Endurvinnsla auk kjaftasagna 2. júní 2005 00:01 Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir ekkert undarlegt við það að hæsta tilboði í Landsbankann hafi ekki verið tekið á sínum tíma. Honum virðist umfjöllun Fréttablaðsins um einkavæðinguna vera endurvinnsla á gamalli skýrslu með nokkrum kjaftasögum sem lítið sé til í. Í umfjöllun Fréttablaðsins er því meðal annars haldið fram að stjórnarsamstarfið hafi verið í hættu á meðan á ferlinu stóð og að formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi átt beinan þátt í að stýra bönkunum í hendur þóknanlegra aðila. Davíð segist ekki hafa lesið greinarnar ítarlega en sýnist sem svo að þetta sé meira umbúðir en efni. Þetta sé í meginefnum skýrsla Ríkisendurskoðunar, án þess að þess sé getið, sem var búið að birta og ræða í þinginu. Svo sé búið að bæta við nokkrum kjaftasögum eins og „rjóma á súkkulaðiköku“. Í þeim sögum sé hins vegar lítið til að sögn Davíðs. Það að hæsta tilboði var ekki tekið í Landsbankann er meðal röksemda fyrir því að kaupendur hafi verið handvaldir. Davíð segir öll verðin hafa verið innan skekkjumarka miðað við stærð verkefnisins, auk þess sem litið var til fleiri hluta en verðsins vegna mikilvægis Landsbankans sem stofnunar, s.s. reynslu manna, fjármuna og trygginga. Davíð segir menn vissulega hafa lært af reynslunni og þeirri gagnrýni sem fram hefur komið og tekið sé tillit til hennar við söluna á Símanum. Nú sé reynt að einangra aðra þætti en verðið á fyrri stigum tilboðsferilsins þannig að búið verði að bera hugsanlega kaupendur saman hvað það varðar, þannig að þegar „umslagið sé opnað“ geti krónutalan ein ráðið ferðinni. Þá sé líka erfiðara að halda því fram að utanríkisráðherra og forsætisráðherra velji kaupendur, þó einhverjir muni líklega reyna það að sögn Davíðs. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira
Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir ekkert undarlegt við það að hæsta tilboði í Landsbankann hafi ekki verið tekið á sínum tíma. Honum virðist umfjöllun Fréttablaðsins um einkavæðinguna vera endurvinnsla á gamalli skýrslu með nokkrum kjaftasögum sem lítið sé til í. Í umfjöllun Fréttablaðsins er því meðal annars haldið fram að stjórnarsamstarfið hafi verið í hættu á meðan á ferlinu stóð og að formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi átt beinan þátt í að stýra bönkunum í hendur þóknanlegra aðila. Davíð segist ekki hafa lesið greinarnar ítarlega en sýnist sem svo að þetta sé meira umbúðir en efni. Þetta sé í meginefnum skýrsla Ríkisendurskoðunar, án þess að þess sé getið, sem var búið að birta og ræða í þinginu. Svo sé búið að bæta við nokkrum kjaftasögum eins og „rjóma á súkkulaðiköku“. Í þeim sögum sé hins vegar lítið til að sögn Davíðs. Það að hæsta tilboði var ekki tekið í Landsbankann er meðal röksemda fyrir því að kaupendur hafi verið handvaldir. Davíð segir öll verðin hafa verið innan skekkjumarka miðað við stærð verkefnisins, auk þess sem litið var til fleiri hluta en verðsins vegna mikilvægis Landsbankans sem stofnunar, s.s. reynslu manna, fjármuna og trygginga. Davíð segir menn vissulega hafa lært af reynslunni og þeirri gagnrýni sem fram hefur komið og tekið sé tillit til hennar við söluna á Símanum. Nú sé reynt að einangra aðra þætti en verðið á fyrri stigum tilboðsferilsins þannig að búið verði að bera hugsanlega kaupendur saman hvað það varðar, þannig að þegar „umslagið sé opnað“ geti krónutalan ein ráðið ferðinni. Þá sé líka erfiðara að halda því fram að utanríkisráðherra og forsætisráðherra velji kaupendur, þó einhverjir muni líklega reyna það að sögn Davíðs.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira