Spáð í kosningakerfi 6. maí 2005 00:01 Kosningakerfið í Bretlandi er stóreinkennilegt. Það er náttúrlega makalaust að flokkur sem hefur aðeins 35,4 prósent atkvæða nái hreinum meirihluta á þingi. Og ef notuð er sama aðferðin og beitt var á Ólaf Ragnar eftir síðustu forsetakosningar má finna út að einungis um 20 prósent atkvæðisbærra Breta kusu Verkamannaflokkinn. Það munar aðeins 3 prósentustigum á Verkamannaflokknum og Íhaldsflokknum. En í þingmönnum talið er munurinn 158. Í kosningakerfinu á Íslandi eru 3 prósentustig varla nema 1-2 þingmenn. Breska kerfið hefur þó þann kost að þar eru hreinar línur. Maður þarf ekki að velkjast í vafa um hverjir eru við völd og hver eru stefnumál ríkisstjórnar sem tekur við eftir kosningar. Það eru engar grautarlegar málamiðlanir, engin skringileg eftirgjöf á embættum og menn hlaupa heldur ekki svo glatt frá loforðum. --- --- --- Hérna höfum við kerfi hlutfallskosninga. Það er réttlátara gagnvart minni flokkum sem fá þingsæti nokkurn veginn í samræmi við atkvæðamagn – ólíkt til dæmis Frjálslyndum demókrötum í Bretlandi. Hins vegar vitum við aldrei fyrir víst hvers konar ríkisstjórn tekur við að kosningum loknum. Eftir kosningar byrja flokkarnir að semja sín á milli; það er yfirleitt látið eins og kjósendum komi stjórnarmyndunarviðræður lítið við. Það er auðvelt að fara í skollaleik með kosningaloforðin. Yfirleitt er niðurstaðan sú sama: Framsóknarflokkurinn er í stjórn. Fátt bendir til að verði breyting þar á, nema að fylgið hrynji endanlega af flokknum. Það eru ekki úrslit kosninga sem ráða því endilega hverjir eru í stjórn, heldur samningamakkið eftir kjördag. Framsóknarflokkurinn hefur til dæmis tvívegis fengið forsætisráðherraembættið eftir að hafa aðeins fengið um 17 prósent atkvæða. --- --- --- Í Skandinavíu er siður að liggi fyrir áður en kosið er hverjir vinna saman eftir kosningar. Það er ekki eins og hér þar sem allir ganga "óbundnir" til kosninga. Kjósendur vita nokkurn veginn hvað þeir eru að kjósa yfir sig. Á Norðurlöndunum er líka kerfi minnihlutastjórna sem veldur því að áhrif minni flokka eru takmörkuð; þeir fá yfirleitt ekki sæti í ríkisstjórnum heldur geta veitt stærri flokkunum stuðning gegn því að tekið sé tillit til ákveðinna mála sem þeir leggja áherslu á. Þannig geta miðjuflokkar ekki sífellt verið að semja sig til meiri áhrifa með því að vinna til skiptis til hægri og vinstri, óháð umboði kjósenda. --- --- --- Um daginn birti ég bréf frá Hannesi Ríkarðssyni með vangaveltum um hvernig farið er með niðurstöður kosninga á Íslandi. Hann kvartaði undan því að kjósendum fyndust atkvæði sín skipta litlu máli, enda hefðu þeir lítið um það að segja hvers konar ríkisstjórnir tækju við. Þetta hefði verið rætt hér í áratugi en ekkert hefði gerst. Hannes stakk upp á að einföld hugmynd yrði tekin upp samhliða endurskoðun stjórnarskrárinnar. Hún er svohljóðandi: "Reglurnar yrðu einfaldlega þannig að ef tveir flokkar eða fleiri mynda ríkisstjórn yrði ráðherrafjöldi hvers flokks að endurspegla þingstyrk viðkomandi flokks á Alþingi og sá flokkur sem flesta þingmenn hefði ávallt í forystu - þ.e. ekki yrði hægt að semja um forsætisráðherraembættið. Með þessu væri búið að taka burt þennan kaleik frá stjórnmálamönnum sem eilífar samningaviðræður eftir kosningar hljóta að vera - reglurnar væru skýrar og kæmu jafnt niðrá öllum og augljóst væri að ráðherrafjöldi stjórnarflokkanna endurspeglaði mjög skýrt stærð þeirra í samfélaginu." --- --- --- Kosningaúrslitin í Bretlandi eru jákvæð að því leyti að Tony Blair fær að súpa seyðið af einkennilegum málatilbúnaði varðandi Írak, villandi upplýsingum og hálfsannleik. Það er nokkur sigur fyrir lýðræðið – alveg burtséð frá því hvort menn eru með eða á móti stríðinu. Ég hef samt ekki trú á að Blair sé á förum strax. Í sögubókunum mun standa að hann hafi fært Verkamannaflokknum þrjá kosningasigra í röð. Á þeirri blaðsíðu verður Gordon Brown neðanmálsgrein. Íhaldsflokkurinn vinnur engan sigur, þótt reynt sé að útbreiða þá þjóðsögu. Það er oft merkilegt að fylgjast með stjórnmálaflokkum túlka kosningaúrslit eftir á. Íhaldsflokkurinn er ekki tækur í ríkisstjórn undir forystu manns eins og Michaels Howards; Verkamannaflokkurinn hefði ekkert tapað á því ef hann hefði haldið áfram. Það er rétt sem sagt er – það er eitthvað skuggalegt við Howard. Í kosningaútsendingu BBC í nótt brá fyrir frambærilegasta manni Íhaldsflokksins, Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra. Það er maður sem talar beint út, laus við allt röfl. Hann er eini forystumaður Íhaldsflokksins hin síðari ár sem hefur getað höfðað til kjósenda á miðjunni. En því miður er tími hans líklega liðinn. Andstæðingar Evrópusambandsins innan flokksins þola hann ekki. Því hefur Íhaldsflokkurinn kosið yfir sig þrjá glataða leiðtoga í röð: William Hague, Ian Duncan-Smith og Michael Howard. Er nokkuð djarft að spá því að Íhaldsflokkurinn tapi líka kosningunum eftir 4-5 ár? Eyðimerkurgöngunni er alls ekki lokið. --- --- --- Hér er annars áhugaverð grein með yfirliti yfir kosningaúrslit í Bretlandi frá 1945 til 1997. Það er merkilegt að sjá hversu hlutfall bæði Verkamananflokksins og Íhaldsflokksins er lágt í sögulegu samhengi, sérstaklega Íhaldsflokksins. Það má segja að úrslitin ráðist ekki af miklu fylgi Verkamannaflokksins heldur afar slakri útkomu Íhaldsflokksins. Frjálslyndir eru hins vegar í hámarksfylgi. --- --- --- Það gengur fjöllunum hærra að Guðmundur Árni Stefánsson ætli að þiggja embætti sendiherra í Kaupmannahöfn. Þetta segir auðvitað það að Guðmundur Árni er partur af "the old boys network"; það er talið nauðsyn að sjá fyrir honum þegar hann lætur af þingmennsku. Ég er til dæmis ekki viss um að hið sama myndi gilda um Ingibjörgu Sólrúnu. Annars er sagt að Guðmundur Árni telji sig vera kominn eins langt í pólitíkinni og hann muni ná. Hann hafi enga trú á að Samfylkingin undir forystu Ingibjargar Sólrúnar komist í ríkisstjórn og því sé hann fastur sem stjórnarandstöðuþingmaður til eilífðarnóns. Spurning hvort það sé rétt greining? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Kosningakerfið í Bretlandi er stóreinkennilegt. Það er náttúrlega makalaust að flokkur sem hefur aðeins 35,4 prósent atkvæða nái hreinum meirihluta á þingi. Og ef notuð er sama aðferðin og beitt var á Ólaf Ragnar eftir síðustu forsetakosningar má finna út að einungis um 20 prósent atkvæðisbærra Breta kusu Verkamannaflokkinn. Það munar aðeins 3 prósentustigum á Verkamannaflokknum og Íhaldsflokknum. En í þingmönnum talið er munurinn 158. Í kosningakerfinu á Íslandi eru 3 prósentustig varla nema 1-2 þingmenn. Breska kerfið hefur þó þann kost að þar eru hreinar línur. Maður þarf ekki að velkjast í vafa um hverjir eru við völd og hver eru stefnumál ríkisstjórnar sem tekur við eftir kosningar. Það eru engar grautarlegar málamiðlanir, engin skringileg eftirgjöf á embættum og menn hlaupa heldur ekki svo glatt frá loforðum. --- --- --- Hérna höfum við kerfi hlutfallskosninga. Það er réttlátara gagnvart minni flokkum sem fá þingsæti nokkurn veginn í samræmi við atkvæðamagn – ólíkt til dæmis Frjálslyndum demókrötum í Bretlandi. Hins vegar vitum við aldrei fyrir víst hvers konar ríkisstjórn tekur við að kosningum loknum. Eftir kosningar byrja flokkarnir að semja sín á milli; það er yfirleitt látið eins og kjósendum komi stjórnarmyndunarviðræður lítið við. Það er auðvelt að fara í skollaleik með kosningaloforðin. Yfirleitt er niðurstaðan sú sama: Framsóknarflokkurinn er í stjórn. Fátt bendir til að verði breyting þar á, nema að fylgið hrynji endanlega af flokknum. Það eru ekki úrslit kosninga sem ráða því endilega hverjir eru í stjórn, heldur samningamakkið eftir kjördag. Framsóknarflokkurinn hefur til dæmis tvívegis fengið forsætisráðherraembættið eftir að hafa aðeins fengið um 17 prósent atkvæða. --- --- --- Í Skandinavíu er siður að liggi fyrir áður en kosið er hverjir vinna saman eftir kosningar. Það er ekki eins og hér þar sem allir ganga "óbundnir" til kosninga. Kjósendur vita nokkurn veginn hvað þeir eru að kjósa yfir sig. Á Norðurlöndunum er líka kerfi minnihlutastjórna sem veldur því að áhrif minni flokka eru takmörkuð; þeir fá yfirleitt ekki sæti í ríkisstjórnum heldur geta veitt stærri flokkunum stuðning gegn því að tekið sé tillit til ákveðinna mála sem þeir leggja áherslu á. Þannig geta miðjuflokkar ekki sífellt verið að semja sig til meiri áhrifa með því að vinna til skiptis til hægri og vinstri, óháð umboði kjósenda. --- --- --- Um daginn birti ég bréf frá Hannesi Ríkarðssyni með vangaveltum um hvernig farið er með niðurstöður kosninga á Íslandi. Hann kvartaði undan því að kjósendum fyndust atkvæði sín skipta litlu máli, enda hefðu þeir lítið um það að segja hvers konar ríkisstjórnir tækju við. Þetta hefði verið rætt hér í áratugi en ekkert hefði gerst. Hannes stakk upp á að einföld hugmynd yrði tekin upp samhliða endurskoðun stjórnarskrárinnar. Hún er svohljóðandi: "Reglurnar yrðu einfaldlega þannig að ef tveir flokkar eða fleiri mynda ríkisstjórn yrði ráðherrafjöldi hvers flokks að endurspegla þingstyrk viðkomandi flokks á Alþingi og sá flokkur sem flesta þingmenn hefði ávallt í forystu - þ.e. ekki yrði hægt að semja um forsætisráðherraembættið. Með þessu væri búið að taka burt þennan kaleik frá stjórnmálamönnum sem eilífar samningaviðræður eftir kosningar hljóta að vera - reglurnar væru skýrar og kæmu jafnt niðrá öllum og augljóst væri að ráðherrafjöldi stjórnarflokkanna endurspeglaði mjög skýrt stærð þeirra í samfélaginu." --- --- --- Kosningaúrslitin í Bretlandi eru jákvæð að því leyti að Tony Blair fær að súpa seyðið af einkennilegum málatilbúnaði varðandi Írak, villandi upplýsingum og hálfsannleik. Það er nokkur sigur fyrir lýðræðið – alveg burtséð frá því hvort menn eru með eða á móti stríðinu. Ég hef samt ekki trú á að Blair sé á förum strax. Í sögubókunum mun standa að hann hafi fært Verkamannaflokknum þrjá kosningasigra í röð. Á þeirri blaðsíðu verður Gordon Brown neðanmálsgrein. Íhaldsflokkurinn vinnur engan sigur, þótt reynt sé að útbreiða þá þjóðsögu. Það er oft merkilegt að fylgjast með stjórnmálaflokkum túlka kosningaúrslit eftir á. Íhaldsflokkurinn er ekki tækur í ríkisstjórn undir forystu manns eins og Michaels Howards; Verkamannaflokkurinn hefði ekkert tapað á því ef hann hefði haldið áfram. Það er rétt sem sagt er – það er eitthvað skuggalegt við Howard. Í kosningaútsendingu BBC í nótt brá fyrir frambærilegasta manni Íhaldsflokksins, Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra. Það er maður sem talar beint út, laus við allt röfl. Hann er eini forystumaður Íhaldsflokksins hin síðari ár sem hefur getað höfðað til kjósenda á miðjunni. En því miður er tími hans líklega liðinn. Andstæðingar Evrópusambandsins innan flokksins þola hann ekki. Því hefur Íhaldsflokkurinn kosið yfir sig þrjá glataða leiðtoga í röð: William Hague, Ian Duncan-Smith og Michael Howard. Er nokkuð djarft að spá því að Íhaldsflokkurinn tapi líka kosningunum eftir 4-5 ár? Eyðimerkurgöngunni er alls ekki lokið. --- --- --- Hér er annars áhugaverð grein með yfirliti yfir kosningaúrslit í Bretlandi frá 1945 til 1997. Það er merkilegt að sjá hversu hlutfall bæði Verkamananflokksins og Íhaldsflokksins er lágt í sögulegu samhengi, sérstaklega Íhaldsflokksins. Það má segja að úrslitin ráðist ekki af miklu fylgi Verkamannaflokksins heldur afar slakri útkomu Íhaldsflokksins. Frjálslyndir eru hins vegar í hámarksfylgi. --- --- --- Það gengur fjöllunum hærra að Guðmundur Árni Stefánsson ætli að þiggja embætti sendiherra í Kaupmannahöfn. Þetta segir auðvitað það að Guðmundur Árni er partur af "the old boys network"; það er talið nauðsyn að sjá fyrir honum þegar hann lætur af þingmennsku. Ég er til dæmis ekki viss um að hið sama myndi gilda um Ingibjörgu Sólrúnu. Annars er sagt að Guðmundur Árni telji sig vera kominn eins langt í pólitíkinni og hann muni ná. Hann hafi enga trú á að Samfylkingin undir forystu Ingibjargar Sólrúnar komist í ríkisstjórn og því sé hann fastur sem stjórnarandstöðuþingmaður til eilífðarnóns. Spurning hvort það sé rétt greining?
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun