Fengu helmingi meiri launahækkun 10. júní 2005 00:01 Ráðherrar og þingmenn hafa fengið helmingi meiri launahækkun en aðrir í þjóðfélaginu frá árinu 2003. Þeir hafa fengið yfir tuttugu prósenta launahækkun á sama tíma og laun á almennum vinnumarkaði hafa hækkað um tíu prósent. Æðstu ráðamenn landsins fá tveggja prósenta launahækkun í júlí samkvæmt úrskurði Kjaradóms í gær. Hækkunin kemur til viðbótar þriggja prósenta hækkun um áramótin, sem var í takt við almenna kjarasamninga. Laun ráðamanna eru ekki árangurstengd. Í lögum um Kjaradóm segir að þau starfskjör sem hann ákveði skuli vera vera í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar. Enn fremur að Kjaradómur skuli taka tillit til þróunar kjaramála á vinnumarkaði. Ólafur Darri Andason, hagfræðingur ASÍ, bar saman launaþróun frá ársbyrjun 2003, almenna launaþróun og svo launahækkanir Kjaradóms. Hann segir að það hafi komið honum svolítið á óvart að þingmenn og ráðherrar hafi fengið helmingi meiri hækkanir en aðrir í þjóðfélaginu. Aðspurður hversu mikil hækkunin sé segir Ólafur Darri að honum sýnist að almennt hafi laun hækkað um 10 prósent en þingmenn og ráðherrar hafi fengið 20 prósenta hækkun á tímabilinu. Þá er ótalin sú kjarabót sem felst í eftirlaunafrumvarpinu sem þingheimur samþykkti sjálfum sér til handa. Í úrskurði Kjaradóms er tekið fram að erfitt geti verið að meta hvað raunverulega felist í almennum kjarasamningum. Launatöflur sýni tilteknar hækkarnir í prósentum en oft felist í samningunum margs konar önnur atriði sem valda því að laun hækka meira en launatöflur einar og sér segi til um. Ólafur Darri segir að í þeim launakerfisbreytingum sem gerðar hafi verið hafi aðallega verið reynt að hækka laun þeirra lægstlaunuðu og það megi velta því fyrir sér hvort Kjaradómur telji að þeir sem undir hann heyri eigi að sækja sér viðmið þar. Svo gripið sé niður í mánaðarlaun þeirra sem undir Kjaradóm falla má geta þess að eftir hækkunina verða mánaðarlaun forseta Íslands rúm ein og hálf milljón króna, forsætisráðherra fær 915 þúsund krónur og aðrir ráðherrar 825 þúsund. Hvort tveggja að meðtöldu þingfararkaupi sem verður 460 þúsund krónur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Ráðherrar og þingmenn hafa fengið helmingi meiri launahækkun en aðrir í þjóðfélaginu frá árinu 2003. Þeir hafa fengið yfir tuttugu prósenta launahækkun á sama tíma og laun á almennum vinnumarkaði hafa hækkað um tíu prósent. Æðstu ráðamenn landsins fá tveggja prósenta launahækkun í júlí samkvæmt úrskurði Kjaradóms í gær. Hækkunin kemur til viðbótar þriggja prósenta hækkun um áramótin, sem var í takt við almenna kjarasamninga. Laun ráðamanna eru ekki árangurstengd. Í lögum um Kjaradóm segir að þau starfskjör sem hann ákveði skuli vera vera í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar. Enn fremur að Kjaradómur skuli taka tillit til þróunar kjaramála á vinnumarkaði. Ólafur Darri Andason, hagfræðingur ASÍ, bar saman launaþróun frá ársbyrjun 2003, almenna launaþróun og svo launahækkanir Kjaradóms. Hann segir að það hafi komið honum svolítið á óvart að þingmenn og ráðherrar hafi fengið helmingi meiri hækkanir en aðrir í þjóðfélaginu. Aðspurður hversu mikil hækkunin sé segir Ólafur Darri að honum sýnist að almennt hafi laun hækkað um 10 prósent en þingmenn og ráðherrar hafi fengið 20 prósenta hækkun á tímabilinu. Þá er ótalin sú kjarabót sem felst í eftirlaunafrumvarpinu sem þingheimur samþykkti sjálfum sér til handa. Í úrskurði Kjaradóms er tekið fram að erfitt geti verið að meta hvað raunverulega felist í almennum kjarasamningum. Launatöflur sýni tilteknar hækkarnir í prósentum en oft felist í samningunum margs konar önnur atriði sem valda því að laun hækka meira en launatöflur einar og sér segi til um. Ólafur Darri segir að í þeim launakerfisbreytingum sem gerðar hafi verið hafi aðallega verið reynt að hækka laun þeirra lægstlaunuðu og það megi velta því fyrir sér hvort Kjaradómur telji að þeir sem undir hann heyri eigi að sækja sér viðmið þar. Svo gripið sé niður í mánaðarlaun þeirra sem undir Kjaradóm falla má geta þess að eftir hækkunina verða mánaðarlaun forseta Íslands rúm ein og hálf milljón króna, forsætisráðherra fær 915 þúsund krónur og aðrir ráðherrar 825 þúsund. Hvort tveggja að meðtöldu þingfararkaupi sem verður 460 þúsund krónur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira