Gætu unnið náið saman 20. maí 2005 00:01 Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur segir að pólitísk framtíð þess sem verður undir í formannskjöri Samfylkingarinnar ráðist meðal annars af því hversu afgerandi úrslitin verða. Ef það verður mjótt á mununum gæti orðið um nánari samvinnu að ræða. Hann segir litla þátttöku í kosningunum skýrast af því að fleiri séu skráðir í stjórnmálaflokka en kæri sig um. Kosningaþátttakan hjá Samfylkingunni er fremur lítil að margra mati eða tæp 60 prósent. Fjórtán þúsund félagar voru í Samfylkingunni fyrir en eru nú tuttugu þúsund. Sex þúsund bættust við vegna formannskjörsins en einungis rétt rúmur helmingur kaus. Baldur Þórhallsson segir að kosningarannsóknir og skráningartölur flokka sýni að það séu mun fleiri skráðir í íslenska stjórnmálaflokka hlutfallslega en annars staðar á Norðurlöndum. Þetta komi til vegna þess að fjöldi Íslendinga taki þátt í prófkjörum og sé þannig skráður í flokkana án þess að vilja það. Hann telji því að stór hópur fólks sem viti ekki að hann sé í stjórnmálaflokki eða kæri sig ekki um það. Hvað skyldu úrslitin í formannskosningunni bera í skauti sér fyrir þann sem tapar? Er hægt að hugsa sér að annað þeirra geti lifað sínu pólitíska lífi í skugga hins? Baldur bendir á Þorsteinn Pálsson hafi verið ráðherra í fjölda ára eftir að hafa tapað í formannsslag fyrir Davíð Oddssyni. Össsur og Ingibjörg verði væntanlega bæði í forystusveit flokksins áfram. Hins vegar telji að hann ef svo færi að Össur myndi vinna myndi skapast mikill óróleiki meðal stuðningsmanna Ingibjargar Sólrúnar. Hún hafi af mörgum verið talin erfðaprins flokksins og allar skoðanakannanir sýni að hún hafi mun meira fylgi meðal stuðningsmanna Samfylkingarinnar en Össur. Líklega kæmu fram ásakanir um nokkuð sérkennilega smölun í flokkinn ef Össur ynni og það gæti skapast heilmikill óróleiki meðal stuðningsmanna hennar. Aðspurður hver áhrifin verði á pólitískt líf Ingibjargar og Össur ef úrslitin verði mjög afgerandi segir Baldur að ekki sé óeðlilegt að ætla að það þeirra sem tapi dragi sig til hlés í umræðunni en hann sjái fyrir sér að þau geti bæði verið áfram í forystusveit flokksins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur segir að pólitísk framtíð þess sem verður undir í formannskjöri Samfylkingarinnar ráðist meðal annars af því hversu afgerandi úrslitin verða. Ef það verður mjótt á mununum gæti orðið um nánari samvinnu að ræða. Hann segir litla þátttöku í kosningunum skýrast af því að fleiri séu skráðir í stjórnmálaflokka en kæri sig um. Kosningaþátttakan hjá Samfylkingunni er fremur lítil að margra mati eða tæp 60 prósent. Fjórtán þúsund félagar voru í Samfylkingunni fyrir en eru nú tuttugu þúsund. Sex þúsund bættust við vegna formannskjörsins en einungis rétt rúmur helmingur kaus. Baldur Þórhallsson segir að kosningarannsóknir og skráningartölur flokka sýni að það séu mun fleiri skráðir í íslenska stjórnmálaflokka hlutfallslega en annars staðar á Norðurlöndum. Þetta komi til vegna þess að fjöldi Íslendinga taki þátt í prófkjörum og sé þannig skráður í flokkana án þess að vilja það. Hann telji því að stór hópur fólks sem viti ekki að hann sé í stjórnmálaflokki eða kæri sig ekki um það. Hvað skyldu úrslitin í formannskosningunni bera í skauti sér fyrir þann sem tapar? Er hægt að hugsa sér að annað þeirra geti lifað sínu pólitíska lífi í skugga hins? Baldur bendir á Þorsteinn Pálsson hafi verið ráðherra í fjölda ára eftir að hafa tapað í formannsslag fyrir Davíð Oddssyni. Össsur og Ingibjörg verði væntanlega bæði í forystusveit flokksins áfram. Hins vegar telji að hann ef svo færi að Össur myndi vinna myndi skapast mikill óróleiki meðal stuðningsmanna Ingibjargar Sólrúnar. Hún hafi af mörgum verið talin erfðaprins flokksins og allar skoðanakannanir sýni að hún hafi mun meira fylgi meðal stuðningsmanna Samfylkingarinnar en Össur. Líklega kæmu fram ásakanir um nokkuð sérkennilega smölun í flokkinn ef Össur ynni og það gæti skapast heilmikill óróleiki meðal stuðningsmanna hennar. Aðspurður hver áhrifin verði á pólitískt líf Ingibjargar og Össur ef úrslitin verði mjög afgerandi segir Baldur að ekki sé óeðlilegt að ætla að það þeirra sem tapi dragi sig til hlés í umræðunni en hann sjái fyrir sér að þau geti bæði verið áfram í forystusveit flokksins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira