Þörf á varanlegri lausn 10. maí 2005 00:01 Hjúkrunarfræðingur sem starfaði á geðdeild Landspítalans telur samfélaginu stafa hætta af sjúku fólki sem útskrifað hefur verið af geðdeild. Lögreglan í Reykjavík segir úrbóta þörf því oft lendi lögreglumenn í hættu í samskiptum við veikt fólk sem þurfi varanlegri lausn á sínum vanda en vist í fangaklefa. Hjúkrunarfræðingurinn sem starfaði á geðdeild Landspítalans segir að sjúklingarnir sem voru mest veikir, þ.e. þeir hættulegu, hafi að hennar mati, ekki fengið þá meðferð sem þeir þarfnist. Starfsfólkið hafi óttast þá á meðan þeir voru á deildinni. Hjúkrunarfræðingurinn hætti störfum á geðdeildinni vegna óánægju með úrræðaleysi kerfisins. Hún segir það einungis tímaspursmál hvenær þessir bráðveiku og hættulegu einstaklingar valdi stórkostlegum skaða. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að lögreglan hafi oft afskipti af einstaklingum sem séu veikir á geði. Yfirleitt sé farið með þá á geðdeild Landspítalans en ekki sé alltaf tekið við þeim. Karl segir að mismunandi skoðanir séu á því innan kerfisins hvað teljist hættulegir einstaklingar. Aðalatriðið sé að finna lausn. Einungis þurfi að horfa til atburða undanfarið til að sjá hve málið er alvarlegt. Þeir sem koma að umönnun geðsjúkra segja að um tuttugu manns sem telja megi hættulegt fái ekki viðeigandi meðferð og gangi því lausir. Karl Steinar segir að lögreglan hafi afskipti af sömu einstaklingum aftur og aftur þannig að út frá sjónarhóli lögreglunnar virðist þurfa ansi mikið til til þess að það sé fundin varanleg lausn þeim vanda sem einstaklingar glíma við. Aðspurður hvort lögreglumenn hafi lent í aðstæðum sem séu beinlínis hættulegar þegar þeir hafi nálgast geðsjúka menn segir Karl Steinar að það hafi þeir gert, ekki sé hægt að leyna því. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur sem starfaði á geðdeild Landspítalans telur samfélaginu stafa hætta af sjúku fólki sem útskrifað hefur verið af geðdeild. Lögreglan í Reykjavík segir úrbóta þörf því oft lendi lögreglumenn í hættu í samskiptum við veikt fólk sem þurfi varanlegri lausn á sínum vanda en vist í fangaklefa. Hjúkrunarfræðingurinn sem starfaði á geðdeild Landspítalans segir að sjúklingarnir sem voru mest veikir, þ.e. þeir hættulegu, hafi að hennar mati, ekki fengið þá meðferð sem þeir þarfnist. Starfsfólkið hafi óttast þá á meðan þeir voru á deildinni. Hjúkrunarfræðingurinn hætti störfum á geðdeildinni vegna óánægju með úrræðaleysi kerfisins. Hún segir það einungis tímaspursmál hvenær þessir bráðveiku og hættulegu einstaklingar valdi stórkostlegum skaða. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að lögreglan hafi oft afskipti af einstaklingum sem séu veikir á geði. Yfirleitt sé farið með þá á geðdeild Landspítalans en ekki sé alltaf tekið við þeim. Karl segir að mismunandi skoðanir séu á því innan kerfisins hvað teljist hættulegir einstaklingar. Aðalatriðið sé að finna lausn. Einungis þurfi að horfa til atburða undanfarið til að sjá hve málið er alvarlegt. Þeir sem koma að umönnun geðsjúkra segja að um tuttugu manns sem telja megi hættulegt fái ekki viðeigandi meðferð og gangi því lausir. Karl Steinar segir að lögreglan hafi afskipti af sömu einstaklingum aftur og aftur þannig að út frá sjónarhóli lögreglunnar virðist þurfa ansi mikið til til þess að það sé fundin varanleg lausn þeim vanda sem einstaklingar glíma við. Aðspurður hvort lögreglumenn hafi lent í aðstæðum sem séu beinlínis hættulegar þegar þeir hafi nálgast geðsjúka menn segir Karl Steinar að það hafi þeir gert, ekki sé hægt að leyna því.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira