Neitað um ættleiðingu vegna offitu 19. maí 2005 00:01 Kona, sem dómsmálaráðuneytið neitaði um að ættleiða barn vegna offitu, hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Málið, sem var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Konan er 47 ára gömul, með kennaramenntun og sérkennaramenntun að baki og einhleyp. Fyrir tveimur árum sóttst hún eftir því að ættleiða barn frá Kína en fékk neitun frá dómsmálaráðuneytinu vegna offitu og aldurs. Konan skilaði þó inn vottorði frá hjartalækni sem fann enga hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þá sniðgekk ráðuneytið umsögn barnaverndarnefndar Akureyrar sem mælti eindregið með að hún fengi leyfið. Ráðuneytið vísaði umsókninni til stjórnskipaðrar ættleiðingarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að henni ætti að hafna. Konan var þá 45 ára. Það eru fordæmi fyrir því að hjón, þar sem annað þeirra er eldra en 45 ára, hafi fengið leyfi til ættleiðingar. Konan krefst þess að úrskurður ráðuneytisins verði felldur úr gildi og viðurkennt verði að hún uppfylli öll skilyrði til að fá að ættleiða barn frá útlöndum. Við málsmeðferð í dag ítrekaði verjandi íslenska ríkisins að konan væri of gömul og að offita hennar gæti leitt til sjúkdóma. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður hennar, sakar ráðuneytið hins vegar um mismunun og fordóma og segir aðaláherslu lagða á sýnilega þætti, annað sé hunsað. Ragnar segir að það sé sýnilegt að kona sé lágvaxin og þung miðað við hæð. Ef hún hefði reykt eða neytt áfengis hefði það ekki sést, jafnvel ekki ef hún væri alkóhólisti, en þyndin sé sýnileg og það sé látið ráða öllu um niðurstöðuna þrátt fyrir að öll líkamseinkenni hennar séu í lagi. Niðurstöðu í málinu er að vænta innan mánaðar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Kona, sem dómsmálaráðuneytið neitaði um að ættleiða barn vegna offitu, hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Málið, sem var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Konan er 47 ára gömul, með kennaramenntun og sérkennaramenntun að baki og einhleyp. Fyrir tveimur árum sóttst hún eftir því að ættleiða barn frá Kína en fékk neitun frá dómsmálaráðuneytinu vegna offitu og aldurs. Konan skilaði þó inn vottorði frá hjartalækni sem fann enga hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þá sniðgekk ráðuneytið umsögn barnaverndarnefndar Akureyrar sem mælti eindregið með að hún fengi leyfið. Ráðuneytið vísaði umsókninni til stjórnskipaðrar ættleiðingarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að henni ætti að hafna. Konan var þá 45 ára. Það eru fordæmi fyrir því að hjón, þar sem annað þeirra er eldra en 45 ára, hafi fengið leyfi til ættleiðingar. Konan krefst þess að úrskurður ráðuneytisins verði felldur úr gildi og viðurkennt verði að hún uppfylli öll skilyrði til að fá að ættleiða barn frá útlöndum. Við málsmeðferð í dag ítrekaði verjandi íslenska ríkisins að konan væri of gömul og að offita hennar gæti leitt til sjúkdóma. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður hennar, sakar ráðuneytið hins vegar um mismunun og fordóma og segir aðaláherslu lagða á sýnilega þætti, annað sé hunsað. Ragnar segir að það sé sýnilegt að kona sé lágvaxin og þung miðað við hæð. Ef hún hefði reykt eða neytt áfengis hefði það ekki sést, jafnvel ekki ef hún væri alkóhólisti, en þyndin sé sýnileg og það sé látið ráða öllu um niðurstöðuna þrátt fyrir að öll líkamseinkenni hennar séu í lagi. Niðurstöðu í málinu er að vænta innan mánaðar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira