Ætlum alla leið 21. maí 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlaut 7.997 af 12.007 gildum atkvæðum í formannskjöri Samfylkingarinnar. Össur Skarphéðinsson hlaut 3.979 atkvæði. Því sem næst tveir af hverjum þremur greiddu því Ingibjörgu Sólrúnu atkvæði sitt.. Henni var ákaft fagnað á hádegi í gær þegar úrslit kosninganna voru kunngerð á landsfundi Samfylkingarinnar. "Úrslitin í dag skipta því aðeins máli ef sigur vinnst í næstu kosningum. Þar skrifum við söguna og mótum framtíðina," sagði Ingibjörg í ávarpi sínu. Fulltrúar á landsfundinum biðu spenntir eftir viðbrögðum frambjóðendanna tveggja við úrslitunum Ingibjörg Sólrún sagði að engum dyldist að verkefni hennar og Össurar allt frá síðustu alþingiskosningum hefði ekki verið auðvelt en kvaðst hreykin af því að þeim hefði báðum tekist að leysa verkefnið af hendi með þeim hætti að Samfylkingin hefði ekki skaðast. Þvert á móti stæði hún sterkari á eftir. "Þessi kosningabarátta er Össuri og hans liðsmönnum til sóma. Ég vil þakka honum fyrir drengilega baráttu og segi honum um leið, að ég hlakka til að vinna með honum að málefnum Samfylkingarinnar um ókomin ár, sagði Ingibjörg. Jafnframt sagði hún að mestu máli skipti að þráðurinn milli hennar og Össurar hefði aldrei slitnað. "Tækifæri Samfylkingarinnar felst ekki í því hvort okkar Össurar leiðir flokkinn í næstu kosningum. Foysta er hópstarf en ekki einstaklingsframtak. Formaður er fremstur þeirra jafningja en hann kæmist hvorki lönd né strönd ef hann hefði ekki góðan málstað og gott fólk til að vinna með sér." Ingibjörg Sólrún þakkaði stuðningsmönnum sínum og sagði að undirbúningur að næstu alþingiskosningum hefði hafist þegar eftir síðuustu þingkosningar. "Við höfum ekki setið auðum höndum og við munum ekki una okkur hvíldar fyrr en við höfum komið frá þeirri ríkisstjórn misskiptingar og valdstýringar sem nú situr... Við erum á réttri leið og ætlum alla leið." Ingibjörg Sólrún sagði í samtali við Fréttablaðið að úrslitin hefðu ekki komið sér allskostar á óvart. "Þetta er nokkuð í takt við skoðanakannanirnar sem hafa verið gerðar. Þetta var persónukjör og í því fólst ekki einu sinni dómur yfir störfum okkar í fortíðinni. Hér ráða væntingar um framtíðina. Um hana erum við að kjósa," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlaut 7.997 af 12.007 gildum atkvæðum í formannskjöri Samfylkingarinnar. Össur Skarphéðinsson hlaut 3.979 atkvæði. Því sem næst tveir af hverjum þremur greiddu því Ingibjörgu Sólrúnu atkvæði sitt.. Henni var ákaft fagnað á hádegi í gær þegar úrslit kosninganna voru kunngerð á landsfundi Samfylkingarinnar. "Úrslitin í dag skipta því aðeins máli ef sigur vinnst í næstu kosningum. Þar skrifum við söguna og mótum framtíðina," sagði Ingibjörg í ávarpi sínu. Fulltrúar á landsfundinum biðu spenntir eftir viðbrögðum frambjóðendanna tveggja við úrslitunum Ingibjörg Sólrún sagði að engum dyldist að verkefni hennar og Össurar allt frá síðustu alþingiskosningum hefði ekki verið auðvelt en kvaðst hreykin af því að þeim hefði báðum tekist að leysa verkefnið af hendi með þeim hætti að Samfylkingin hefði ekki skaðast. Þvert á móti stæði hún sterkari á eftir. "Þessi kosningabarátta er Össuri og hans liðsmönnum til sóma. Ég vil þakka honum fyrir drengilega baráttu og segi honum um leið, að ég hlakka til að vinna með honum að málefnum Samfylkingarinnar um ókomin ár, sagði Ingibjörg. Jafnframt sagði hún að mestu máli skipti að þráðurinn milli hennar og Össurar hefði aldrei slitnað. "Tækifæri Samfylkingarinnar felst ekki í því hvort okkar Össurar leiðir flokkinn í næstu kosningum. Foysta er hópstarf en ekki einstaklingsframtak. Formaður er fremstur þeirra jafningja en hann kæmist hvorki lönd né strönd ef hann hefði ekki góðan málstað og gott fólk til að vinna með sér." Ingibjörg Sólrún þakkaði stuðningsmönnum sínum og sagði að undirbúningur að næstu alþingiskosningum hefði hafist þegar eftir síðuustu þingkosningar. "Við höfum ekki setið auðum höndum og við munum ekki una okkur hvíldar fyrr en við höfum komið frá þeirri ríkisstjórn misskiptingar og valdstýringar sem nú situr... Við erum á réttri leið og ætlum alla leið." Ingibjörg Sólrún sagði í samtali við Fréttablaðið að úrslitin hefðu ekki komið sér allskostar á óvart. "Þetta er nokkuð í takt við skoðanakannanirnar sem hafa verið gerðar. Þetta var persónukjör og í því fólst ekki einu sinni dómur yfir störfum okkar í fortíðinni. Hér ráða væntingar um framtíðina. Um hana erum við að kjósa," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira