Fimm menn ákærðir vegna banaslyss 7. júní 2005 00:01 Fimm menn, sem allir störfuðu við framkvæmdirnar á Kárahnjúkasvæðinu, hafa verið kærðir fyrir brot á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, þann 15. mars í fyrra er ungur maður lést í vinnuslysi þegar tæplega fjörtíu kílóa þungt grjót hrundi ofan á hann úr hlíð Hafrahvammsgljúfurs. Einum mannanna, þáverandi framkvæmdastjóra verktakafyrirtækisins Arnarfells, er gefið að sök að hafa vanrækt skyldu til að bregðast við bráðri hættu á heilsutjóni eða vinnuslysum, með því að senda tvo starfsmenn til vinnu í Hafrahvammsgljúfri, þó honum hafi verið kunnugt um mikla hættu á grjóthruni vegna vaxandi lofthita á svæðinu dagana á undan. Starfsmennirnir tveir voru að merkja fyrir borun við bergvegginn þegar slysið varð. Fá fordæmi eru fyrir því hér á landi að starfsmenn fyrirtækja séu dæmdir til refsiábyrgðar fyrir brot af þessu tagi. Oftast nær eru fyrirtæki dæmd til greiðslu skaðabóta, án þess að starfsmenn séu dæmdir sérstaklega fyrir þeirra þátt. Að sögn Helga Jenssonar, sýslufulltrúa á Seyðisfirði, sem fer með málið fyrir hönd ríkissaksóknara, er hugsanlegt að málið verði fordæmisgefandi. "Það hafa ekki fallið margir dómar í hliðstæðum málum og þessum, í rauninni sárafáir. Mér er kunnugt um vinnuslys í Reykjavík þar sem einstaklingar voru dæmdir til refsiábyrgðar, en það er þó ekki efnislega eins og þetta mál og því verður þetta mál örugglega fordæmisgefandi að einhverju leyti". Tveir hina ákærðu voru starfsmenn eftirlitsfyrirtækis á vegum Landsvirkjunar þegar slysið varð, einn var framkvæmdastjóri undirverktaka Impregilo, Arnarfells, sem hinn látni starfaði hjá, og einn var yfirmaður eftirlits- og heilbrigðismála hjá Impregilo. Ef hinir ákærðu verða fundnir sekir um fyrrnefnd brot er einungis hægt að dæma þá til greiðslu sekta þar sem refsiramminn fyrir brot sem þessi gerir ekki ráð fyrir öðrum refsingum en sektum. Einum hinna ákærðu hafa ekki verið birtar ákærurnar þar sem hann var staddur erlendis þegar málið var þingfest í gærmorgun. Ákærðu neita allir sök og því fer málið í aðalmeðferð. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Fimm menn, sem allir störfuðu við framkvæmdirnar á Kárahnjúkasvæðinu, hafa verið kærðir fyrir brot á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, þann 15. mars í fyrra er ungur maður lést í vinnuslysi þegar tæplega fjörtíu kílóa þungt grjót hrundi ofan á hann úr hlíð Hafrahvammsgljúfurs. Einum mannanna, þáverandi framkvæmdastjóra verktakafyrirtækisins Arnarfells, er gefið að sök að hafa vanrækt skyldu til að bregðast við bráðri hættu á heilsutjóni eða vinnuslysum, með því að senda tvo starfsmenn til vinnu í Hafrahvammsgljúfri, þó honum hafi verið kunnugt um mikla hættu á grjóthruni vegna vaxandi lofthita á svæðinu dagana á undan. Starfsmennirnir tveir voru að merkja fyrir borun við bergvegginn þegar slysið varð. Fá fordæmi eru fyrir því hér á landi að starfsmenn fyrirtækja séu dæmdir til refsiábyrgðar fyrir brot af þessu tagi. Oftast nær eru fyrirtæki dæmd til greiðslu skaðabóta, án þess að starfsmenn séu dæmdir sérstaklega fyrir þeirra þátt. Að sögn Helga Jenssonar, sýslufulltrúa á Seyðisfirði, sem fer með málið fyrir hönd ríkissaksóknara, er hugsanlegt að málið verði fordæmisgefandi. "Það hafa ekki fallið margir dómar í hliðstæðum málum og þessum, í rauninni sárafáir. Mér er kunnugt um vinnuslys í Reykjavík þar sem einstaklingar voru dæmdir til refsiábyrgðar, en það er þó ekki efnislega eins og þetta mál og því verður þetta mál örugglega fordæmisgefandi að einhverju leyti". Tveir hina ákærðu voru starfsmenn eftirlitsfyrirtækis á vegum Landsvirkjunar þegar slysið varð, einn var framkvæmdastjóri undirverktaka Impregilo, Arnarfells, sem hinn látni starfaði hjá, og einn var yfirmaður eftirlits- og heilbrigðismála hjá Impregilo. Ef hinir ákærðu verða fundnir sekir um fyrrnefnd brot er einungis hægt að dæma þá til greiðslu sekta þar sem refsiramminn fyrir brot sem þessi gerir ekki ráð fyrir öðrum refsingum en sektum. Einum hinna ákærðu hafa ekki verið birtar ákærurnar þar sem hann var staddur erlendis þegar málið var þingfest í gærmorgun. Ákærðu neita allir sök og því fer málið í aðalmeðferð.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira