Flokkarnir fá 295 milljónir 11. maí 2005 00:01 Hið opinbera styrkir stjórnmálaflokkana um 295 milljónir á ári. Þetta kom fram í nýrri skýrslu forsætisráðherra sem rædd var á Alþingi í dag en þar er ekki tekið á styrkjum fyrirtækja og einstaklinga. Skýrslan var unnin að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur sem sagði að tekið hefði tvö ár að knýja hana í gegn. Engar tölur liggja fyrir um stuðning fyrirtækja og einstaklinga í skýrslu ráðherra en fram kemur að fjárframlög til flokkana hafa aukist um sextíu prósent á síðustu fimm árum. Forsætisráðherra hefur skrifað formönnum allra stjórnmálaflokkanna bréf og óskað eftir því að þeir tilnefni fulltrúa í nefnd sem á að endurskoða lög um fjárreiður stjórnmálaflokka. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingunni segist hafa öruggar heimildir fyrir því að upplýsingar um fjárstuðning einstaklinga og fyrirtækja sé auðvelt að nálgast hjá skattyfirvöldum. Hún segir að á síðustu sjö árum hafi gjafir og framlög sem séu frádráttarbær numið rúmlega þremur milljörðum króna. Jóhanna ítrekaði beiðni sína um þessar upplýsingar og sagði að að sínu áliti kæmi fyllilega til greina að banna stuðning einkaaðila við stjórnmálaflokka og spurði um afstöðu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til þess. Hann spurði á móti hvað það ætti að þýða að vera sífellt að ala á tortryggni og vera með dylgjur í þessum málum. Það yrði einungis til þess að grafa undan trausti á stjórnmálum almennt. Einar K Guðfinnsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, sagði dæmalausa sýndarmennsku og kattaþvott hafa einkennt málflutning stjórnarandstöðunnar í umræðum um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Hann vísaði því á bug að niðurstaða nefndar árið 1995 um fjárreiður stjórnmálaflokka hefði ráðist vegna hótana um að hætta opinberum fjárstuðningi, eins og Jóhanna héldi fram. Helgi Hjörvar Samfylkingunni sagði mikilvægt að taka af öll tvímæli að engin annarleg sjónarmið séu uppi, endi hyggi hann að svo sé ekki. En til þess þurfi að hafa reglur; í dag geti ekki orðið fjármálahneyksli í stjórnmálaflokki á Íslandi vegna þess að engar reglur séu til staðar til að brjóta. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Hið opinbera styrkir stjórnmálaflokkana um 295 milljónir á ári. Þetta kom fram í nýrri skýrslu forsætisráðherra sem rædd var á Alþingi í dag en þar er ekki tekið á styrkjum fyrirtækja og einstaklinga. Skýrslan var unnin að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur sem sagði að tekið hefði tvö ár að knýja hana í gegn. Engar tölur liggja fyrir um stuðning fyrirtækja og einstaklinga í skýrslu ráðherra en fram kemur að fjárframlög til flokkana hafa aukist um sextíu prósent á síðustu fimm árum. Forsætisráðherra hefur skrifað formönnum allra stjórnmálaflokkanna bréf og óskað eftir því að þeir tilnefni fulltrúa í nefnd sem á að endurskoða lög um fjárreiður stjórnmálaflokka. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingunni segist hafa öruggar heimildir fyrir því að upplýsingar um fjárstuðning einstaklinga og fyrirtækja sé auðvelt að nálgast hjá skattyfirvöldum. Hún segir að á síðustu sjö árum hafi gjafir og framlög sem séu frádráttarbær numið rúmlega þremur milljörðum króna. Jóhanna ítrekaði beiðni sína um þessar upplýsingar og sagði að að sínu áliti kæmi fyllilega til greina að banna stuðning einkaaðila við stjórnmálaflokka og spurði um afstöðu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til þess. Hann spurði á móti hvað það ætti að þýða að vera sífellt að ala á tortryggni og vera með dylgjur í þessum málum. Það yrði einungis til þess að grafa undan trausti á stjórnmálum almennt. Einar K Guðfinnsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, sagði dæmalausa sýndarmennsku og kattaþvott hafa einkennt málflutning stjórnarandstöðunnar í umræðum um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Hann vísaði því á bug að niðurstaða nefndar árið 1995 um fjárreiður stjórnmálaflokka hefði ráðist vegna hótana um að hætta opinberum fjárstuðningi, eins og Jóhanna héldi fram. Helgi Hjörvar Samfylkingunni sagði mikilvægt að taka af öll tvímæli að engin annarleg sjónarmið séu uppi, endi hyggi hann að svo sé ekki. En til þess þurfi að hafa reglur; í dag geti ekki orðið fjármálahneyksli í stjórnmálaflokki á Íslandi vegna þess að engar reglur séu til staðar til að brjóta.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira