Afhverju þessi slæma ímynd? 5. júní 2005 00:01 "Ég er jafnréttissinni en ég er sko alls enginn feministi!!" Þetta eru orð sem heyrast allt of oft koma út úr skoltinum á ólíklegasta fólki og alveg jafn mikið er um þessa ranghugmynd hjá bæði konum og körlum. Feminismi er skilgreindur af Feministafélagi Íslands þannig að sá sem áttar sig á því að jafnrétti hefur ekki enn verið náð og vill leggja sitt af mörkum til að sjá breytingar til hins betra, er feministi. Í orðabókum er feminismi oftast skilgreindur þannig að sá sem vill að konur og karlar fái jöfn tækifæri á öllum sviðum sé feministi. Hvað er þetta annað en að vera jafnréttissinni og hvað í ósköpunum er slæmt við það? Það er hreint og beint sorglegt að heyra fólk lýsa yfir neikvæðu áliti á feminisma, sérstaklega ungar stúlkur. Það virðist vera að þær átti sig ekki einu sinni á því hvað feministar fortíðarinnar hafa gert mikið fyrir þær. Þær eiga að vera þakklátar, því hvar væru konur án feminisma? Væru ungar stúlkur kannski enn að þrífa húsin með mæðrum sínum í stað þess að ganga í skóla með drengjunum? Væru konur nútíðarinnar enn taldar óhæfar til að eiga eignir eða ráða yfir fjármunum sínum? Mættu konur ekki kjósa? Jú, sú er einmitt raunin. Þetta eru réttindi sem feministar hafa barist fyrir í aldanna rás og þetta eru nokkur atriði af mörgum sem þeir hafa fengið breytt. Af hverju þá þessi slæma ímynd? Af hverju fordæmir fólk hópa sem berjast fyrir mannréttindum eins og þessum? Ég hef nokkrum sinnum heyrt einstaklinga lýsa yfir vandlætingu sinni á einstökum aðgerðum Feministafélagsins sem ég hef reyndar persónulega alls ekkert út á að setja þar sem ég tel að róttækar aðgerðir þurfi til að breytingar náist. En hins vegar dæmir fólk allan hópinn út frá einstakri aðgerð og alla hugmyndafræðina á bak við hugtakið feminismi. Ég tel það rangt að draga ályktanir á þennan hátt. Málið er að feministar eru jafn ólíkir og þeir eru margir og alls ekkert allir sammála um hvern einn og einasta hlut. Ef hins vegar einstaklingur er sammála skilgreiningunni hér fyrir ofan um feminisma, þá er hinn sami feministi. Viltu jafnrétti? Viltu gera eitthvað til þess að karlmenn og konur hafi jöfn tækifæri og ekki halli á annað kynið? Þá ertu feministi og þú skalt ekki voga þér að skammast þín fyrir að flokkast undir þá skilgreiningu. Berðu nafnbótina með stolti! Það sem virkilega skortir að mínu mati er fræðsla í skólum um feminisma. Ég lærði varla neitt um feminisma í skóla, hvorki grunnskóla né framhaldsskóla nema ég sæktist sérstaklega eftir því. Fyrir utan stutta umfjöllun um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og það er einfaldlega ekki nóg þó svo að stórkostlegur kvenskörungur hafi verið þar á ferð. Það þarf að útrýma þeim miklu fordómum sem feministar þurfa að lifa við. Fordómar spretta upp vegna vanþekkingar og einskis annars og þess vegna er nauðsynlegt að fræða krakka um grundvallarhugmyndir feminisma. Fyrir stuttu skrifaði ég grein um fegurðarsamkeppnir og gagnrýndi þær. Umsvifalaust var ég í kommentum á vefnum stimpluð gömul, feit, ljót, bitur og að sjálfsögðu feministi. Einungis það síðastnefnda er sannleikanum samkvæmt og það virtist óhjákvæmilegt að orðin feit, ljót, bitur og gömul fylgdu feministastimplinum. Ég er aðeins 22 ára gömul, sennilega undir kjörþyngd ef eitthvað er og alls ekkert ljótari en annað fólk að ég tel. Það er ekki aðeins feitt fólk sem gagnrýnir staðalímyndir. Það er ekki einungis ljótt og biturt fólk sem sér hið fáránlega við fegurðarsamkeppnir og það er ekki einungis gamalt fólk sem hefur gagnrýna hugsun og skoðanir sem það er óhrætt við að láta í ljós. Feministar eru heldur ekki einungis konur og þeir berjast ekki bara fyrir réttindum kvenna. Þeir berjast fyrir jafnrétti, sem fæst einungis með því að berjast fyrir réttindum þeirra sem hallar á. Því miður eru það í allt of mörgum og jafnvel flestum tilfellum konur. Feministar eiga hvorki fordóma né neikvætt viðhorf skilið. Borghildur Gunnarsdóttir -[email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borghildur Gunnarsdóttir Í brennidepli Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
"Ég er jafnréttissinni en ég er sko alls enginn feministi!!" Þetta eru orð sem heyrast allt of oft koma út úr skoltinum á ólíklegasta fólki og alveg jafn mikið er um þessa ranghugmynd hjá bæði konum og körlum. Feminismi er skilgreindur af Feministafélagi Íslands þannig að sá sem áttar sig á því að jafnrétti hefur ekki enn verið náð og vill leggja sitt af mörkum til að sjá breytingar til hins betra, er feministi. Í orðabókum er feminismi oftast skilgreindur þannig að sá sem vill að konur og karlar fái jöfn tækifæri á öllum sviðum sé feministi. Hvað er þetta annað en að vera jafnréttissinni og hvað í ósköpunum er slæmt við það? Það er hreint og beint sorglegt að heyra fólk lýsa yfir neikvæðu áliti á feminisma, sérstaklega ungar stúlkur. Það virðist vera að þær átti sig ekki einu sinni á því hvað feministar fortíðarinnar hafa gert mikið fyrir þær. Þær eiga að vera þakklátar, því hvar væru konur án feminisma? Væru ungar stúlkur kannski enn að þrífa húsin með mæðrum sínum í stað þess að ganga í skóla með drengjunum? Væru konur nútíðarinnar enn taldar óhæfar til að eiga eignir eða ráða yfir fjármunum sínum? Mættu konur ekki kjósa? Jú, sú er einmitt raunin. Þetta eru réttindi sem feministar hafa barist fyrir í aldanna rás og þetta eru nokkur atriði af mörgum sem þeir hafa fengið breytt. Af hverju þá þessi slæma ímynd? Af hverju fordæmir fólk hópa sem berjast fyrir mannréttindum eins og þessum? Ég hef nokkrum sinnum heyrt einstaklinga lýsa yfir vandlætingu sinni á einstökum aðgerðum Feministafélagsins sem ég hef reyndar persónulega alls ekkert út á að setja þar sem ég tel að róttækar aðgerðir þurfi til að breytingar náist. En hins vegar dæmir fólk allan hópinn út frá einstakri aðgerð og alla hugmyndafræðina á bak við hugtakið feminismi. Ég tel það rangt að draga ályktanir á þennan hátt. Málið er að feministar eru jafn ólíkir og þeir eru margir og alls ekkert allir sammála um hvern einn og einasta hlut. Ef hins vegar einstaklingur er sammála skilgreiningunni hér fyrir ofan um feminisma, þá er hinn sami feministi. Viltu jafnrétti? Viltu gera eitthvað til þess að karlmenn og konur hafi jöfn tækifæri og ekki halli á annað kynið? Þá ertu feministi og þú skalt ekki voga þér að skammast þín fyrir að flokkast undir þá skilgreiningu. Berðu nafnbótina með stolti! Það sem virkilega skortir að mínu mati er fræðsla í skólum um feminisma. Ég lærði varla neitt um feminisma í skóla, hvorki grunnskóla né framhaldsskóla nema ég sæktist sérstaklega eftir því. Fyrir utan stutta umfjöllun um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og það er einfaldlega ekki nóg þó svo að stórkostlegur kvenskörungur hafi verið þar á ferð. Það þarf að útrýma þeim miklu fordómum sem feministar þurfa að lifa við. Fordómar spretta upp vegna vanþekkingar og einskis annars og þess vegna er nauðsynlegt að fræða krakka um grundvallarhugmyndir feminisma. Fyrir stuttu skrifaði ég grein um fegurðarsamkeppnir og gagnrýndi þær. Umsvifalaust var ég í kommentum á vefnum stimpluð gömul, feit, ljót, bitur og að sjálfsögðu feministi. Einungis það síðastnefnda er sannleikanum samkvæmt og það virtist óhjákvæmilegt að orðin feit, ljót, bitur og gömul fylgdu feministastimplinum. Ég er aðeins 22 ára gömul, sennilega undir kjörþyngd ef eitthvað er og alls ekkert ljótari en annað fólk að ég tel. Það er ekki aðeins feitt fólk sem gagnrýnir staðalímyndir. Það er ekki einungis ljótt og biturt fólk sem sér hið fáránlega við fegurðarsamkeppnir og það er ekki einungis gamalt fólk sem hefur gagnrýna hugsun og skoðanir sem það er óhrætt við að láta í ljós. Feministar eru heldur ekki einungis konur og þeir berjast ekki bara fyrir réttindum kvenna. Þeir berjast fyrir jafnrétti, sem fæst einungis með því að berjast fyrir réttindum þeirra sem hallar á. Því miður eru það í allt of mörgum og jafnvel flestum tilfellum konur. Feministar eiga hvorki fordóma né neikvætt viðhorf skilið. Borghildur Gunnarsdóttir -[email protected]
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun