Karlar fá margfalt fleiri punkta 20. maí 2005 00:01 Karlkyns ökumenn fá yfir þrjá af hverjum fjórum refsipunktum sem lögreglan gefur fyrir umferðarlagabrot. Samkvæmt upplýsingum Ríkislögreglustjóra hafa, frá árinu 1998 þegar refsipunktakerfið var tekið upp, verið gefnir út 84.502 punktar, þar af 65.198 til karla og 19.304 til kvenna. Í fyrra fékk 92 ára gamall karl punkt, elstur til að fá einn slíkan til þessa, en áður hafa tveir á níræðisaldri fengið punkt árin 1998 og 2000. Síðustu ár hafa að jafnaði verið gefnir út 14 til 15 þúsund punktar á ári hverju. "Við sjáum líka á slysaskýrslum að fleiri karlmenn eru valdir að alvarlegum slysum," segir Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Einnig hefur komið fram í könnun sem Umferðarstofa stóð að ásamt Landsbjörgu og Lýðheilsustöð að karlar séu líklegri til að hafa börn sín í ónægum eða óviðunandi öryggisbúnaði í bílum. Einar segist ekki telja að hærra hlutfall karla í umferðinni en kvenna skýri hversu miklu meiri slysavaldar þeir séu. Þó eru vísbendingar um að minni munur sé á ökuhæfni kynjanna en margur hefur talið til þessa. Í rannsókn sem Rannveig Þórisdóttir, Haukur Freyr Gylfason og Marius Peersen unnu fyrir Ríkislögrelustjóra síðasta vor kemur fram að ökuleikni tengist ekki kynferði. Gerð var rannsókn meðal ungs fólks þar sem það var spurt út í atferli sitt í umferðinni og kom fram að ungar konur eru ekki síður líklegar til að aka hratt og ógætilega en ungir menn. Rannveig Þórisdóttir, á tölfræðisviði Ríkislögreglustjóra, segir fjölda refsipunkta sem karlar fá sýni ekki vanhæfni þeirra miðað við kvenkyns ökumenn. "Það verður að taka mið af því að bæði eru karlar mun fleiri í umferðinni og svo eru líka miklu fleiri karlar við stýrið á þjóðvegum úti á landi, en þar eru flestir ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur," segir hún. Einar tekur undir að hluti af skýringunni kunni að felast í að karlar sitji frekar undir stýri en konum, en segir engu að síður nokkuð vel rökstuddan grun þeirra á Umferðarstofu að munur sé á kynjunum; konum í vil. Ekki þarf að taka það fram að ungir karlökumenn telja sig konum fremri í ökuleikni, það kom fram í könnun Ríkislögreglustjóra. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Karlkyns ökumenn fá yfir þrjá af hverjum fjórum refsipunktum sem lögreglan gefur fyrir umferðarlagabrot. Samkvæmt upplýsingum Ríkislögreglustjóra hafa, frá árinu 1998 þegar refsipunktakerfið var tekið upp, verið gefnir út 84.502 punktar, þar af 65.198 til karla og 19.304 til kvenna. Í fyrra fékk 92 ára gamall karl punkt, elstur til að fá einn slíkan til þessa, en áður hafa tveir á níræðisaldri fengið punkt árin 1998 og 2000. Síðustu ár hafa að jafnaði verið gefnir út 14 til 15 þúsund punktar á ári hverju. "Við sjáum líka á slysaskýrslum að fleiri karlmenn eru valdir að alvarlegum slysum," segir Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Einnig hefur komið fram í könnun sem Umferðarstofa stóð að ásamt Landsbjörgu og Lýðheilsustöð að karlar séu líklegri til að hafa börn sín í ónægum eða óviðunandi öryggisbúnaði í bílum. Einar segist ekki telja að hærra hlutfall karla í umferðinni en kvenna skýri hversu miklu meiri slysavaldar þeir séu. Þó eru vísbendingar um að minni munur sé á ökuhæfni kynjanna en margur hefur talið til þessa. Í rannsókn sem Rannveig Þórisdóttir, Haukur Freyr Gylfason og Marius Peersen unnu fyrir Ríkislögrelustjóra síðasta vor kemur fram að ökuleikni tengist ekki kynferði. Gerð var rannsókn meðal ungs fólks þar sem það var spurt út í atferli sitt í umferðinni og kom fram að ungar konur eru ekki síður líklegar til að aka hratt og ógætilega en ungir menn. Rannveig Þórisdóttir, á tölfræðisviði Ríkislögreglustjóra, segir fjölda refsipunkta sem karlar fá sýni ekki vanhæfni þeirra miðað við kvenkyns ökumenn. "Það verður að taka mið af því að bæði eru karlar mun fleiri í umferðinni og svo eru líka miklu fleiri karlar við stýrið á þjóðvegum úti á landi, en þar eru flestir ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur," segir hún. Einar tekur undir að hluti af skýringunni kunni að felast í að karlar sitji frekar undir stýri en konum, en segir engu að síður nokkuð vel rökstuddan grun þeirra á Umferðarstofu að munur sé á kynjunum; konum í vil. Ekki þarf að taka það fram að ungir karlökumenn telja sig konum fremri í ökuleikni, það kom fram í könnun Ríkislögreglustjóra.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira