Stuðningur mestur á landsbyggðinni 11. maí 2005 00:01 Meirihluti landsmanna styður áframhaldandi samstarf Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna í Reykjavíkurlistanum, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 61 prósent þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar töldu það rétt að flokkarnir sem standa að R-listanum bjóði aftur fram saman til borgarstjórnar. 39 prósent voru því andvíg. Nokkur munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru því greinilega ekki eins fylgjandi að R-listinn bjóði aftur fram, því einungis tæpur meirihluti þeirra, 54,6 prósent voru því fylgjandi, en tæplega 72 prósent landsbyggðarfólks. Þá eru konur aðeins líklegri til að styðja R-listann, en tæplega 73 prósent kvenna telja það rétt að R-listinn bjóði aftur fram, en tæplega 60 prósent karla. Ef einungis er litið til þeirra íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem jafnframt segjast myndu kjósa Framsóknarflokk, Samfylkingu eða Vinstri græna, væri boðað til kosninga nú, virðast stuðningsmenn flokkanna sem standa að R-listanum vera minna spenntir fyrir framtíð hans en stuðningsmenn annarra flokka, ásamt þeim sem eru óákveðnir eða gefa ekki upp hvað þeir kjósa. Rétt tæpur meirihluti, 52,3 prósent stuðningsmanna flokka sem standa að R-listanum eru því fylgjandi að R-listinn bjóði fram aftur. 47,7 prósent eru því andvíg. Innan þessa hóps eru konur heldur hlynntari áframhaldandi R-lista en karlar. 62,2 prósent kvenna eru þessu fylgjandi, en minnihluti karla, einungis 45,5 prósent. Hafa verður í huga að af 480 svarendum á höfuðborgarsvæðinu sögðust 145 ætla að kjósa einhvern þeirra flokka sem stendur að R-listanum. Af þessum 145 voru það 111 sem gáfu upp afstöðu gagnvart framtíð R-listans. Stefán Jón Hafstein segist mjög ánægður með að heyra að R-listinn hafi sama fylgi í þessari könnun og í kosningum, þrátt fyrir mörg erfið mál á kjörtímabilinu. "Ég túlka það sem svo að R-listinn eigi mikil sóknarfæri ef hann heldur rétt á sínum málum." Hringt var í 800 manns 8. febrúar, sem skiptust jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Er rétt að flokkarnir sem standa að R-listanum bjóði aftur fram saman til borgarstjórnar? 67 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Meirihluti landsmanna styður áframhaldandi samstarf Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna í Reykjavíkurlistanum, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 61 prósent þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar töldu það rétt að flokkarnir sem standa að R-listanum bjóði aftur fram saman til borgarstjórnar. 39 prósent voru því andvíg. Nokkur munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru því greinilega ekki eins fylgjandi að R-listinn bjóði aftur fram, því einungis tæpur meirihluti þeirra, 54,6 prósent voru því fylgjandi, en tæplega 72 prósent landsbyggðarfólks. Þá eru konur aðeins líklegri til að styðja R-listann, en tæplega 73 prósent kvenna telja það rétt að R-listinn bjóði aftur fram, en tæplega 60 prósent karla. Ef einungis er litið til þeirra íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem jafnframt segjast myndu kjósa Framsóknarflokk, Samfylkingu eða Vinstri græna, væri boðað til kosninga nú, virðast stuðningsmenn flokkanna sem standa að R-listanum vera minna spenntir fyrir framtíð hans en stuðningsmenn annarra flokka, ásamt þeim sem eru óákveðnir eða gefa ekki upp hvað þeir kjósa. Rétt tæpur meirihluti, 52,3 prósent stuðningsmanna flokka sem standa að R-listanum eru því fylgjandi að R-listinn bjóði fram aftur. 47,7 prósent eru því andvíg. Innan þessa hóps eru konur heldur hlynntari áframhaldandi R-lista en karlar. 62,2 prósent kvenna eru þessu fylgjandi, en minnihluti karla, einungis 45,5 prósent. Hafa verður í huga að af 480 svarendum á höfuðborgarsvæðinu sögðust 145 ætla að kjósa einhvern þeirra flokka sem stendur að R-listanum. Af þessum 145 voru það 111 sem gáfu upp afstöðu gagnvart framtíð R-listans. Stefán Jón Hafstein segist mjög ánægður með að heyra að R-listinn hafi sama fylgi í þessari könnun og í kosningum, þrátt fyrir mörg erfið mál á kjörtímabilinu. "Ég túlka það sem svo að R-listinn eigi mikil sóknarfæri ef hann heldur rétt á sínum málum." Hringt var í 800 manns 8. febrúar, sem skiptust jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Er rétt að flokkarnir sem standa að R-listanum bjóði aftur fram saman til borgarstjórnar? 67 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira