R-lista viðræðum verður framhaldið 29. maí 2005 00:01 Vinstri hreyfingin grænt framboð vill halda áfram viðræðum um framtíð R-listans í Reykjavík. Félagsfundur hjá VG í Reykjavík samþykkti ályktun þessa efnis í gær en ljóst er að flokkurinn leggur þunga áherslu á jafna skiptingu sæta á hugsanlegum framboðslista R-listans. "Við reiknum með því að R-listinn verði mannaður samkvæmt jafnræði milli flokka eins og verið hefur hingað til og lítum á það sem eina af burðarstoðum listans", segir Þorleifur Gunnlaugsson varaformaður stjórnar VG í Reykjavík og fulltrúi flokksins í viðræðunefnd um framtíð R-listans. Hann segir hugmyndir Samfylkingarinnar um prófkjör ósanngjarnar þar sem flokkurinn hafi meðal annars stundað mikla smölun fólks í flokkinn að undanförnu og því yrði prófkjör aldrei haldið á jafnréttisgrunni. "Þar að auki vilja Vinstri-grænir að flokkarnir verði sýnilegir í þessi samstarfi en ekki ósýnilegir", segir Þorleifur. Hann segir skiptar skoðanir innan flokksins um stöðu óháðra á listanum og enga ákvörðun tekna um það mál. Páll Halldórsson fulltrúi Samfylkingarinnar í viðræðunefnd R-lista flokkanna hafði það eitt um ályktun Vinstri-grænna að segja að hann hafi alltaf gert ráð fyrir að viðræðum yrði haldið áfram og að hann muni svara öðrum tillögum Vinstri grænna á réttum vettvangi. Þorláki Björnssyni fulltrúi Framsóknarmanna í viðræðunefndinni finnst ákvörðun Vinstri-grænna sjálfsögð og það hefði komið honum á óvart ef sú ákvörðun hefði farið á annan veg. "Mér finnst þetta engin frétt," segir Þorlákur sem finnst sjálfsagt að láta reyna á viðræður um samstarf en ekki sé útséð með að það verði R-listi. Hann segir R-listann hafa lyft grettistaki í mörgum málum og að því leyti eftirsjá að honum ef ekki næst samkomulag. Hins vegar sé ekki hægt að dvelja við fortíðina og því sé spurningin nú hvort R-listinn eigi rétt á sér fyrir framtíðina. Næsti fundur viðræðunefndar R-listaflokkana verður á morgun. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Sjá meira
Vinstri hreyfingin grænt framboð vill halda áfram viðræðum um framtíð R-listans í Reykjavík. Félagsfundur hjá VG í Reykjavík samþykkti ályktun þessa efnis í gær en ljóst er að flokkurinn leggur þunga áherslu á jafna skiptingu sæta á hugsanlegum framboðslista R-listans. "Við reiknum með því að R-listinn verði mannaður samkvæmt jafnræði milli flokka eins og verið hefur hingað til og lítum á það sem eina af burðarstoðum listans", segir Þorleifur Gunnlaugsson varaformaður stjórnar VG í Reykjavík og fulltrúi flokksins í viðræðunefnd um framtíð R-listans. Hann segir hugmyndir Samfylkingarinnar um prófkjör ósanngjarnar þar sem flokkurinn hafi meðal annars stundað mikla smölun fólks í flokkinn að undanförnu og því yrði prófkjör aldrei haldið á jafnréttisgrunni. "Þar að auki vilja Vinstri-grænir að flokkarnir verði sýnilegir í þessi samstarfi en ekki ósýnilegir", segir Þorleifur. Hann segir skiptar skoðanir innan flokksins um stöðu óháðra á listanum og enga ákvörðun tekna um það mál. Páll Halldórsson fulltrúi Samfylkingarinnar í viðræðunefnd R-lista flokkanna hafði það eitt um ályktun Vinstri-grænna að segja að hann hafi alltaf gert ráð fyrir að viðræðum yrði haldið áfram og að hann muni svara öðrum tillögum Vinstri grænna á réttum vettvangi. Þorláki Björnssyni fulltrúi Framsóknarmanna í viðræðunefndinni finnst ákvörðun Vinstri-grænna sjálfsögð og það hefði komið honum á óvart ef sú ákvörðun hefði farið á annan veg. "Mér finnst þetta engin frétt," segir Þorlákur sem finnst sjálfsagt að láta reyna á viðræður um samstarf en ekki sé útséð með að það verði R-listi. Hann segir R-listann hafa lyft grettistaki í mörgum málum og að því leyti eftirsjá að honum ef ekki næst samkomulag. Hins vegar sé ekki hægt að dvelja við fortíðina og því sé spurningin nú hvort R-listinn eigi rétt á sér fyrir framtíðina. Næsti fundur viðræðunefndar R-listaflokkana verður á morgun.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Sjá meira