Skipulagsmál helsta kosningamál 7. júní 2005 00:01 Tæpu ári fyrir næstu borgarstjórnarkosningar bendir flest til þess að skipulagsmál verði helsta kosningamálið. Fyrir rúmri viku kynntu sjálfstæðismenn hugmyndir um eyjabyggð í Reykjavík en í dag kynnti borgarfulltrúi R-listans tillögu um framtíðarbyggð á Vatnsmýrarsvæðinu með tengingu við Álftanes. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi R-listans, kynnti hugmyndirnar á borgarstjórnarfundi í dag, en þær ganga út á að Vatnsmýrin og Álftanes verði þróuð saman sem ein skipulagsheild og að Vatnsmýrin verði byggð upp í nánum tengslum við miðborgarsvæðið. Í hugmyndunum er gert ráð fyrir hraðbraut frá Skerjafirði út á Álftanes. Stefán Jón Hafstein segir að með því að leggja þverbraut yfir Skerjafjörð og yfir á Álftanes sem síðan tengist yfir í Hafnarfjörð þá opnist hringbraut í kringum miðborgarkjarnann sem nú verði framtíðarborgin fyrir höfuðborgarsvæið allt og þar með verði opnað fyrir gríðarlega möguleika fyrir nýja tegund umferðar auk þess sem létt verði á álagspunktum sem séu á umferðarmannvirkjum í borginni. Þannig fáist loksins sú hringtenging umhverfis miðbæinn sem alltaf hafi vantað. Reykjavíkurflugvöllur á að fara úr Vatnsmýrinni samkvæmt þessum tillögum og Stefán segir að það blasi við að hægt sé að finna lausnir sem menn geti sætt sig við. Í þessum nýju hugmyndum um skipulagsmál í borginni er gert ráð fyrir að Suðurgata liggi út á Álftanes og það verði grafin jarðgöng sem muni koma upp við álverið í Straumsvík. Með göngunum styttist leiðin úr miðborg Reykjavíkur til Keflavíkur umtalsvert. Stefán vekur athygli á því að það geti verið miklir hagsmunir fyrir landsbyggðina að hafa innanlandsflug nálægt miðborg Reykjavíkur en það séu mjög miklir hagsmunir fyrir miðborg Reykjavíkur að fljótfarnara sé út á alþjóðlegan flugvöll. Töluverður munur er á tillögum Reykjavíkurlistans og Sjálfstæðisflokksins um skipulag í miðborginni og ljóst að hart verður tekist á um skipulagsmálin í komandi kosningum. Stefán segir að tillagan sé mótspil við tillögu sjálfstæðismanna en með því að byggja uppfyllingar út á sundin og út í eyjar færist þungamiðjan í miðborginni vestur fyrir þann stað sem hún sé nú. R-listinn sé einhuga um það að miðborgin sé þungamiðjan og Vatnsmýrin færi þau tækifæri sem þau þrái. Aðspurður hvort þetta séu hans tillögur eða R-listans segir Stefán að þessi mál hafi verið rædd fram og aftur og einhugur sé innan R-listans um það að Vatnsmýrin sé næsta stóra tækifæri. Svo varpi fulltrúar listans á milli sín hugmyndum um það hvernig þeir sjái fyrir sér framtíðina. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Sjá meira
Tæpu ári fyrir næstu borgarstjórnarkosningar bendir flest til þess að skipulagsmál verði helsta kosningamálið. Fyrir rúmri viku kynntu sjálfstæðismenn hugmyndir um eyjabyggð í Reykjavík en í dag kynnti borgarfulltrúi R-listans tillögu um framtíðarbyggð á Vatnsmýrarsvæðinu með tengingu við Álftanes. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi R-listans, kynnti hugmyndirnar á borgarstjórnarfundi í dag, en þær ganga út á að Vatnsmýrin og Álftanes verði þróuð saman sem ein skipulagsheild og að Vatnsmýrin verði byggð upp í nánum tengslum við miðborgarsvæðið. Í hugmyndunum er gert ráð fyrir hraðbraut frá Skerjafirði út á Álftanes. Stefán Jón Hafstein segir að með því að leggja þverbraut yfir Skerjafjörð og yfir á Álftanes sem síðan tengist yfir í Hafnarfjörð þá opnist hringbraut í kringum miðborgarkjarnann sem nú verði framtíðarborgin fyrir höfuðborgarsvæið allt og þar með verði opnað fyrir gríðarlega möguleika fyrir nýja tegund umferðar auk þess sem létt verði á álagspunktum sem séu á umferðarmannvirkjum í borginni. Þannig fáist loksins sú hringtenging umhverfis miðbæinn sem alltaf hafi vantað. Reykjavíkurflugvöllur á að fara úr Vatnsmýrinni samkvæmt þessum tillögum og Stefán segir að það blasi við að hægt sé að finna lausnir sem menn geti sætt sig við. Í þessum nýju hugmyndum um skipulagsmál í borginni er gert ráð fyrir að Suðurgata liggi út á Álftanes og það verði grafin jarðgöng sem muni koma upp við álverið í Straumsvík. Með göngunum styttist leiðin úr miðborg Reykjavíkur til Keflavíkur umtalsvert. Stefán vekur athygli á því að það geti verið miklir hagsmunir fyrir landsbyggðina að hafa innanlandsflug nálægt miðborg Reykjavíkur en það séu mjög miklir hagsmunir fyrir miðborg Reykjavíkur að fljótfarnara sé út á alþjóðlegan flugvöll. Töluverður munur er á tillögum Reykjavíkurlistans og Sjálfstæðisflokksins um skipulag í miðborginni og ljóst að hart verður tekist á um skipulagsmálin í komandi kosningum. Stefán segir að tillagan sé mótspil við tillögu sjálfstæðismanna en með því að byggja uppfyllingar út á sundin og út í eyjar færist þungamiðjan í miðborginni vestur fyrir þann stað sem hún sé nú. R-listinn sé einhuga um það að miðborgin sé þungamiðjan og Vatnsmýrin færi þau tækifæri sem þau þrái. Aðspurður hvort þetta séu hans tillögur eða R-listans segir Stefán að þessi mál hafi verið rædd fram og aftur og einhugur sé innan R-listans um það að Vatnsmýrin sé næsta stóra tækifæri. Svo varpi fulltrúar listans á milli sín hugmyndum um það hvernig þeir sjái fyrir sér framtíðina.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Sjá meira