Alfreð vill flugvöllinn burt 2. júní 2005 00:01 Alfreð Þorsteinsson, Framsóknarflokki og borgarfulltrúi R-listans, telur tímabært að höggva á hnútinn um Reykjavíkurflugvöll og Vatnsmýrina. Hann vill reisa nýjan flugvöll á uppfyllingu við svonefnd Löngusker í Skerjafirði og segir það ekki kostnaðarsamara en að reisa orkuver á Hellisheiði. Alfreð telur ástæðu til að skoða nánar tillögur Sjálfstæðisflokksins um byggð á eyjunum við sundin norðan Reykjavíkur. "Hins vegar er alveg ljóst að þessi mál eru ekki næsta stóra viðfangsefnið á sviði skipulagsmála í Reykjavík. Þar hlýtur Vatnsmýrin að koma á undan. Hvorki Sjálfstæðiflokkurinn né R-listinn geta skotið sér undan því að taka afstöðu um framtíð Reykjavíkurflugvallar." Alfreð segir ljóst að aldrei muni nást sátt um að Reykjavíkurflugvöllur verði í Vatnsmýrinni til frambúðar, hvorki í núverandi mynd né smækkaðri. "Jafnljóst er að það er skylda Reykjavíkur sem höfuðborgar að greiðar flugsamgöngur séu í næsta nágrenni borgarinnar og þá er ég ekki að tala um Keflavíkurflugvöll heldur flugvöll sem staðsettur yrði nær höfuðborginni. Kostnaður við nýjan flugvöll ásamt landfyllingu og vegagerð gæti numið 10-20 milljörðum króna, en á móti koma tekjur af sölu lóða í Vatnsmýrinni langt umfram þennan kostnað," segir Alfreð. Hugmyndin um flugvöll á Lönguskerjum er ekki ný af nálinni, segir Alfreð og bendir á að framsóknarmenn hafi meðal annarra lagt fram hugmynd í þá veru í borgarstjórn fyrir um 30 árum. Einnig hafi Hrafn Gunnlaugsson gert henni skil í sjónvarpsmynd um framtíðarsýn sína um skipulag höfuðborgarinnar. "Þetta er einfaldlega skynsamlegt og arðsamt verkefni fyrir borgina og ríkið." Alfreð Þorsteinsson fjallar nánar um skipulagshugmyndir sínar, Sjálfstæðisflokkinn og fleira í viðtali við Fréttablaðið á morgun, laugardag. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira
Alfreð Þorsteinsson, Framsóknarflokki og borgarfulltrúi R-listans, telur tímabært að höggva á hnútinn um Reykjavíkurflugvöll og Vatnsmýrina. Hann vill reisa nýjan flugvöll á uppfyllingu við svonefnd Löngusker í Skerjafirði og segir það ekki kostnaðarsamara en að reisa orkuver á Hellisheiði. Alfreð telur ástæðu til að skoða nánar tillögur Sjálfstæðisflokksins um byggð á eyjunum við sundin norðan Reykjavíkur. "Hins vegar er alveg ljóst að þessi mál eru ekki næsta stóra viðfangsefnið á sviði skipulagsmála í Reykjavík. Þar hlýtur Vatnsmýrin að koma á undan. Hvorki Sjálfstæðiflokkurinn né R-listinn geta skotið sér undan því að taka afstöðu um framtíð Reykjavíkurflugvallar." Alfreð segir ljóst að aldrei muni nást sátt um að Reykjavíkurflugvöllur verði í Vatnsmýrinni til frambúðar, hvorki í núverandi mynd né smækkaðri. "Jafnljóst er að það er skylda Reykjavíkur sem höfuðborgar að greiðar flugsamgöngur séu í næsta nágrenni borgarinnar og þá er ég ekki að tala um Keflavíkurflugvöll heldur flugvöll sem staðsettur yrði nær höfuðborginni. Kostnaður við nýjan flugvöll ásamt landfyllingu og vegagerð gæti numið 10-20 milljörðum króna, en á móti koma tekjur af sölu lóða í Vatnsmýrinni langt umfram þennan kostnað," segir Alfreð. Hugmyndin um flugvöll á Lönguskerjum er ekki ný af nálinni, segir Alfreð og bendir á að framsóknarmenn hafi meðal annarra lagt fram hugmynd í þá veru í borgarstjórn fyrir um 30 árum. Einnig hafi Hrafn Gunnlaugsson gert henni skil í sjónvarpsmynd um framtíðarsýn sína um skipulag höfuðborgarinnar. "Þetta er einfaldlega skynsamlegt og arðsamt verkefni fyrir borgina og ríkið." Alfreð Þorsteinsson fjallar nánar um skipulagshugmyndir sínar, Sjálfstæðisflokkinn og fleira í viðtali við Fréttablaðið á morgun, laugardag.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira