Ræða þrískiptingu ríkisvalds 7. júní 2005 00:01 Hvernig á að tryggja þrískiptingu ríkisvaldsins? Það er spurningin sem Þjóðarhreyfingin veltir upp á fundi í kvöld að gefnu tilefni og á fundarstað sem ekki er valinn af handahófi. Fundurinn verður í aðalsal Menntaskólans í Reykjavík og hefst klukkan 20. Framsögumennverða Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, lagaprófessorarnir Jónatan Þórmundsson og Sigurður Líndal, Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Þar verður fjallað um spurninguna hvernig hægt sé að tryggja þrískiptingu ríkisvaldsins, löggjafar-, dóms- og framkvæmdavalds. Kristrún Heimisdóttir segir að Þjóðarhreyfingin telji mikilvægt að ræða þessa spurningu. Undanfarið hafi komið upp hitamál hér á landi sem hafi varðað temprun ríkisvaldsins. Annars vegar hafi það verið Íraksmálið sem hafi varðað þá spurningu hvort Alþingi þyrfti ekki að hafa einhvers konar eftirlit með því sem framkvæmdavaldið gerir. Hins vegar hafi það verið fjölmiðlamálið sem hafi varðað það hversu langt mætti í ganga í nafni svokallaðs þingræðis. Ástæðan fyrir því að þetta mál er rætt nú er fyrirhuguð endurskoðun stjórnarskrárinnar sem Kristrún segir stjórnmálamenn hafi jafnan litið á sem sitt einkamál en stjórnarskrárnefnd hafi gefið í skyn að sú umræða yrði opnuð. En hvernig tryggir maður þrískiptingu ríkisvaldsins? Kristrún segist ekki hafa einhlítt svar við því en það sé spurning sem reynt hafi verið að svara í að minnsta kosti 200 ár. Hún telji að það skipti mjög miklu máli að allir sem fari með ríkisvald skilji að það sé takmarkað vald og að öðrum aðilum beri að tempra það. Það fari enginn með alvald innan nokkurs málaflokks lengur í nútímalegum stjórnarskrárríkjum. Eins og fyrr segir verður fundurinn í aðalsal Menntaskólans í Reykjavík og fundarstaðurinn er engin tilviljun. Kristrún segir salinn einn sögurfrægasta stað landsins og þáttur hans í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga sé geysilegur. Alþingi hafi verið endurreist í húsinu og fyrstu þingfundirnir hafi farið fram í salnum. Þá hafi þjóðfundurinn árið 1851 verið haldinn þar en þar hafi Jón Sigurðsson haft forgöngu um það að menn sögðu: Við mótmælum allir. Þjóðarhreyfinging velji þennan stað því hún vilji tengja umræðuna sem fram fari í byrjun 21. aldarinnar við lýðræðishefð Íslendinga og sögu landsins. Hreyfingin telji mikilvægt að þeirri hefð verði viðhaldið og að lýðræðið og stjórnskipanin verði áfram fyrir fólkið í landinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Hvernig á að tryggja þrískiptingu ríkisvaldsins? Það er spurningin sem Þjóðarhreyfingin veltir upp á fundi í kvöld að gefnu tilefni og á fundarstað sem ekki er valinn af handahófi. Fundurinn verður í aðalsal Menntaskólans í Reykjavík og hefst klukkan 20. Framsögumennverða Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, lagaprófessorarnir Jónatan Þórmundsson og Sigurður Líndal, Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Þar verður fjallað um spurninguna hvernig hægt sé að tryggja þrískiptingu ríkisvaldsins, löggjafar-, dóms- og framkvæmdavalds. Kristrún Heimisdóttir segir að Þjóðarhreyfingin telji mikilvægt að ræða þessa spurningu. Undanfarið hafi komið upp hitamál hér á landi sem hafi varðað temprun ríkisvaldsins. Annars vegar hafi það verið Íraksmálið sem hafi varðað þá spurningu hvort Alþingi þyrfti ekki að hafa einhvers konar eftirlit með því sem framkvæmdavaldið gerir. Hins vegar hafi það verið fjölmiðlamálið sem hafi varðað það hversu langt mætti í ganga í nafni svokallaðs þingræðis. Ástæðan fyrir því að þetta mál er rætt nú er fyrirhuguð endurskoðun stjórnarskrárinnar sem Kristrún segir stjórnmálamenn hafi jafnan litið á sem sitt einkamál en stjórnarskrárnefnd hafi gefið í skyn að sú umræða yrði opnuð. En hvernig tryggir maður þrískiptingu ríkisvaldsins? Kristrún segist ekki hafa einhlítt svar við því en það sé spurning sem reynt hafi verið að svara í að minnsta kosti 200 ár. Hún telji að það skipti mjög miklu máli að allir sem fari með ríkisvald skilji að það sé takmarkað vald og að öðrum aðilum beri að tempra það. Það fari enginn með alvald innan nokkurs málaflokks lengur í nútímalegum stjórnarskrárríkjum. Eins og fyrr segir verður fundurinn í aðalsal Menntaskólans í Reykjavík og fundarstaðurinn er engin tilviljun. Kristrún segir salinn einn sögurfrægasta stað landsins og þáttur hans í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga sé geysilegur. Alþingi hafi verið endurreist í húsinu og fyrstu þingfundirnir hafi farið fram í salnum. Þá hafi þjóðfundurinn árið 1851 verið haldinn þar en þar hafi Jón Sigurðsson haft forgöngu um það að menn sögðu: Við mótmælum allir. Þjóðarhreyfinging velji þennan stað því hún vilji tengja umræðuna sem fram fari í byrjun 21. aldarinnar við lýðræðishefð Íslendinga og sögu landsins. Hreyfingin telji mikilvægt að þeirri hefð verði viðhaldið og að lýðræðið og stjórnskipanin verði áfram fyrir fólkið í landinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira