Segir DV á gráu svæði 31. maí 2005 00:01 Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður segir DV á gráu svæði með að hafa birt nafn og myndir af Íslendingi sem liggur þungt haldinn á spítala vegna hermannaveiki. Með hliðsjón af persónuvernd sé hugsanlegt að DV hafi brotið lög. Landlæknir telur blaðið hafa farið yfir velsæmismörk. Í bréfi sem Sigurður Guðmundsson landlæknir skrifaði ritstjóra DV kemur fram að blaðið hafi farið langt yfir þau mörk sem flestir virði um sjúklinga og einkamál þeirra, en DV birti frétt um Íslending sem liggur þungt haldinn á spítala vegna hermannaveiki. DV birti mynd af manninum sem og nafn hans og segir landlæknir að í lögum um réttindi sjúklinga sé lögð rík áhersla á þagnarskyldu heilbrigðisstétta og almenn siðferðiskennd segi flestum að hið sama gildi um almenning. Aðspurður hvort í einhverjum tilvikum sé leyfilegt að greina frá upplýsingum sem þessum segir Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður að þarna vegist á tjáningarfrelsið og friðhelgi einkalífsins. Sjúkraupplýsingar þyki með viðkvæmustu persónuupplýsingum og það sé sérstaklega tekið fram í lögum um persónuvernd. Menn verði því að fara afar varlega í að greina frá veikindum fólks eða einhverju úr sjúkrasögu þess. Atli segir aðspurður að í raun skipti ekki máli hver eigi í hlut. Menn hafi verið dæmdir fyrir ummæli og að birta fréttir sem þessa, en það kallist að fremja ólögmæta meingerð gagnvart viðkomandi einstaklingi og menn geti orðið bæði skaðbóta- og miskabótaskyldir fyrir þær sakir. Fordæmi séu í Hæstarétti fyrir því. Atli þorir ekki að segja til um hvort DV myndi tapa ef viðkomandi færi í mál við blaðið en hann segir þó að það kæmi ekki á óvart. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður segir DV á gráu svæði með að hafa birt nafn og myndir af Íslendingi sem liggur þungt haldinn á spítala vegna hermannaveiki. Með hliðsjón af persónuvernd sé hugsanlegt að DV hafi brotið lög. Landlæknir telur blaðið hafa farið yfir velsæmismörk. Í bréfi sem Sigurður Guðmundsson landlæknir skrifaði ritstjóra DV kemur fram að blaðið hafi farið langt yfir þau mörk sem flestir virði um sjúklinga og einkamál þeirra, en DV birti frétt um Íslending sem liggur þungt haldinn á spítala vegna hermannaveiki. DV birti mynd af manninum sem og nafn hans og segir landlæknir að í lögum um réttindi sjúklinga sé lögð rík áhersla á þagnarskyldu heilbrigðisstétta og almenn siðferðiskennd segi flestum að hið sama gildi um almenning. Aðspurður hvort í einhverjum tilvikum sé leyfilegt að greina frá upplýsingum sem þessum segir Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður að þarna vegist á tjáningarfrelsið og friðhelgi einkalífsins. Sjúkraupplýsingar þyki með viðkvæmustu persónuupplýsingum og það sé sérstaklega tekið fram í lögum um persónuvernd. Menn verði því að fara afar varlega í að greina frá veikindum fólks eða einhverju úr sjúkrasögu þess. Atli segir aðspurður að í raun skipti ekki máli hver eigi í hlut. Menn hafi verið dæmdir fyrir ummæli og að birta fréttir sem þessa, en það kallist að fremja ólögmæta meingerð gagnvart viðkomandi einstaklingi og menn geti orðið bæði skaðbóta- og miskabótaskyldir fyrir þær sakir. Fordæmi séu í Hæstarétti fyrir því. Atli þorir ekki að segja til um hvort DV myndi tapa ef viðkomandi færi í mál við blaðið en hann segir þó að það kæmi ekki á óvart.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira