Hver er George Galloway? 17. maí 2005 00:01 Egill Helgason slær fram æði glannalegum fullyrðingum í pósti sínum á Vísi 12. maí þar sem hann víkur að George Galloway, sem var kosinn á þing fyrir vinstriflokkinn Respect í Bretlandi nú um daginn: „... Galloway naut annað slagið gistivináttu Saddams Hussein löngu eftir að hann var orðinn útlægur úr samfélagi þjóðanna; þingmaðurinn og einræðisherrann urðu miklir kumpánar.“ Og síðan er andófið gegn Íraksstríðinu gert tortryggilegt með fullyrðingunni: „Það eru einkennilegir tímar þegar marxistar á Vesturlöndum telja sig eiga sameiginlegan málstað með íslömskum vígamönnum.“ Hver er George Galloway? Hann varð ungur að árum virkur í Verkamannaflokknum, formaður flokksins í Skotlandi 1980, aðeins 26 ára gamall, og þingmaður 1987. Hann tilheyrði vinstri armi flokksins og styður samtök friðarsinna og kjarnorkuvopnaandstæðinga, Campaign for Nuclear Disarmament (CDN). Hann hefur skipt sér mikið af utanríkismálum með áherslu á Líbíu, Pakistan, Írak og Palestínu. Tvítugur að aldrei árið 1974 hóf hann þátttöku í samstöðustarfi með Palestínumönnum í heimabæ sínum, Dundee í Skotlandi. Hann hefur tekið þátt í rekstri útgáfufyrirtækja, svo sem Asian Voice sem hóf árið 1996 útgáfu tímarits sem kallaðist East. Hann var þá sakaður að hafa þegið allháar peningaupphæðir frá stjórnvöldum í Pakistan gegn jákvæðri umfjöllun um Pakistan en hann varði sig með því að þetta væru greiðslur fyrir auglýsingar. Galloway andæfði Persaflóaastríðinu 1991 og viðskiptabanninu á Írak í kjölfar þess. Hann fór nokkrum sinnum til Íraks og hitti ýmsa háttsetta menn. Árið 1994 hitti hann Saddam Hussein og var þá gagnrýndur fyrir að hafa ávarpað hann með orðunum: "Sir, I salute your courage, your strength, your indefatigability". Galloway sagði um misskilning að ræða, orðunum hefði veirð beint til írösku þjóðarinnar í heild. Þá var hann einnig gagnrýndur fyrir að hafa eytt jólunum 1999 með Tariq Aziz forsætisráðherra Íraks, en reyndar átti hann bara fund með Aziz á jóladag. Galloway hitti Saddam Hussein öðru sinni árið 2002 og reyndi þá að fá hann til að samþykkja að vopnaeftirlitsmenn SÞ kæmu aftur til Íraks (rétt er að geta þess að þeir voru ekki reknir frá Írak, eins og oft hefur verið haldið fram, heldur kallaðir heim árið 1998 að kröfu Bandaríkjamanna). Ásökunum um vinsamleg tengsl við Saddam Hussein hefur Galloway m.a. svarað með tilvísun til þátttöku í samtökum sem börðust gegn stjórn Saddams Hussein á níunda áratugnum og gagnrýni sinnar þá á stuðning Bretlands við stjórn Husseins og vopnasölu til Íraks á þeim tíma. Galloway fór ýmsar leiðir í baráttu sinni gegn viðskiptabanninu og stóð m.a. fyrir söfnun til kaupa á mat og lyfjum Írak. Árið 1998 átti hann þátt í stofnun Mariam Appeal sem var einshverskonar sambland af sjóði og samtökum sem beittu sér gegn viðskiptabanninu á Írak. Árið 2003 komu fram ásakanir um fjármálamisferli sem voru rannsakaðar af þartilbærri stofnun, Charity Commission. Niðurstaðan var að um vissa óreiðu hefði verið að ræða en ekkert misferli. M.a. var þarna um að ræða framlög fra jórdönskum athafnamanni, Fawaz Zuriekat, sem reyndar varð formaður sjóðsins árið 2001. 22. apríl 2003 birti Daily Telegraph gögn sem blaðið sagði fréttaritara sinn hafa fundið í rústum utanríkisráðuneytisins í Bagdad og sýndu að Galloway hefði átt fundi með íröskum leyniþjónustumönnum og fengið háar peningaupphæðir árlega út úr olíusölunni sem kennd hefur verið við „Oil for food“. Galloway neitaði þessum ásökunum, fór í mál við Daily Telegraph og vann málið. Christian Science Monitor birti einnig 25. apríl 2003 frétt um að Galloway hefði fengið meira en eina milljón dollara frá íröskum stjórnvöldum en tveim mánuðum seinna viðurkenndi blaðið að gögnin sem fréttin byggðist á hefðu verið fölsuð. Í janúar 2004 birtist frétt í blaðinu al-Mada í Írak um skjöl sem fundust í írösku olíufyrirtæki um að Galloway hefði tekið við miklum fjárupphæðum frá því. Galloway hefur ekki neitað því en sagt að hér hefði verið um að ræða eðlileg framlög til Mariam Appeal-sjóðsins. Iraq Survey Group (ISG) er rannsóknarhópur sem innrásraríkin settu á fót eftir innrásina 2003 til að leita gjöreyðingavopna. Það eru Pentagon og CIA sem skipuleggja starfsemi hópsins. Í október 2004 komu fram fullyrðingar frá ISG um að Galloway hefði tekið við peningum frá íröskum stjórnvöldum til að hafa áhrif á erlenda stjórnmálamenn. Galloway hefur neitað því. Og 12. maí birtist skýrsla rannsóknarnefndar bandarísku öldungadeildarinnar þar sem koma fram ásakanir á hendur Galloway og Charles Pasqua fyrrum utanríkisráðherra Frakka um að þeir hafi hagnast óeðlilega á olíuverslun í tengslum við „Oil for food“-prógrammið. Galloway hafnar þessum ásökunum. Ef marka má frétt í Guardian 13. maí er erfitt að hendar reiður á þessum ásökunum þingnefndarinnar, en inn í þetta blandast bersýnilega Mariam Appeal-sjóðurinn og athafnamaðurinn jórdanski, Fawaz Zuriekat. Að miklu leyti virðast þetta vera svipaðar ásakanir og raktar hafa verið hér að framan. Það er niðurstaða blaðamanns Guardian að engar sannanir séu fyrir því að neinir olíupeningar frá Írak hafi lent í vösum Galloways. En hvað um vinsamleg samskipti Galloways við Saddam Hussein og írösk stjórnvöld. Hér hefur verið vikið að nokkrum staðreyndum varðandi þau. Það hefur komið fram að Galloway var mjög gagnrýninn gagnvart Saddam Hussein fyrir 1990. Eftir að Persaflóastríðið og viðskiptabannið hefst og síðan Íraksstríðið 2003 breytast aðstæður nokkuð. Það er ekki bara Galloway sem hefur lent í klemmu, það á einnig við um fleiri sem hafa barist gegn þessum innrásum og viðskiptabanninu. Þessi klemma endurspeglast kannski í orðum Egils Helgasonar: „Það eru einkennilegir tímar þegar marxistar á Vesturlöndum telja sig eiga sameiginlegan málstað með íslömskum vígamönnum.“ Reyndar held ég að fæstir marxistar á Vesturlöndum telji sig eiga sameiginlegan málstað með íslömskum vígamönnum þó að svo geti virst um stund og reyndar er ekkert óvanalegt né óeðlilegt að fólk sem alla jafna er á öndverðum meiði eigi að einhverju leyti sameiginlegan málstað um tíma. Þess er skemmst að minnast að baráttumenn gegn Íraksstríðinu voru oft sakaðir að standa með Saddam Hussein og nú eru heilmiklar umræður innan hreyfingarinnar gegn stríðinu um afstöðuna til andstöðunnar í Írak – hvar eru t.d. skilin milli andspyrnuhreyfingar og hryðjuverkamanna? Og eigum við að styðja aðgerðir hernámsliðsins gegn hryðjuverkamönnum – erum við þar með að viðurkenna hernámið? Lýðræðisleg öfl í Írak, svo sem verkalýðshreyfingin og kvennahreyfingin, hafa haft nokkuð tvíbenta afstöðu þar sem þau hafa fagnað falli Saddams Hussein en jafnframt gagnrýnt innrásina og hernámið. Það hafa ekki allir svarað þessum spurningum á sama veg. Á hitt ber líka að líta að í baráttu sinni gegn viðskiptabanninu og þegar hann var að nýta aðstöðu sína sem þingmaður til að hitta íraska ráðamenn, m.a. til að fá þá til að taka aftur við vopnaeftirlitsmönnum, þá varð hann að vera diplómatískur, sýna ákveðna kurteisi. Ef við ættum að tína til alla þá kurteisi sem vestrænir ráðamenn hafa sýnt ýmiskonar harðstjórum, þá mundi það víst æra óstöðugan. En það eru oftast gerðar strangari siðferðiskröfur til róttækra vinstrimanna en annarra. Það er sjálfsagt eðlilegt. Ég þekki málfluting George Galloways ekki til hlítar og má vera að eitthvað megi að honum finna, en ég hef ekki séð að hægt sé að kalla hann eitthvert handbendi eða sérstakan kumpána Saddams Hussein. Einar Ólafsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Egill Helgason slær fram æði glannalegum fullyrðingum í pósti sínum á Vísi 12. maí þar sem hann víkur að George Galloway, sem var kosinn á þing fyrir vinstriflokkinn Respect í Bretlandi nú um daginn: „... Galloway naut annað slagið gistivináttu Saddams Hussein löngu eftir að hann var orðinn útlægur úr samfélagi þjóðanna; þingmaðurinn og einræðisherrann urðu miklir kumpánar.“ Og síðan er andófið gegn Íraksstríðinu gert tortryggilegt með fullyrðingunni: „Það eru einkennilegir tímar þegar marxistar á Vesturlöndum telja sig eiga sameiginlegan málstað með íslömskum vígamönnum.“ Hver er George Galloway? Hann varð ungur að árum virkur í Verkamannaflokknum, formaður flokksins í Skotlandi 1980, aðeins 26 ára gamall, og þingmaður 1987. Hann tilheyrði vinstri armi flokksins og styður samtök friðarsinna og kjarnorkuvopnaandstæðinga, Campaign for Nuclear Disarmament (CDN). Hann hefur skipt sér mikið af utanríkismálum með áherslu á Líbíu, Pakistan, Írak og Palestínu. Tvítugur að aldrei árið 1974 hóf hann þátttöku í samstöðustarfi með Palestínumönnum í heimabæ sínum, Dundee í Skotlandi. Hann hefur tekið þátt í rekstri útgáfufyrirtækja, svo sem Asian Voice sem hóf árið 1996 útgáfu tímarits sem kallaðist East. Hann var þá sakaður að hafa þegið allháar peningaupphæðir frá stjórnvöldum í Pakistan gegn jákvæðri umfjöllun um Pakistan en hann varði sig með því að þetta væru greiðslur fyrir auglýsingar. Galloway andæfði Persaflóaastríðinu 1991 og viðskiptabanninu á Írak í kjölfar þess. Hann fór nokkrum sinnum til Íraks og hitti ýmsa háttsetta menn. Árið 1994 hitti hann Saddam Hussein og var þá gagnrýndur fyrir að hafa ávarpað hann með orðunum: "Sir, I salute your courage, your strength, your indefatigability". Galloway sagði um misskilning að ræða, orðunum hefði veirð beint til írösku þjóðarinnar í heild. Þá var hann einnig gagnrýndur fyrir að hafa eytt jólunum 1999 með Tariq Aziz forsætisráðherra Íraks, en reyndar átti hann bara fund með Aziz á jóladag. Galloway hitti Saddam Hussein öðru sinni árið 2002 og reyndi þá að fá hann til að samþykkja að vopnaeftirlitsmenn SÞ kæmu aftur til Íraks (rétt er að geta þess að þeir voru ekki reknir frá Írak, eins og oft hefur verið haldið fram, heldur kallaðir heim árið 1998 að kröfu Bandaríkjamanna). Ásökunum um vinsamleg tengsl við Saddam Hussein hefur Galloway m.a. svarað með tilvísun til þátttöku í samtökum sem börðust gegn stjórn Saddams Hussein á níunda áratugnum og gagnrýni sinnar þá á stuðning Bretlands við stjórn Husseins og vopnasölu til Íraks á þeim tíma. Galloway fór ýmsar leiðir í baráttu sinni gegn viðskiptabanninu og stóð m.a. fyrir söfnun til kaupa á mat og lyfjum Írak. Árið 1998 átti hann þátt í stofnun Mariam Appeal sem var einshverskonar sambland af sjóði og samtökum sem beittu sér gegn viðskiptabanninu á Írak. Árið 2003 komu fram ásakanir um fjármálamisferli sem voru rannsakaðar af þartilbærri stofnun, Charity Commission. Niðurstaðan var að um vissa óreiðu hefði verið að ræða en ekkert misferli. M.a. var þarna um að ræða framlög fra jórdönskum athafnamanni, Fawaz Zuriekat, sem reyndar varð formaður sjóðsins árið 2001. 22. apríl 2003 birti Daily Telegraph gögn sem blaðið sagði fréttaritara sinn hafa fundið í rústum utanríkisráðuneytisins í Bagdad og sýndu að Galloway hefði átt fundi með íröskum leyniþjónustumönnum og fengið háar peningaupphæðir árlega út úr olíusölunni sem kennd hefur verið við „Oil for food“. Galloway neitaði þessum ásökunum, fór í mál við Daily Telegraph og vann málið. Christian Science Monitor birti einnig 25. apríl 2003 frétt um að Galloway hefði fengið meira en eina milljón dollara frá íröskum stjórnvöldum en tveim mánuðum seinna viðurkenndi blaðið að gögnin sem fréttin byggðist á hefðu verið fölsuð. Í janúar 2004 birtist frétt í blaðinu al-Mada í Írak um skjöl sem fundust í írösku olíufyrirtæki um að Galloway hefði tekið við miklum fjárupphæðum frá því. Galloway hefur ekki neitað því en sagt að hér hefði verið um að ræða eðlileg framlög til Mariam Appeal-sjóðsins. Iraq Survey Group (ISG) er rannsóknarhópur sem innrásraríkin settu á fót eftir innrásina 2003 til að leita gjöreyðingavopna. Það eru Pentagon og CIA sem skipuleggja starfsemi hópsins. Í október 2004 komu fram fullyrðingar frá ISG um að Galloway hefði tekið við peningum frá íröskum stjórnvöldum til að hafa áhrif á erlenda stjórnmálamenn. Galloway hefur neitað því. Og 12. maí birtist skýrsla rannsóknarnefndar bandarísku öldungadeildarinnar þar sem koma fram ásakanir á hendur Galloway og Charles Pasqua fyrrum utanríkisráðherra Frakka um að þeir hafi hagnast óeðlilega á olíuverslun í tengslum við „Oil for food“-prógrammið. Galloway hafnar þessum ásökunum. Ef marka má frétt í Guardian 13. maí er erfitt að hendar reiður á þessum ásökunum þingnefndarinnar, en inn í þetta blandast bersýnilega Mariam Appeal-sjóðurinn og athafnamaðurinn jórdanski, Fawaz Zuriekat. Að miklu leyti virðast þetta vera svipaðar ásakanir og raktar hafa verið hér að framan. Það er niðurstaða blaðamanns Guardian að engar sannanir séu fyrir því að neinir olíupeningar frá Írak hafi lent í vösum Galloways. En hvað um vinsamleg samskipti Galloways við Saddam Hussein og írösk stjórnvöld. Hér hefur verið vikið að nokkrum staðreyndum varðandi þau. Það hefur komið fram að Galloway var mjög gagnrýninn gagnvart Saddam Hussein fyrir 1990. Eftir að Persaflóastríðið og viðskiptabannið hefst og síðan Íraksstríðið 2003 breytast aðstæður nokkuð. Það er ekki bara Galloway sem hefur lent í klemmu, það á einnig við um fleiri sem hafa barist gegn þessum innrásum og viðskiptabanninu. Þessi klemma endurspeglast kannski í orðum Egils Helgasonar: „Það eru einkennilegir tímar þegar marxistar á Vesturlöndum telja sig eiga sameiginlegan málstað með íslömskum vígamönnum.“ Reyndar held ég að fæstir marxistar á Vesturlöndum telji sig eiga sameiginlegan málstað með íslömskum vígamönnum þó að svo geti virst um stund og reyndar er ekkert óvanalegt né óeðlilegt að fólk sem alla jafna er á öndverðum meiði eigi að einhverju leyti sameiginlegan málstað um tíma. Þess er skemmst að minnast að baráttumenn gegn Íraksstríðinu voru oft sakaðir að standa með Saddam Hussein og nú eru heilmiklar umræður innan hreyfingarinnar gegn stríðinu um afstöðuna til andstöðunnar í Írak – hvar eru t.d. skilin milli andspyrnuhreyfingar og hryðjuverkamanna? Og eigum við að styðja aðgerðir hernámsliðsins gegn hryðjuverkamönnum – erum við þar með að viðurkenna hernámið? Lýðræðisleg öfl í Írak, svo sem verkalýðshreyfingin og kvennahreyfingin, hafa haft nokkuð tvíbenta afstöðu þar sem þau hafa fagnað falli Saddams Hussein en jafnframt gagnrýnt innrásina og hernámið. Það hafa ekki allir svarað þessum spurningum á sama veg. Á hitt ber líka að líta að í baráttu sinni gegn viðskiptabanninu og þegar hann var að nýta aðstöðu sína sem þingmaður til að hitta íraska ráðamenn, m.a. til að fá þá til að taka aftur við vopnaeftirlitsmönnum, þá varð hann að vera diplómatískur, sýna ákveðna kurteisi. Ef við ættum að tína til alla þá kurteisi sem vestrænir ráðamenn hafa sýnt ýmiskonar harðstjórum, þá mundi það víst æra óstöðugan. En það eru oftast gerðar strangari siðferðiskröfur til róttækra vinstrimanna en annarra. Það er sjálfsagt eðlilegt. Ég þekki málfluting George Galloways ekki til hlítar og má vera að eitthvað megi að honum finna, en ég hef ekki séð að hægt sé að kalla hann eitthvert handbendi eða sérstakan kumpána Saddams Hussein. Einar Ólafsson
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun