Vildi kynna sér fiskiðnað 31. maí 2005 00:01 Dr. A.P.J. Abdul Kamal byrjaði gærdaginn á því að heimsækja frystitogarann Engeyju RE 1, sem HB Grandi gerir út. Eggert Guðmundsson, forstjóri HB Granda tók á móti honum og hélt stutta tölu um fyrirtækið og íslenskan sjávarútveg. Síðan fór forsetinn í kynnisferð um skipið. Það var sérstök ósk dr. Kamal að fá tækifæri til að kynnast íslenskum fiskiðnaði í heimsókninni. Hann er er fæddur í indverskri verkamannafjölskyldu í strandhéraðinu Rameswaran í Indlandi. Eftir skoðunarferðina var farið á fund Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra, í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Í lok fundarins var undirrituð bókun um efni loftferðasamnings milli Íslands og Indlands og voru Halldór og dr. Kalam viðstaddir undirritunina. Við sama tækifæri var undirritiðu viljayfirlýsing um samráð milli utanríkisráðuneyta landanna. Síðar um daginn snæddu Halldór og Indlandsforseti hádegisverð í sumarbústað forsætisráðherra á Þingvöllum, en í millitíðinni fór forsetinn ásamt föruneyti sínu á Nesjavelli. Forsetinn kom síðdegis til Reykjavíkur fór þá beint á vetnisstöðina. Þaðan fékk hann far ásamt föruneyti sínu með einum vetnisstrætisvagnanna upp í höfuðstöðvar Orkuveitunnar, en þar var ráðstefna um hreina orku og tilraunir með vetni á Íslandi. Síðasti liðurinn í heimsókn forsetans var síðan indversk menningardagskrá í Gerðarsafni í Kópavogi. Indverskir fjölmiðlar virðast hafa sýnt heimsókn Indlandsforsta mikinn áhuga. Íslenskir embættismenn mundu ekki eftir jafnmiklum fjölda af erlendum blaðamönnum í opinberri heimsókn til Íslands. Ekki dugði minna en ein rúta sem tekin var á leigu til að flytja indverska fjölmiðlamenn á milli staða. Opinberri heimsókn Indlandsforseta lýkur í dag og ráðgert að hann fari úr landi stuttu fyrir hádegi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira
Dr. A.P.J. Abdul Kamal byrjaði gærdaginn á því að heimsækja frystitogarann Engeyju RE 1, sem HB Grandi gerir út. Eggert Guðmundsson, forstjóri HB Granda tók á móti honum og hélt stutta tölu um fyrirtækið og íslenskan sjávarútveg. Síðan fór forsetinn í kynnisferð um skipið. Það var sérstök ósk dr. Kamal að fá tækifæri til að kynnast íslenskum fiskiðnaði í heimsókninni. Hann er er fæddur í indverskri verkamannafjölskyldu í strandhéraðinu Rameswaran í Indlandi. Eftir skoðunarferðina var farið á fund Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra, í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Í lok fundarins var undirrituð bókun um efni loftferðasamnings milli Íslands og Indlands og voru Halldór og dr. Kalam viðstaddir undirritunina. Við sama tækifæri var undirritiðu viljayfirlýsing um samráð milli utanríkisráðuneyta landanna. Síðar um daginn snæddu Halldór og Indlandsforseti hádegisverð í sumarbústað forsætisráðherra á Þingvöllum, en í millitíðinni fór forsetinn ásamt föruneyti sínu á Nesjavelli. Forsetinn kom síðdegis til Reykjavíkur fór þá beint á vetnisstöðina. Þaðan fékk hann far ásamt föruneyti sínu með einum vetnisstrætisvagnanna upp í höfuðstöðvar Orkuveitunnar, en þar var ráðstefna um hreina orku og tilraunir með vetni á Íslandi. Síðasti liðurinn í heimsókn forsetans var síðan indversk menningardagskrá í Gerðarsafni í Kópavogi. Indverskir fjölmiðlar virðast hafa sýnt heimsókn Indlandsforsta mikinn áhuga. Íslenskir embættismenn mundu ekki eftir jafnmiklum fjölda af erlendum blaðamönnum í opinberri heimsókn til Íslands. Ekki dugði minna en ein rúta sem tekin var á leigu til að flytja indverska fjölmiðlamenn á milli staða. Opinberri heimsókn Indlandsforseta lýkur í dag og ráðgert að hann fari úr landi stuttu fyrir hádegi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira