Gleymdist að ræða verðið 28. maí 2005 00:01 Í upphafi árs 2001 hafði ráðherranefndin, sem í sátu Davíð Oddsson forsætisráðherra, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra, falið framkvæmdanefnd um einkavæðingu að undirbúa sölu kjölfestuhlutar í Landsbankanum til erlends fjárfestis. Nefndin lagði til að stór hluti í bankanum, þriðjungur hið minnsta, yrði seldur til kjölfestufjárfestis með forvali og síðan lokuðu útboði. Skilyrði var að salan á eignarhlutnum leiddi til aukinnar samkeppni á íslenskum fjármálamarkaði og yki fjármagnshæfi hans. Nefndin taldi að sala til erlends banka hefði meðal annars jákvæð áhrif á fjármálamarkaðinn og hagkerfið. Lögð yrði áhersla á að eftirstandandi hlutur ríkisins yrði seldur almenningi og fagfjárfestum, þó ekki fyrr en sölu til kjölfestufjárfestis væri lokið. Söluferlið í gang fyrir alvöru Í júnílok var auglýst eftir ráðgjafa til sölunnar. Í tilkynningu frá framkvæmdanefnd um einkavæðingu 10. ágúst 2001 kemur fram að tilboð um ráðgjöf hafi borist frá sex fyrirtækjum og 17. ágúst var tilkynnt um það að alþjóðlegi fjárfestingabankinn HSBC hafi verið valinn. HSBC vann tillögur að aðgerðaráætlun fyrir sölu Landsbankans fyrir framkvæmdanefndina í ágúst og september 2001, verðmat bankann og vann kynningargögn ásamt Landsbankanum. Í byrjun október var söluferlið sett í gang með því að senda bréf til valdra banka sem taldir voru uppfylla skilyrði nefndarinnar og líklegir þóttu til að sýna Landsbankanum áhuga. Einnig þóttu bankarnir vera álitlegir kostir fyrir Landsbankann og íslenskan fjármálamarkað. Bönkunum var skipt upp í tvo flokka. Í A-flokki voru sjö bankar frá Norðurlöndunum og Bandaríkjunum sem voru taldir áhugaverðustu kostirnir fyrir Landsbankann. í B-flokki voru voru 17 bankar frá sjö löndum sem HSBC taldi að ólíklegra væri að sýndu Landsbankanum áhuga. Í október og nóvember var haft samband við hina útvöldu banka og þeim gefinn kostur á frekari upplýsingum um Landsbankann jafnframt því sem nokkrir aðrir aðilar sýndu bankanum áhuga. Vonbrigði yfir dræmum áhuga Tveir erlendir bankar lýstu yfir áhuga á frekari viðræðum, en hinn dræmi áhugi olli framkvæmdanefndinni vonbrigðum. HSBC ráðlagði að auglýsa ekki að nýju eða lengja tímafrestinn þar sem meðal annars mætti rekja dræma þátttöku til erfiðs efnahagsástands sem myndaðist í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum 11. september sama ár. Hinn 27. nóvember 2001 sendi framkvæmdanefndin tilkynningu inn á Verðbréfaþing þess eðlis að tímafrestur sem HSBC hafi gefið hugsanlegum kjölfestufjárfestum til að tilkynna áhuga sinn á bankanum sé liðinn. Ákveðið hafi verið að halda kynningarfundi með þeim sem þess óskuðu. Þeir sem sýndu áhuga hafi óskað eftir nafnleynd, sem fallist hafi verið á, og því verði ekki veittar upplýsingar um nöfn eða fjölda þátttakenda. Framkvæmdanefndin hóf viðræður við erlendu bankana tvo sem höfðu sýnt áhuga. Ákveðið var að halda áfram viðræðum við báða bankana í stað þess að velja annan þeirra og vonaðist framkvæmdanefndin til þess að það yrði til þess að þannig mætti viðhalda samkeppni þeirra á milli. HSBC reyndi samtímis árangurslaust að opna fyrir viðræður við fleiri aðila eftir sínum leiðum. Sölu frestað Áætlað hafði verið að í lok nóvember 2001 lægju fyrir tilboð í bankann. Það gekk hins vegar ekki eftir og tilkynnti framkvæmdanefndin hinn 21. desember að vegna erfiðra markaðsskilyrða væri ljóst að ekki myndi ganga eftir að sala á kjölfestuhlut í Landsbankanum færi fram fyrir árslok. "Vegna þessa hefur verið ákveðið að fresta frekari sölukynningu þar til síðar," sagði í tilkynningunni. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra sagði í viðtali við fjölmiðla við þetta tækifæri að viðræður hefðu litið vel út í upphafi en markaðsaðstæður erlendis hafi versnað mjög á miðju tímabilinu þegar hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin dundu yfir. Það hafi verið ein helsta ástæðan fyrir því að salan hafi ekki tekist í þessari lotu. Hins vegar fylgist stjórnvöld grannt með aðstæðum á markaði og ætli að selja um leið og tækifæri gefst og tilboð berist sem feli í sér gott verð. Framkvæmdanefndin hóf því næst undirbúning að sölu 20 prósenta hlut ríkisins í bankanum sem selja átti á innlendum markaði 14. júní 2002. Á þessum tíma höfðu tilraunir til að selja Símann nýverið farið út um þúfur eftir um tveggja ára undirbúningsvinnu framkvæmdanefndar um einkavæðingu og tilheyrandi fjárfestingu af hendi ríkissjóðs. Í lok janúar 2002 sagði Hreinn Loftsson sig úr framkvæmdanefnd og tók Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu við sæti hans. Auk þess að sinna formennsku í nefndinni hafði Hreinn starfað undanfarin ár sem stjóranrformaður Baugs. Hreinn gaf þá skýringu á úrsögn sinni að Davíð Oddsson forsætisráðherra hefði í umræðum á Alþingi um miðjan janúar deilt hart á Baug og stjórnendur þess. Þau ummæli hafi orðið til þess að Hreinn teldi sér í raun ókleift að sitja áfram í framkvæmdanefnd. Lægra útboðsgengi en eðlilegt þótti Bréfin í Landsbankann voru seld í gegn um viðskiptakerfi Verðbréfaþings Íslands. Ákveðið hafði verið að selja þau á markaðsverði miðað við gengi á þeim tíma. Landsbankinn setti sjálfur inn sölutilboð í Kauphöllinni og kannaði jafnframt áhuga fagfjárfesta og miðlaði hlutum til þeirra. Eftir að eftirspurn hafði verið greind var útboðsgengið var ákveðið 3,50 fyrstu þrjá daga útboðsins en gert var ráð fyrir að útboðið gæti staðið í einn mánuð. Útboðinu lauk hins vegar á fimmtán mínútum. Enginn mátti kaupa meira en 4 prósent af heildarhlutafé Landsbankans en sölurnar voru um 90 alls. Ríkisendurskoðandi hefur bent á að gengið hafi á sama tíma farið í 3, 69 á markaði og því hefði ekki verið óeðlilegt að byrja á ívið hærra gengi en 3,5. Landsbankinn hafði dagana fyrir útboðið kynnt bankann og athugað hvaða verð stærri aðilar voru tilbúnir að greiða, það er, í óformlegum viðræðum. Heildarsöluverð bréfanna var 4.792 milljarðar. Meðalgengi á bréfum í Landsbankanum sama dag og útboðið fór fram var 3,70, eða talsvert hærra en útboðsgengið. Gengi bréfanna fór ekki niður fyrir 3,63 næstu sjö daga á eftir. Ef útboðsgengið hefði verið hið sama og lægsta gengi í vikunni á eftir hefði ríkissjóður fengið um 178 milljónir króna meira fyrir hlutinn. Ef útboðsgengið hefði verið 3,60 hefði ríkið fengið um 137 milljónir króna meira. Lykilmennirnir í bankaráði á þessum tíma voru Helgi S. Guðmundsson formaður og Kjartan Gunnarsson. Símtal til Davíðs breytti bankasölunni Tæpum tveimur vikum eftir að útboðið á 20 prósenta hlut í Landsbankanum fór fram, eða í lok júní, barst framkvæmdanefnd um einkavæðingu bréf frá Björgólfi Guðmundssyni, syni hans, Björgólfi Thor Björgólfssyni og Magnúsi Þorsteinssyni, hópi sem síðar var nefndur Samson-hópurinn. Í bréfinu óskuðu þremenningarnir eftir viðræðum við stjórnvöld um kaup á eftirstandandi hlut ríkissjóðs í öðrum hvorum ríkisbankanna. Fréttablaðið hefur óskað eftir því við framkvæmdanefnd á grundvelli upplýsingalaga að fá afhent afrit af bréfi þremenninganna. Beiðninni hefur ekki verið svarað. Forsaga þessa bréfs er sú að Björgólfur Thor Björglfsson hafði hitt einn af forkólfum HSBC í boði í London vorið 2002 og komist að því að HSBC væri ekki lengur að leita að kjölfestufjárfesti vegna Landsbankans, heldur væri ætlunin að setja bankann á almennan markað innan skamms. Í kjölfarið hringdi Björgólfur Guðmundsson í Davíð Odsson og gerði honum grein fyrir áhuga sínum á því að kaupa annað hvort Búnaðarbankann eða Landsbankann. Þá strax gerði Björgólfur Davíð grein fyrir því að feðgarnir hefðu meiri áhuga á Búnaðarbankanum en Landsbankanum. Björgólfur ræddi það við Davíð hvernig best væri að koma söluferlinu af stað og spurði meðal annars hvort Davíð vildi að feðgarnir kæmu fram sem fjárfestar í gegn um HSBC í London. Niðurstaðan var hinsvegar sú að þeir myndu senda framvkæmdanefnd bréf þar sem þeir gerðu formlega grein fyrir áhuga sínum á því að eignast annan hvorn bankann. Því hefur verið haldið fram að uppkast að bréfinu hafi verið gert í stjórnarráðinu, það síðan sent til Björgólfs sem kom því formlega áfram til framkvæmdanefndarinnar. Samson vildi Búnaðarbankann Björgólfsfeðgar höfðu haft mun meiri áhuga á að kaupa ráðandi hlut í Búnaðarbankanum en Landsbankanum. Björgólfur Guðmundsson staðfesti þetta meðal annars á starfsmannafundi í Landsbankanum á Akureyri eftir að kaupin voru yfirstaðin. Þar sagði hann að hann hefði alltaf haft meiri áhuga á Búnaðarbankanum vegna þeirra stjórnenda sem þar voru. Hins vegar hafi honum ekki verið leyft að kaupa Búnaðarbankann og því hafi hann keypt Landsbankann í staðinn. Þess í stað hafi hann keypt alla helstu stjórnendur Búnaðarbankans yfir í Landsbankann eftir að kaupin fóru fram. Strax eftir að bréf Samson barst framkvæmdanefnd var söluferli bankanna kippt úr höndunum á nefndinni. Verklagsreglur framkvæmdanefndarinnar voru settar til hliðar líkt og Steingrímur Ari Arason gagnrýndi þegar hann sagði sig úr nefndinni þremur mánuðum síðar. Á þessum tíma var framkvæmdanefndin var langt komin í undirbúningi á því að selja Landsbankann á almennum markaði þar sem enginn einn kaupandi fengi stærri hlut en þrjú til fjögur prósent. Það var samkvæmt vilja Davíðs Oddssonar frá því 1997 um dreifða eignaraðild. Þá hafði framkvæmdanefndin fram til þessa unnið út frá því að Landsbankinn yrði seldur fyrst og Búnaðarbankinn í kjölfarið og var það væri samdóma álit framkvæmdanefndar og ráðherranefndar á þessum tíma að farsælast væri, miðað við aðstæður á þeim tíma, að salan færi þannig fram. Framkvæmdanefndin hafði í verulega litlu mæli hafið undirbúning að sölu Búnaðarbankans. Taldi framkvæmdanefndin, sem og ráðherranefndin, að Búnaðarbankinn væri ekki jafnþroskaður til sölu og Landsbankinn auk þess sem ákveðin vandamál höfðu verið í gangi í bankanum. Þá var ríkissjóður enn meirihlutaeigandi í Búnaðarbankanum en var kominn undir helmingshlut í Landsbankanum. Sú ákvörðun var öllum ljós í framkvæmdarnefndinni, að að því gefnu að salan á Landsbankanum gengi vel yrði ráðist í sölu Búnaðarbankans að henni lokinni og beita ætti sömu aðferðum. Þótti spennandi kostur Framkvæmdanefndinni þótti Samson-hópurinn spennandi kostur. Hann væri fjársterkur aðili sem vildi láta taka til sín og nýta jafnframt tækifærin sem bankinn gat ekki nýtt á meðan hann var að svo stórum hluta í eigu ríkisins. Þá var ljóst að Samson-hópurinn væri vel í stakk búinn að greiða fyrir hlutinn að verulegu leiti með erlendu fé, enda umsvif hans mikil í útlöndum. Framkvæmdanefndin ræddi málið á nokkrum fundum sínum og þurfti að taka afstöðu til þess hvort bein sala án undangengins útboðs væri ásættanlegur kostur. Samkvæmt verklagsreglum framkvæmdanefndar sem settar voru 1996 var í raun ekki hægt að ganga til viðræðna við Samson-hópinn án þess að gefa öðrum tækifæri á því að gera tilboð í bankann. Í 4. grein reglnanna segir: "Fyrirtæki, sem til stendur að selja, skulu ávallt auglýst almenningi til kaups, þannig að öllum sem áhuga hafa sé tryggður jafn réttur til að bjóða í þau." Í fundargerð nefndarinnar frá 5. júlí 2002 segir að nefndarmenn hafi verið sammála um að heppilegt væri að klára sölu til kjölfestufjárfestis í Landsbankanum í mánuðinum og selja 20 prósent í Búnaðarbankanum í september eins og unnið hefði verið út frá og þá yrði hafist handa við undirbúning á sölu til kjölfestufjárfestis í Búnaðarbankanum. Þessi stefna varðandi Búnaðarbankann yrði kynnt samhliða áformum um Landsbankann. Ekki samkvæmt vilja framkvæmdanefndar Á fundi nefndarinnar 8. júlí voru lögð drög að auglýsingu á að minnsta kosti fjórðungshlut í Landsbankanum eins og ákveðið hafði verið á fundi þremur dögum áður. Á þessum sama fundi, 8. júlí, upplýsti einn nefndarmanna um vilja viðskiptaráðherra til þess að auglýsa 25 til 33 prósenta hlut í báðum bönkum í einu. Framkvæmdanefndin ræddi þessa tillögu en féllst að lokum á að auglýsa Landsbankann en tilkynna samhliða auglýsingunni um sölu á Búnaðarbankanum síðar á árinu. Næsta dag sendi starfsmaður framkvæmdanefndarinnar nefndarmönnum tillögu að auglýsingu um sölu á að minnsta kosti 25 prósenta hlut í Landsbankanum og jafnframt fréttatilkynningu, þar sem fram kom að ákveðið hafi verið að áfangaskipta einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans. Samkvæmt fréttatilkynningunni yrði 20 prósenta hlutur í Búnaðarbankanum seldur 6. september í gegn um viðskiptakerfi Kauphallarinnar með svipuðum hætti og gert hefði verið með jafnstóran hlut í Landsbankanum. Í síðari hluta september yrði auglýst eftir kaupanda að umtalsverðum hlut í Búnaðarbankanum. Nefndin áformaði að hittast síðar sama dag til að ganga frá auglýsingunni. Af þeim fundi varð hins vegar ekki því að í millitíðinni fundaði ráðherranefndin og breytti auglýsingu framkvæmdanefndar. Kom framkvæmdanefndinni á óvart Í stað þess að fara eftir áætlunum framkvæmdanefndarinnar og selja Landsbankann fyrst og ráðast í sölu Búnaðarbankans síðar ákváðu ráðherrarnir að selja ætti báða bankana í einu. Ráðherranefndin lét breyta drögum framkvæmdanefndarinnar að auglýsingunni og sem send var til fjölmiðla næsta dag, hinn 10. júlí. Auglýsingin var svohljóðandi: "Framkvæmdanefnd um einkavæðingu, fyrir hönd viðskiptaráðherra, óskar eftir tilkynningum frá áhugasömum fjárfestum um kaup á að minnsta kosti 25 prósenta hlut í Landsbanka Íslands hf. og/eða Búnaðarbanka Íslands hf. Leitað er eftir fjárfesti, innlendum eða erlendum, með það að markmiði að efla bankann og samkeppni á íslenskum fjármálamarkaði. Í tilkynningunni skal gera grein fyrir fjárhagsstöðu, þekkingu og reynslu á fjármálamarkaði, eignarhlut sem viðkomandi óskar eftir kaupum á, hugmyndum um staðgreiðsluverð og áformum varaðndi rekstur [bankanna]. [...] Tekið er fram að framangreindur hlutur verður einungis seldur í öðrum bankanum nú ef viðunandi tilboð fæst og stefnt er að því að hlutur í hinum bankanum verði seldur síðar á árinu. [...]" Auglýsingin var ekki birt erlendis. Í henni kom fram að við söluna verði þess gætt að ríkið fái hámarksverð fyrir eign sína í bönkunum. Af auglýsingunni má ráða að þau atriði sem einkum yrðu vegin og metin þegar kæmi að vali á kjölfestufjárfesti væru fjárhagsstaða, þekking og reynsla á fjármálamarkaði, stærð eignarhlutar sem óskað er eftir að kaupa, hugmyndir um staðgreiðsluverð og áform um rekstur. Vonbrigði í Samson-hópnum Auglýsingin olli nokkrum vonbrigðum í Samson því Björgólfur Thor hafði vonast eftir því að geta keypt Landsbankann með verulegu forskoti á þá sem fjárfesta myndu í Búnaðarbankanum. Hann var þeirrar skoðunar að ákvörðun ráðherranefndarinnar um að selja báða bankana í einu hafi meðal annars verið tekin með það fyrir augum að koma í veg fyrir forskot Samson-hópsins á S-hópinn á íslenska fjármálamarkaðinum. Fimm hópar skiluðu inn tilkynningum um áhuga sinn á kaupum í bönkunum þann 25. júlí. Auk Samson, sem samanstóð af Björgólfsfeðgum og Magnúsi Þorsteinssyni, voru það Kaldbakur, en honum stýrðu Eiríkur Jóhannsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, Íslandsbanki, S-hópurinn svokallaður, með Ólaf Ólafsson fremstan í flokki, sem þá var samsettur af Eignarhaldsfélaginu Andvöku, Eingnarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum, Fiskiðjunni Skagfirðingi, Kaupfélagi Skagfirðinga, Keri, Samskipum og Samvinnulífeyrissjóðnum. Fimmti áhugasami var Þórður Magnússon fyrir hönd fjárfesta. Strax ljóst hverjir fengju Landsbankann Í lok júlí fundaði framkvæmdanefndar með hópunum fimm, hverjum fyrir sig. Með fundarboðinu fylgdi minnisblað þar sem fram komu upplýsingar um þau atriði sem nefndin vildi fá nánari upplýsingar um. Efst á blaði var ósk um upplýsingar um hvorum bankanum hóparnir hefðu meiri áhuga á Áður en fundirnir áttu sér stað tóku að berast skilaboð frá einkavæðingarnefnd til Kaldbaks og S-hópsins að á fundinum með nefndinni ættu þeir að segjast hafa meiri áhuga á Búnaðarbankanum en Landsbankanum. Einnig bárust meldingar um það að hóparnir tveir ættu að kanna hvort grundvöllur væri fyrir því að þeir tækju sig saman um að kaupa Búnaðarbankann. Öllum hlutaðeigandi, báðum megin við borðið, var á þessum tíma þegar orðið ljóst að Samson-hópurinn fengi Landsbankann. Þótt ekki væri talað um það opinberlega í einkavæðinganefnd þóttu það ósögð sannindi að auglýsingin á sölu hlutar ríkisins í Landsbankanum væri einfaldlega formsatriði. Áformað var að tveir hópar yrðu útilokaðir; Íslandsbanki og Þórður Magnússon. Samson myndi lýsa því yfir við framkvæmdanefndina að hann hefði meiri áhuga á Landsbankanum og hinir tveir hóparnir, Kaldbakur og S-hópurinn, myndu segjast fremur vilja kaupa Búnaðarbankann. Koma átti á samvinnu þeirra á milli og sameina hópana tvo um Búnaðarbankann og málið yrði þannig leyst farsællega. Þetta gekk hins vegar ekki eftir. Tveir útilokaðir strax Framkvæmdanefndin ákvað fljótlega að útiloka tvo hópa, Íslandsbanka og Þórð Magnússon. Íslandsbanki var útilokaður því sú pólitíska stefna hafði verið gefin út að salan á Landsbankanum og Búnaðarbankanum mætti ekki leiða til sameiningar banka á Íslandi. Þórður Magnússon var útilokaður vegna þess að hann þótti ekki takast að sýna fram á hvernig hann ætlaði sér að fjármagna kaupin. Á fyrstu fundum framkvæmdnefndar með fjárfestahópunum þremur lýstu þeir því allir yfir að þeir hefðu áhuga á báðum bönkunum og "óhlýðnuðust" þar með þeim óbeinu fyrirskipunum sem nefndin hafði látið berast til þeirra, að Samson ætti að lýsa yfir áhuga á Landsbankanum og hinir tveir hóparnirn á Búnaðarbankanum. Kaldbakur og S-hópurinn höfðu báðir meiri áhuga á Landsbankanum. Ólafur Ólafsson, sem fór fyrir S-hópnum, taldi Landsbankann betri sjálfstæða einingu en Búnaðarbankann og að hann fæli í sér betri tækifæri. Eiríkur Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson, sem fóru fyrir Kaldbaki, höfðu af sömu ástæðum meiri áhuga á Landsbankanum enda var Eiríkur vel kunnur innviðum bankans og fyrirkomulagi hans eftir að hafa gegnt starfi útibússtjóra Landsbankans á Akureyri um tíma. Björgólfur "stóð sig best" Framkvæmdanefndin kom á kynningarfundum með fjárfestahópunum þremur með Halldóri J. Kristjánssyni, bankastjóra Landsbankans, og Stefáni Héðni Stefánssyni framkvæmdastjóra, sem fram fóru dagana 22. og 23. ágúst. Þar var farið í gegn um glærukynningu á bankanum þar sem gert var grein fyrir helstu atriðum í rekstri hans. Viðstaddur fundina var starfsmaður einkavæðingarnefndar, Guðmundur Ólafsson, sem hafði verið falið að skila framkvæmdanefnd og ráðherranefndinni fundargerðum af fundunum. Hann tók niður á blað það sem fram fór á fundinum. Einkavæðingarnefnd komst að þeirri niðurstöðu, eftir að allir þrír hóparnir höfðu fundað með Halldóri og Stefáni Héðni, að Björgólfur Guðmundsson hefði sýnt "mestan áhuga á bankanum" og hann hafi "staðið sig best" af öllum fjárfestunum. Var það meðal annars notað sem rökstuðningur framkvæmdanefndarinnar síðar gagnvart hinum tveimur fjárfestunum þegar útskýra þurfti af hverju ákveðið var að ganga til viðræðna við Samson. Aldrei rætt um verð Hóparnir þrír áttu nokkra fundi með framkvæmdanefnd og þurftu meðal annars að svara spurningum um framtíðaráætlun sína varðandi Landsbankann. Á lokafundi framkvæmdanefndar með fjárfestunum hafði aldrei verið fært í tal hvaða hugmyndir hóparnir gerðu sér um verð. Ekki hafði verið hugað að því að hóparnir þyrftu að bjóða ákveðið verð fyrir hlut ríkisins í Landsbankanum. Þegar bjóðendur bentu á að ekki hafi enn verið gert ráð fyrir því að verðtilboð yrði gert kom framkvæmdanefndin með þær skýringar að nefndin hafi hugsað sér að segja inn í ferlið nokkur konar millistig þar sem hóparnir þrír myndu leggja fram verðtilboð. Hins vegar hafi framkvæmdanefndin ekki enn ákveðið hvernig það millistig ætti að ganga fyrir sig, en bjóðendur yrðu látnir vita. Á lokastigi söluferlisins var því ekki enn farið að huga að verðþætti tilboðanna. Vægi verðs í heildarmati ákveðið eftirá Hinn 28. ágúst kallaði framkvæmdanefndin hópana þrjá á fund og afhenti þeim bréf þar sem óskað var eftir svörum við fimm atriðum: Hvernig fyrirkomulag eignarhalds yrði; stærð eignarhlutar sem sóst væri eftir; fjármögnun; framtíðarsýn og loks aðrar forsendur fyrir kaupunum. Framkvæmdanefndin deildi á fundi sínum 30. ágúst um aðferðafræðina við útboðið og hvert vægi verðs ætti að vera í væntanlegu heildarmati. Steingrímur Ari Arason lagði meðal annars á það áherslu á fundinum að samkvæmt vinnureglum framkvæmdanefndarinnar ætti að meta tilboðin til staðgreiðsluverðs og ennfremur að ákveða ætti lágmarksverð fyrir hlutinn. Hann fékk ekki hljómgrunn fyrir því innan nefndarinnar og vildu nefndarmenn frekar semja um verð við kaupandann við samningaborðið eftir að hann hafi verið valinn. Í skýrslu Ríkisendurskoðanda um söluna á Landsbankanum er bent á að á þessum tímapunkti hafi hvorki verið tekin afstaða til þess hvert vægi einstakra áhersluþátta né hvernig meta ætti tilboðin með tilliti til hvers þáttar fyrir sig. Ákveðið var að kalla til fjárfestingabankann HSBC, sem áður hafði unnið að sölu bankans. Eitt helsta verkefni HSBC yrði að meta þá þætti sem áhrif hefðu á val á kaupanda, aðstoð við samningaviðræður og kostgæfnisathugun á kaupanda. Á þessum tíma stóðu yfir mikil átök um yfirráðin í VÍS og beið framkvæmdanefndin með að óska eftir verðtilboðum þangað til þau voru yfirstaðin. Þar tókust á Landsbankamenn og S-hópurinn, en báðir réðu yfir helmingshlut í félaginu. Þeim lauk með kaupum S-hópsins á hlut Landsbankans í VÍS. Þegar verðtilboðin í Landsbankann bárust kom í ljós að Samson var með langlægsta tilboðið og því þurfti að finna viðunandi lausn á því hvernig hægt yrði að útskýra valið á Samson sem kaupanda að Landsbankanum. Á morgun: Á morgun verður sagt frá átökunm bak við tjöldin um yfirráðin í VÍS og baráttu tveggja eigendahópa, Landsbankans og S-hópsins. Inn í átökin blönduðust Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, sem gættu hagsmuna hvors hópsins um sig. Landsbankamenn halda því fram að Halldór Ásgrímsson hafi hótað Davíð því að hætta við einkavæðingarferlið færi svo að VÍS yrði selt Samson með Landsbankanum. S-hópurinn hefur allt aðra sögu að segja og kallar átökin "Sex daga stríðið um VÍS". Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira
Í upphafi árs 2001 hafði ráðherranefndin, sem í sátu Davíð Oddsson forsætisráðherra, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra, falið framkvæmdanefnd um einkavæðingu að undirbúa sölu kjölfestuhlutar í Landsbankanum til erlends fjárfestis. Nefndin lagði til að stór hluti í bankanum, þriðjungur hið minnsta, yrði seldur til kjölfestufjárfestis með forvali og síðan lokuðu útboði. Skilyrði var að salan á eignarhlutnum leiddi til aukinnar samkeppni á íslenskum fjármálamarkaði og yki fjármagnshæfi hans. Nefndin taldi að sala til erlends banka hefði meðal annars jákvæð áhrif á fjármálamarkaðinn og hagkerfið. Lögð yrði áhersla á að eftirstandandi hlutur ríkisins yrði seldur almenningi og fagfjárfestum, þó ekki fyrr en sölu til kjölfestufjárfestis væri lokið. Söluferlið í gang fyrir alvöru Í júnílok var auglýst eftir ráðgjafa til sölunnar. Í tilkynningu frá framkvæmdanefnd um einkavæðingu 10. ágúst 2001 kemur fram að tilboð um ráðgjöf hafi borist frá sex fyrirtækjum og 17. ágúst var tilkynnt um það að alþjóðlegi fjárfestingabankinn HSBC hafi verið valinn. HSBC vann tillögur að aðgerðaráætlun fyrir sölu Landsbankans fyrir framkvæmdanefndina í ágúst og september 2001, verðmat bankann og vann kynningargögn ásamt Landsbankanum. Í byrjun október var söluferlið sett í gang með því að senda bréf til valdra banka sem taldir voru uppfylla skilyrði nefndarinnar og líklegir þóttu til að sýna Landsbankanum áhuga. Einnig þóttu bankarnir vera álitlegir kostir fyrir Landsbankann og íslenskan fjármálamarkað. Bönkunum var skipt upp í tvo flokka. Í A-flokki voru sjö bankar frá Norðurlöndunum og Bandaríkjunum sem voru taldir áhugaverðustu kostirnir fyrir Landsbankann. í B-flokki voru voru 17 bankar frá sjö löndum sem HSBC taldi að ólíklegra væri að sýndu Landsbankanum áhuga. Í október og nóvember var haft samband við hina útvöldu banka og þeim gefinn kostur á frekari upplýsingum um Landsbankann jafnframt því sem nokkrir aðrir aðilar sýndu bankanum áhuga. Vonbrigði yfir dræmum áhuga Tveir erlendir bankar lýstu yfir áhuga á frekari viðræðum, en hinn dræmi áhugi olli framkvæmdanefndinni vonbrigðum. HSBC ráðlagði að auglýsa ekki að nýju eða lengja tímafrestinn þar sem meðal annars mætti rekja dræma þátttöku til erfiðs efnahagsástands sem myndaðist í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum 11. september sama ár. Hinn 27. nóvember 2001 sendi framkvæmdanefndin tilkynningu inn á Verðbréfaþing þess eðlis að tímafrestur sem HSBC hafi gefið hugsanlegum kjölfestufjárfestum til að tilkynna áhuga sinn á bankanum sé liðinn. Ákveðið hafi verið að halda kynningarfundi með þeim sem þess óskuðu. Þeir sem sýndu áhuga hafi óskað eftir nafnleynd, sem fallist hafi verið á, og því verði ekki veittar upplýsingar um nöfn eða fjölda þátttakenda. Framkvæmdanefndin hóf viðræður við erlendu bankana tvo sem höfðu sýnt áhuga. Ákveðið var að halda áfram viðræðum við báða bankana í stað þess að velja annan þeirra og vonaðist framkvæmdanefndin til þess að það yrði til þess að þannig mætti viðhalda samkeppni þeirra á milli. HSBC reyndi samtímis árangurslaust að opna fyrir viðræður við fleiri aðila eftir sínum leiðum. Sölu frestað Áætlað hafði verið að í lok nóvember 2001 lægju fyrir tilboð í bankann. Það gekk hins vegar ekki eftir og tilkynnti framkvæmdanefndin hinn 21. desember að vegna erfiðra markaðsskilyrða væri ljóst að ekki myndi ganga eftir að sala á kjölfestuhlut í Landsbankanum færi fram fyrir árslok. "Vegna þessa hefur verið ákveðið að fresta frekari sölukynningu þar til síðar," sagði í tilkynningunni. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra sagði í viðtali við fjölmiðla við þetta tækifæri að viðræður hefðu litið vel út í upphafi en markaðsaðstæður erlendis hafi versnað mjög á miðju tímabilinu þegar hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin dundu yfir. Það hafi verið ein helsta ástæðan fyrir því að salan hafi ekki tekist í þessari lotu. Hins vegar fylgist stjórnvöld grannt með aðstæðum á markaði og ætli að selja um leið og tækifæri gefst og tilboð berist sem feli í sér gott verð. Framkvæmdanefndin hóf því næst undirbúning að sölu 20 prósenta hlut ríkisins í bankanum sem selja átti á innlendum markaði 14. júní 2002. Á þessum tíma höfðu tilraunir til að selja Símann nýverið farið út um þúfur eftir um tveggja ára undirbúningsvinnu framkvæmdanefndar um einkavæðingu og tilheyrandi fjárfestingu af hendi ríkissjóðs. Í lok janúar 2002 sagði Hreinn Loftsson sig úr framkvæmdanefnd og tók Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu við sæti hans. Auk þess að sinna formennsku í nefndinni hafði Hreinn starfað undanfarin ár sem stjóranrformaður Baugs. Hreinn gaf þá skýringu á úrsögn sinni að Davíð Oddsson forsætisráðherra hefði í umræðum á Alþingi um miðjan janúar deilt hart á Baug og stjórnendur þess. Þau ummæli hafi orðið til þess að Hreinn teldi sér í raun ókleift að sitja áfram í framkvæmdanefnd. Lægra útboðsgengi en eðlilegt þótti Bréfin í Landsbankann voru seld í gegn um viðskiptakerfi Verðbréfaþings Íslands. Ákveðið hafði verið að selja þau á markaðsverði miðað við gengi á þeim tíma. Landsbankinn setti sjálfur inn sölutilboð í Kauphöllinni og kannaði jafnframt áhuga fagfjárfesta og miðlaði hlutum til þeirra. Eftir að eftirspurn hafði verið greind var útboðsgengið var ákveðið 3,50 fyrstu þrjá daga útboðsins en gert var ráð fyrir að útboðið gæti staðið í einn mánuð. Útboðinu lauk hins vegar á fimmtán mínútum. Enginn mátti kaupa meira en 4 prósent af heildarhlutafé Landsbankans en sölurnar voru um 90 alls. Ríkisendurskoðandi hefur bent á að gengið hafi á sama tíma farið í 3, 69 á markaði og því hefði ekki verið óeðlilegt að byrja á ívið hærra gengi en 3,5. Landsbankinn hafði dagana fyrir útboðið kynnt bankann og athugað hvaða verð stærri aðilar voru tilbúnir að greiða, það er, í óformlegum viðræðum. Heildarsöluverð bréfanna var 4.792 milljarðar. Meðalgengi á bréfum í Landsbankanum sama dag og útboðið fór fram var 3,70, eða talsvert hærra en útboðsgengið. Gengi bréfanna fór ekki niður fyrir 3,63 næstu sjö daga á eftir. Ef útboðsgengið hefði verið hið sama og lægsta gengi í vikunni á eftir hefði ríkissjóður fengið um 178 milljónir króna meira fyrir hlutinn. Ef útboðsgengið hefði verið 3,60 hefði ríkið fengið um 137 milljónir króna meira. Lykilmennirnir í bankaráði á þessum tíma voru Helgi S. Guðmundsson formaður og Kjartan Gunnarsson. Símtal til Davíðs breytti bankasölunni Tæpum tveimur vikum eftir að útboðið á 20 prósenta hlut í Landsbankanum fór fram, eða í lok júní, barst framkvæmdanefnd um einkavæðingu bréf frá Björgólfi Guðmundssyni, syni hans, Björgólfi Thor Björgólfssyni og Magnúsi Þorsteinssyni, hópi sem síðar var nefndur Samson-hópurinn. Í bréfinu óskuðu þremenningarnir eftir viðræðum við stjórnvöld um kaup á eftirstandandi hlut ríkissjóðs í öðrum hvorum ríkisbankanna. Fréttablaðið hefur óskað eftir því við framkvæmdanefnd á grundvelli upplýsingalaga að fá afhent afrit af bréfi þremenninganna. Beiðninni hefur ekki verið svarað. Forsaga þessa bréfs er sú að Björgólfur Thor Björglfsson hafði hitt einn af forkólfum HSBC í boði í London vorið 2002 og komist að því að HSBC væri ekki lengur að leita að kjölfestufjárfesti vegna Landsbankans, heldur væri ætlunin að setja bankann á almennan markað innan skamms. Í kjölfarið hringdi Björgólfur Guðmundsson í Davíð Odsson og gerði honum grein fyrir áhuga sínum á því að kaupa annað hvort Búnaðarbankann eða Landsbankann. Þá strax gerði Björgólfur Davíð grein fyrir því að feðgarnir hefðu meiri áhuga á Búnaðarbankanum en Landsbankanum. Björgólfur ræddi það við Davíð hvernig best væri að koma söluferlinu af stað og spurði meðal annars hvort Davíð vildi að feðgarnir kæmu fram sem fjárfestar í gegn um HSBC í London. Niðurstaðan var hinsvegar sú að þeir myndu senda framvkæmdanefnd bréf þar sem þeir gerðu formlega grein fyrir áhuga sínum á því að eignast annan hvorn bankann. Því hefur verið haldið fram að uppkast að bréfinu hafi verið gert í stjórnarráðinu, það síðan sent til Björgólfs sem kom því formlega áfram til framkvæmdanefndarinnar. Samson vildi Búnaðarbankann Björgólfsfeðgar höfðu haft mun meiri áhuga á að kaupa ráðandi hlut í Búnaðarbankanum en Landsbankanum. Björgólfur Guðmundsson staðfesti þetta meðal annars á starfsmannafundi í Landsbankanum á Akureyri eftir að kaupin voru yfirstaðin. Þar sagði hann að hann hefði alltaf haft meiri áhuga á Búnaðarbankanum vegna þeirra stjórnenda sem þar voru. Hins vegar hafi honum ekki verið leyft að kaupa Búnaðarbankann og því hafi hann keypt Landsbankann í staðinn. Þess í stað hafi hann keypt alla helstu stjórnendur Búnaðarbankans yfir í Landsbankann eftir að kaupin fóru fram. Strax eftir að bréf Samson barst framkvæmdanefnd var söluferli bankanna kippt úr höndunum á nefndinni. Verklagsreglur framkvæmdanefndarinnar voru settar til hliðar líkt og Steingrímur Ari Arason gagnrýndi þegar hann sagði sig úr nefndinni þremur mánuðum síðar. Á þessum tíma var framkvæmdanefndin var langt komin í undirbúningi á því að selja Landsbankann á almennum markaði þar sem enginn einn kaupandi fengi stærri hlut en þrjú til fjögur prósent. Það var samkvæmt vilja Davíðs Oddssonar frá því 1997 um dreifða eignaraðild. Þá hafði framkvæmdanefndin fram til þessa unnið út frá því að Landsbankinn yrði seldur fyrst og Búnaðarbankinn í kjölfarið og var það væri samdóma álit framkvæmdanefndar og ráðherranefndar á þessum tíma að farsælast væri, miðað við aðstæður á þeim tíma, að salan færi þannig fram. Framkvæmdanefndin hafði í verulega litlu mæli hafið undirbúning að sölu Búnaðarbankans. Taldi framkvæmdanefndin, sem og ráðherranefndin, að Búnaðarbankinn væri ekki jafnþroskaður til sölu og Landsbankinn auk þess sem ákveðin vandamál höfðu verið í gangi í bankanum. Þá var ríkissjóður enn meirihlutaeigandi í Búnaðarbankanum en var kominn undir helmingshlut í Landsbankanum. Sú ákvörðun var öllum ljós í framkvæmdarnefndinni, að að því gefnu að salan á Landsbankanum gengi vel yrði ráðist í sölu Búnaðarbankans að henni lokinni og beita ætti sömu aðferðum. Þótti spennandi kostur Framkvæmdanefndinni þótti Samson-hópurinn spennandi kostur. Hann væri fjársterkur aðili sem vildi láta taka til sín og nýta jafnframt tækifærin sem bankinn gat ekki nýtt á meðan hann var að svo stórum hluta í eigu ríkisins. Þá var ljóst að Samson-hópurinn væri vel í stakk búinn að greiða fyrir hlutinn að verulegu leiti með erlendu fé, enda umsvif hans mikil í útlöndum. Framkvæmdanefndin ræddi málið á nokkrum fundum sínum og þurfti að taka afstöðu til þess hvort bein sala án undangengins útboðs væri ásættanlegur kostur. Samkvæmt verklagsreglum framkvæmdanefndar sem settar voru 1996 var í raun ekki hægt að ganga til viðræðna við Samson-hópinn án þess að gefa öðrum tækifæri á því að gera tilboð í bankann. Í 4. grein reglnanna segir: "Fyrirtæki, sem til stendur að selja, skulu ávallt auglýst almenningi til kaups, þannig að öllum sem áhuga hafa sé tryggður jafn réttur til að bjóða í þau." Í fundargerð nefndarinnar frá 5. júlí 2002 segir að nefndarmenn hafi verið sammála um að heppilegt væri að klára sölu til kjölfestufjárfestis í Landsbankanum í mánuðinum og selja 20 prósent í Búnaðarbankanum í september eins og unnið hefði verið út frá og þá yrði hafist handa við undirbúning á sölu til kjölfestufjárfestis í Búnaðarbankanum. Þessi stefna varðandi Búnaðarbankann yrði kynnt samhliða áformum um Landsbankann. Ekki samkvæmt vilja framkvæmdanefndar Á fundi nefndarinnar 8. júlí voru lögð drög að auglýsingu á að minnsta kosti fjórðungshlut í Landsbankanum eins og ákveðið hafði verið á fundi þremur dögum áður. Á þessum sama fundi, 8. júlí, upplýsti einn nefndarmanna um vilja viðskiptaráðherra til þess að auglýsa 25 til 33 prósenta hlut í báðum bönkum í einu. Framkvæmdanefndin ræddi þessa tillögu en féllst að lokum á að auglýsa Landsbankann en tilkynna samhliða auglýsingunni um sölu á Búnaðarbankanum síðar á árinu. Næsta dag sendi starfsmaður framkvæmdanefndarinnar nefndarmönnum tillögu að auglýsingu um sölu á að minnsta kosti 25 prósenta hlut í Landsbankanum og jafnframt fréttatilkynningu, þar sem fram kom að ákveðið hafi verið að áfangaskipta einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans. Samkvæmt fréttatilkynningunni yrði 20 prósenta hlutur í Búnaðarbankanum seldur 6. september í gegn um viðskiptakerfi Kauphallarinnar með svipuðum hætti og gert hefði verið með jafnstóran hlut í Landsbankanum. Í síðari hluta september yrði auglýst eftir kaupanda að umtalsverðum hlut í Búnaðarbankanum. Nefndin áformaði að hittast síðar sama dag til að ganga frá auglýsingunni. Af þeim fundi varð hins vegar ekki því að í millitíðinni fundaði ráðherranefndin og breytti auglýsingu framkvæmdanefndar. Kom framkvæmdanefndinni á óvart Í stað þess að fara eftir áætlunum framkvæmdanefndarinnar og selja Landsbankann fyrst og ráðast í sölu Búnaðarbankans síðar ákváðu ráðherrarnir að selja ætti báða bankana í einu. Ráðherranefndin lét breyta drögum framkvæmdanefndarinnar að auglýsingunni og sem send var til fjölmiðla næsta dag, hinn 10. júlí. Auglýsingin var svohljóðandi: "Framkvæmdanefnd um einkavæðingu, fyrir hönd viðskiptaráðherra, óskar eftir tilkynningum frá áhugasömum fjárfestum um kaup á að minnsta kosti 25 prósenta hlut í Landsbanka Íslands hf. og/eða Búnaðarbanka Íslands hf. Leitað er eftir fjárfesti, innlendum eða erlendum, með það að markmiði að efla bankann og samkeppni á íslenskum fjármálamarkaði. Í tilkynningunni skal gera grein fyrir fjárhagsstöðu, þekkingu og reynslu á fjármálamarkaði, eignarhlut sem viðkomandi óskar eftir kaupum á, hugmyndum um staðgreiðsluverð og áformum varaðndi rekstur [bankanna]. [...] Tekið er fram að framangreindur hlutur verður einungis seldur í öðrum bankanum nú ef viðunandi tilboð fæst og stefnt er að því að hlutur í hinum bankanum verði seldur síðar á árinu. [...]" Auglýsingin var ekki birt erlendis. Í henni kom fram að við söluna verði þess gætt að ríkið fái hámarksverð fyrir eign sína í bönkunum. Af auglýsingunni má ráða að þau atriði sem einkum yrðu vegin og metin þegar kæmi að vali á kjölfestufjárfesti væru fjárhagsstaða, þekking og reynsla á fjármálamarkaði, stærð eignarhlutar sem óskað er eftir að kaupa, hugmyndir um staðgreiðsluverð og áform um rekstur. Vonbrigði í Samson-hópnum Auglýsingin olli nokkrum vonbrigðum í Samson því Björgólfur Thor hafði vonast eftir því að geta keypt Landsbankann með verulegu forskoti á þá sem fjárfesta myndu í Búnaðarbankanum. Hann var þeirrar skoðunar að ákvörðun ráðherranefndarinnar um að selja báða bankana í einu hafi meðal annars verið tekin með það fyrir augum að koma í veg fyrir forskot Samson-hópsins á S-hópinn á íslenska fjármálamarkaðinum. Fimm hópar skiluðu inn tilkynningum um áhuga sinn á kaupum í bönkunum þann 25. júlí. Auk Samson, sem samanstóð af Björgólfsfeðgum og Magnúsi Þorsteinssyni, voru það Kaldbakur, en honum stýrðu Eiríkur Jóhannsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, Íslandsbanki, S-hópurinn svokallaður, með Ólaf Ólafsson fremstan í flokki, sem þá var samsettur af Eignarhaldsfélaginu Andvöku, Eingnarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum, Fiskiðjunni Skagfirðingi, Kaupfélagi Skagfirðinga, Keri, Samskipum og Samvinnulífeyrissjóðnum. Fimmti áhugasami var Þórður Magnússon fyrir hönd fjárfesta. Strax ljóst hverjir fengju Landsbankann Í lok júlí fundaði framkvæmdanefndar með hópunum fimm, hverjum fyrir sig. Með fundarboðinu fylgdi minnisblað þar sem fram komu upplýsingar um þau atriði sem nefndin vildi fá nánari upplýsingar um. Efst á blaði var ósk um upplýsingar um hvorum bankanum hóparnir hefðu meiri áhuga á Áður en fundirnir áttu sér stað tóku að berast skilaboð frá einkavæðingarnefnd til Kaldbaks og S-hópsins að á fundinum með nefndinni ættu þeir að segjast hafa meiri áhuga á Búnaðarbankanum en Landsbankanum. Einnig bárust meldingar um það að hóparnir tveir ættu að kanna hvort grundvöllur væri fyrir því að þeir tækju sig saman um að kaupa Búnaðarbankann. Öllum hlutaðeigandi, báðum megin við borðið, var á þessum tíma þegar orðið ljóst að Samson-hópurinn fengi Landsbankann. Þótt ekki væri talað um það opinberlega í einkavæðinganefnd þóttu það ósögð sannindi að auglýsingin á sölu hlutar ríkisins í Landsbankanum væri einfaldlega formsatriði. Áformað var að tveir hópar yrðu útilokaðir; Íslandsbanki og Þórður Magnússon. Samson myndi lýsa því yfir við framkvæmdanefndina að hann hefði meiri áhuga á Landsbankanum og hinir tveir hóparnir, Kaldbakur og S-hópurinn, myndu segjast fremur vilja kaupa Búnaðarbankann. Koma átti á samvinnu þeirra á milli og sameina hópana tvo um Búnaðarbankann og málið yrði þannig leyst farsællega. Þetta gekk hins vegar ekki eftir. Tveir útilokaðir strax Framkvæmdanefndin ákvað fljótlega að útiloka tvo hópa, Íslandsbanka og Þórð Magnússon. Íslandsbanki var útilokaður því sú pólitíska stefna hafði verið gefin út að salan á Landsbankanum og Búnaðarbankanum mætti ekki leiða til sameiningar banka á Íslandi. Þórður Magnússon var útilokaður vegna þess að hann þótti ekki takast að sýna fram á hvernig hann ætlaði sér að fjármagna kaupin. Á fyrstu fundum framkvæmdnefndar með fjárfestahópunum þremur lýstu þeir því allir yfir að þeir hefðu áhuga á báðum bönkunum og "óhlýðnuðust" þar með þeim óbeinu fyrirskipunum sem nefndin hafði látið berast til þeirra, að Samson ætti að lýsa yfir áhuga á Landsbankanum og hinir tveir hóparnirn á Búnaðarbankanum. Kaldbakur og S-hópurinn höfðu báðir meiri áhuga á Landsbankanum. Ólafur Ólafsson, sem fór fyrir S-hópnum, taldi Landsbankann betri sjálfstæða einingu en Búnaðarbankann og að hann fæli í sér betri tækifæri. Eiríkur Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson, sem fóru fyrir Kaldbaki, höfðu af sömu ástæðum meiri áhuga á Landsbankanum enda var Eiríkur vel kunnur innviðum bankans og fyrirkomulagi hans eftir að hafa gegnt starfi útibússtjóra Landsbankans á Akureyri um tíma. Björgólfur "stóð sig best" Framkvæmdanefndin kom á kynningarfundum með fjárfestahópunum þremur með Halldóri J. Kristjánssyni, bankastjóra Landsbankans, og Stefáni Héðni Stefánssyni framkvæmdastjóra, sem fram fóru dagana 22. og 23. ágúst. Þar var farið í gegn um glærukynningu á bankanum þar sem gert var grein fyrir helstu atriðum í rekstri hans. Viðstaddur fundina var starfsmaður einkavæðingarnefndar, Guðmundur Ólafsson, sem hafði verið falið að skila framkvæmdanefnd og ráðherranefndinni fundargerðum af fundunum. Hann tók niður á blað það sem fram fór á fundinum. Einkavæðingarnefnd komst að þeirri niðurstöðu, eftir að allir þrír hóparnir höfðu fundað með Halldóri og Stefáni Héðni, að Björgólfur Guðmundsson hefði sýnt "mestan áhuga á bankanum" og hann hafi "staðið sig best" af öllum fjárfestunum. Var það meðal annars notað sem rökstuðningur framkvæmdanefndarinnar síðar gagnvart hinum tveimur fjárfestunum þegar útskýra þurfti af hverju ákveðið var að ganga til viðræðna við Samson. Aldrei rætt um verð Hóparnir þrír áttu nokkra fundi með framkvæmdanefnd og þurftu meðal annars að svara spurningum um framtíðaráætlun sína varðandi Landsbankann. Á lokafundi framkvæmdanefndar með fjárfestunum hafði aldrei verið fært í tal hvaða hugmyndir hóparnir gerðu sér um verð. Ekki hafði verið hugað að því að hóparnir þyrftu að bjóða ákveðið verð fyrir hlut ríkisins í Landsbankanum. Þegar bjóðendur bentu á að ekki hafi enn verið gert ráð fyrir því að verðtilboð yrði gert kom framkvæmdanefndin með þær skýringar að nefndin hafi hugsað sér að segja inn í ferlið nokkur konar millistig þar sem hóparnir þrír myndu leggja fram verðtilboð. Hins vegar hafi framkvæmdanefndin ekki enn ákveðið hvernig það millistig ætti að ganga fyrir sig, en bjóðendur yrðu látnir vita. Á lokastigi söluferlisins var því ekki enn farið að huga að verðþætti tilboðanna. Vægi verðs í heildarmati ákveðið eftirá Hinn 28. ágúst kallaði framkvæmdanefndin hópana þrjá á fund og afhenti þeim bréf þar sem óskað var eftir svörum við fimm atriðum: Hvernig fyrirkomulag eignarhalds yrði; stærð eignarhlutar sem sóst væri eftir; fjármögnun; framtíðarsýn og loks aðrar forsendur fyrir kaupunum. Framkvæmdanefndin deildi á fundi sínum 30. ágúst um aðferðafræðina við útboðið og hvert vægi verðs ætti að vera í væntanlegu heildarmati. Steingrímur Ari Arason lagði meðal annars á það áherslu á fundinum að samkvæmt vinnureglum framkvæmdanefndarinnar ætti að meta tilboðin til staðgreiðsluverðs og ennfremur að ákveða ætti lágmarksverð fyrir hlutinn. Hann fékk ekki hljómgrunn fyrir því innan nefndarinnar og vildu nefndarmenn frekar semja um verð við kaupandann við samningaborðið eftir að hann hafi verið valinn. Í skýrslu Ríkisendurskoðanda um söluna á Landsbankanum er bent á að á þessum tímapunkti hafi hvorki verið tekin afstaða til þess hvert vægi einstakra áhersluþátta né hvernig meta ætti tilboðin með tilliti til hvers þáttar fyrir sig. Ákveðið var að kalla til fjárfestingabankann HSBC, sem áður hafði unnið að sölu bankans. Eitt helsta verkefni HSBC yrði að meta þá þætti sem áhrif hefðu á val á kaupanda, aðstoð við samningaviðræður og kostgæfnisathugun á kaupanda. Á þessum tíma stóðu yfir mikil átök um yfirráðin í VÍS og beið framkvæmdanefndin með að óska eftir verðtilboðum þangað til þau voru yfirstaðin. Þar tókust á Landsbankamenn og S-hópurinn, en báðir réðu yfir helmingshlut í félaginu. Þeim lauk með kaupum S-hópsins á hlut Landsbankans í VÍS. Þegar verðtilboðin í Landsbankann bárust kom í ljós að Samson var með langlægsta tilboðið og því þurfti að finna viðunandi lausn á því hvernig hægt yrði að útskýra valið á Samson sem kaupanda að Landsbankanum. Á morgun: Á morgun verður sagt frá átökunm bak við tjöldin um yfirráðin í VÍS og baráttu tveggja eigendahópa, Landsbankans og S-hópsins. Inn í átökin blönduðust Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, sem gættu hagsmuna hvors hópsins um sig. Landsbankamenn halda því fram að Halldór Ásgrímsson hafi hótað Davíð því að hætta við einkavæðingarferlið færi svo að VÍS yrði selt Samson með Landsbankanum. S-hópurinn hefur allt aðra sögu að segja og kallar átökin "Sex daga stríðið um VÍS".
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira