi að sleppa í staðinn segir Kjartan að til dæmis væri hægt að hverfa frá gangagerð úti á landi sem kosti marga milljarða. Með þeim útgjöldum sé ekki verið að fækka slysum heldur tengja saman fámenn byggðarlög. Kjartan er talsmaður þess að setja arðsemi og öryggi á oddinn. Mislæg gatnamót á höfuðborgarsvæðinu og 120 kílómetra kafli á þjóðvegum næst höfuðborginni séu brýnustu verkefnin. Hann sé fjölfarinn, þar mætist bílar á miklum hraða og árekstrar verði alvarlegir. Hann vitnar í tölur frá rannsóknarnefnd umferðarslysa og segir að fimmtungur banaslysa í umferðinni verði vegna áreksturs bíla sem mætast og að 70 prósent þeirra slysa verði á þjóðvegunum nálægt höfuðborgarsvæðinu. Kjartan óttast ekki að skoðanir sínar spilli samstöðu höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar og bendir á að Suðurlandsvegur og Vesturlandsvegur séu ekki á höfuðborgarsvæðinu sjálfu en hann telji að allir landsmenn geti sameinast um það að vegafé renni fyrst og fremst til verkefna sem fækki umferðarslys.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira