Æðra stjórnvald stjórni ekki 20. maí 2005 00:01 Yfirvöld eiga ekki að skipta sér af ættleiðingarferli ef barnaverndarnefnd hefur skorið úr um hvort einhver sé hæfur til að ættleiða eða ekki. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um mál Lilju Sæmundsdóttur sem hefur verið hafnað um að fá að ættleiða vegna þess að hún þykir of feit. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar tvö í gær hefur dómsmálaráðuneytið neitað Lilju Sæmundsdóttur um að ættleiða barn vegna offitu. Hún höfðaði því mál gegn íslenska ríkinu en málið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Lilju, segir starf dómsmálaráðuneytisins vera að gæta hagsmuna barna en ráðuneytinu hafi þó ekki tekist ætlunarverk sitt að þessu sinni. Lilja skilaði inn vottorði frá hjartalækni sem fann ekkert að Lilju, hún væri við hestaheilsu, en ráðuneytið tók það ekki til greina. Þá tók ráðuneytið ekki mark á umsögn barnaverndarnefndar Akureyrar sem mælti með að Lilja fengi að ættleiða. Ráðuneytið vísaði umsókninni til stjórnskipaðrar ættleiðingarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að henni ætti að hafna. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra einstæðu kvenna sem fékk að ættleiða. Hún segir ættleiðingarlögin að mörgu leyti of ströng og að útlit fólks sé ekki þáttur sem horfa eigi til í þessum málum. Að hennar mati komi það yfirvöldum ekkert við í ferli sem þessu. Þórunn segir yfirvaldið geta verið ósanngjarnt. Þegar félagsmálayfirvöld í sveitarfélagi hafi samþykkt viðkomandi sjái hún ekki nein rök fyrir því að æðra stjórnvald setji fólki stólinn fyrir dyrnar. Þorsteinn Geirsson, ráðuneytistjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir að ekkert eitt atriði hafi ráðið því að umsókn Lilju hafi verið hafnað. Það að hún sé einhleyp, 47 ára gömul og of feit hafi allt spilað saman. Þá sagði Þorsteinn að litið hafi verið til lagaskilyrða heildstætt sem hafi leitt til þess að ráðuneytið hafi orðið að synja umsók hennar. Lögmaður Lilju segir ekki vera samræmi í því hvernig ráðuneytið velji á milli fólks sem sæki um að ættleiða og fordómar gagnvart Lilju séu ekki ásættanlegir. Ragnar segist bjartsýnn á að Lilja vinni málið og engin rök séu fyrir því að Lilja fái ekki að ættleiða. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Yfirvöld eiga ekki að skipta sér af ættleiðingarferli ef barnaverndarnefnd hefur skorið úr um hvort einhver sé hæfur til að ættleiða eða ekki. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um mál Lilju Sæmundsdóttur sem hefur verið hafnað um að fá að ættleiða vegna þess að hún þykir of feit. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar tvö í gær hefur dómsmálaráðuneytið neitað Lilju Sæmundsdóttur um að ættleiða barn vegna offitu. Hún höfðaði því mál gegn íslenska ríkinu en málið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Lilju, segir starf dómsmálaráðuneytisins vera að gæta hagsmuna barna en ráðuneytinu hafi þó ekki tekist ætlunarverk sitt að þessu sinni. Lilja skilaði inn vottorði frá hjartalækni sem fann ekkert að Lilju, hún væri við hestaheilsu, en ráðuneytið tók það ekki til greina. Þá tók ráðuneytið ekki mark á umsögn barnaverndarnefndar Akureyrar sem mælti með að Lilja fengi að ættleiða. Ráðuneytið vísaði umsókninni til stjórnskipaðrar ættleiðingarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að henni ætti að hafna. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra einstæðu kvenna sem fékk að ættleiða. Hún segir ættleiðingarlögin að mörgu leyti of ströng og að útlit fólks sé ekki þáttur sem horfa eigi til í þessum málum. Að hennar mati komi það yfirvöldum ekkert við í ferli sem þessu. Þórunn segir yfirvaldið geta verið ósanngjarnt. Þegar félagsmálayfirvöld í sveitarfélagi hafi samþykkt viðkomandi sjái hún ekki nein rök fyrir því að æðra stjórnvald setji fólki stólinn fyrir dyrnar. Þorsteinn Geirsson, ráðuneytistjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir að ekkert eitt atriði hafi ráðið því að umsókn Lilju hafi verið hafnað. Það að hún sé einhleyp, 47 ára gömul og of feit hafi allt spilað saman. Þá sagði Þorsteinn að litið hafi verið til lagaskilyrða heildstætt sem hafi leitt til þess að ráðuneytið hafi orðið að synja umsók hennar. Lögmaður Lilju segir ekki vera samræmi í því hvernig ráðuneytið velji á milli fólks sem sæki um að ættleiða og fordómar gagnvart Lilju séu ekki ásættanlegir. Ragnar segist bjartsýnn á að Lilja vinni málið og engin rök séu fyrir því að Lilja fái ekki að ættleiða.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira