Starfsleyfi Alcoa ekki afturkallað 10. júní 2005 00:01 Lögmaður Umhverfisstofnunar segir starfsleyfi Alcoa fyrir álveri í Reyðarfirði ekki verða afturkallað þrátt fyrir dóm Hæstaréttar um að álverið þurfi að fara í umhverfismat. Hjörleifur Guttormsson telur að stöðva þurfi framkvæmdirnar í Reyðarfirði á meðan umhverfisáhrif verði metin. Starfseyfi Alcoa var gefið út eftir að ákvörðun Skipulagsstofnunar lá fyrir í mars 2003 um að álverið þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Sigurður Örn Guðleifsson, lögmaður hjá Umhverfisstofnun, segir dóm Hæstaréttar hafa gefið ástæðu til þess að athuga hvort að afturkalla ætti stafsleyfi Alcoa, en ákveðið hafi verið að gera það ekki, meðal annars vegna þess að þeir leyfið hafa, hafi réttmætar væntingar um að halda því. Sigurður bendir enn fremur á að Alcoa hafi sent erindi til Skipulagsstofnunar á sínum tíma til þess að kanna það hvort þörf væri á öðru mati. Niðurstaða Skipulagstofnunar hafi verið sú að hið nýja álver þyrfti ekki að fara í mat og þá ákvörðun hafi umhverfisráðherra staðfest. Mistökin hafi legið þar en ekki hjá Alcoa. Þessi sjónarmið og mörg önnur vegist á og þurfi að skoða þegar tekin sé ákvörðun um það hvort Umhverfisstofnun eigi að afturkalla leyfið að eigin frumkvæði. Niðurstaða hennar sé sú að gera það ekki. Sigurður segir að ef umhverfismat kalli á breyttar forsendur geti verið að gefa þurfi út nýtt starfsleyfi en segir að í framhaldi af hagsmunamati nú þyki ekki rétt að afturkalla leyfið. Hjörleifur Guttormsson, sem kærði að ekki hafi farið fram sérstakt umhverfismat fyrir álver Alcoa, segist halda að Alcoa muni doka við með áframhaldandi framkvæmdir á meðan réttarstaðan sé svona óljós. Hann undrast ummæli umhverfisráðherra um að hægt sé að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hann segist ekki vita hvar umhverfisráðherra sé staddur með skoðun mála og segist undrandi á því hvað frá honum komi, að það sé formsatriði og hægt sé að halda áfram framkvæmdum eins og ekkert hafi í skorist. Þetta segi ekki aðili með heila hugsun sem hafi fengið í höfuðið afgreiðslu, sem annar ráðherra hafi reyndar unnið árið 2002. Hann telji að umhverfisráðuneytið þurfi að vanda sig ef það ætli að rétta af kúrsinn og bæta sína stöðu því það sé mikið áhyggjuefni hvernig þar sé gengið fram. Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ráðleggur þeim sem að málinu koma að staldra við með áframhaldandi framkvæmdir. Málið snúist ekki um hvort álver eigi að rísa heldur snúist það um fagleg vinnubrögð og umhverfisrétt. Hún telur það alvarlegt umhugsunarefni hvað ríkisstjórnin hafi fengið á sig marga dóma í málum sem hafi verið umdeild og þess vegna ratað í gegnum dómskerfið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Sjá meira
Lögmaður Umhverfisstofnunar segir starfsleyfi Alcoa fyrir álveri í Reyðarfirði ekki verða afturkallað þrátt fyrir dóm Hæstaréttar um að álverið þurfi að fara í umhverfismat. Hjörleifur Guttormsson telur að stöðva þurfi framkvæmdirnar í Reyðarfirði á meðan umhverfisáhrif verði metin. Starfseyfi Alcoa var gefið út eftir að ákvörðun Skipulagsstofnunar lá fyrir í mars 2003 um að álverið þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Sigurður Örn Guðleifsson, lögmaður hjá Umhverfisstofnun, segir dóm Hæstaréttar hafa gefið ástæðu til þess að athuga hvort að afturkalla ætti stafsleyfi Alcoa, en ákveðið hafi verið að gera það ekki, meðal annars vegna þess að þeir leyfið hafa, hafi réttmætar væntingar um að halda því. Sigurður bendir enn fremur á að Alcoa hafi sent erindi til Skipulagsstofnunar á sínum tíma til þess að kanna það hvort þörf væri á öðru mati. Niðurstaða Skipulagstofnunar hafi verið sú að hið nýja álver þyrfti ekki að fara í mat og þá ákvörðun hafi umhverfisráðherra staðfest. Mistökin hafi legið þar en ekki hjá Alcoa. Þessi sjónarmið og mörg önnur vegist á og þurfi að skoða þegar tekin sé ákvörðun um það hvort Umhverfisstofnun eigi að afturkalla leyfið að eigin frumkvæði. Niðurstaða hennar sé sú að gera það ekki. Sigurður segir að ef umhverfismat kalli á breyttar forsendur geti verið að gefa þurfi út nýtt starfsleyfi en segir að í framhaldi af hagsmunamati nú þyki ekki rétt að afturkalla leyfið. Hjörleifur Guttormsson, sem kærði að ekki hafi farið fram sérstakt umhverfismat fyrir álver Alcoa, segist halda að Alcoa muni doka við með áframhaldandi framkvæmdir á meðan réttarstaðan sé svona óljós. Hann undrast ummæli umhverfisráðherra um að hægt sé að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hann segist ekki vita hvar umhverfisráðherra sé staddur með skoðun mála og segist undrandi á því hvað frá honum komi, að það sé formsatriði og hægt sé að halda áfram framkvæmdum eins og ekkert hafi í skorist. Þetta segi ekki aðili með heila hugsun sem hafi fengið í höfuðið afgreiðslu, sem annar ráðherra hafi reyndar unnið árið 2002. Hann telji að umhverfisráðuneytið þurfi að vanda sig ef það ætli að rétta af kúrsinn og bæta sína stöðu því það sé mikið áhyggjuefni hvernig þar sé gengið fram. Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ráðleggur þeim sem að málinu koma að staldra við með áframhaldandi framkvæmdir. Málið snúist ekki um hvort álver eigi að rísa heldur snúist það um fagleg vinnubrögð og umhverfisrétt. Hún telur það alvarlegt umhugsunarefni hvað ríkisstjórnin hafi fengið á sig marga dóma í málum sem hafi verið umdeild og þess vegna ratað í gegnum dómskerfið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Sjá meira