Óráðsía og blekkingar fyrir austan 6. maí 2005 00:01 "Þeim er að einhverju leyti vorkunn vegna þeirrar þenslu sem hér hefur verið en það átti ekki að koma þeim á óvart," segir Magni Kristjánsson, sem sæti á í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Allur minnihlutinn í bæjarstjórn sat hjá við afgreiðslu ársreiknings í vikunni vegna þess sem Magni kallar óráðsíu og blekkingarleik. Auk Magna sat hjá Hallfríður Bjarnadóttir einnig frá Sjálfstæðisflokknum og Ásmundur Páll Hjaltason frá Biðlistanum. Segir Magni að ársreikningurinn líti bærilega út enn eitt árið en ástæða þess sé einfaldlega sú að framkvæmdir sitji á hakanum og frestað sé mánuðum saman að ráða í lausar stöður innan bæjarfélagsins. "Það segir sig sjálft að spara má mikla fjármuni með því að skjóta slíku á frest og það hefur meirihlutinn gert ítrekað. Hér má segja að fjölmargar framkvæmdir sem staðið hafa fyrir dyrum og beðið er eftir sé slegið á frest sem veldur því að verktakar og húsbyggjendur geta ekki hafist handa á réttum tíma. Það er mikið kvartað út af því sem er afar bagalegt hjá sveitarfélagi sem vitað hefur verið í langan tíma að með stóriðju yrði fyrirsjáanlegur mikill uppgangur. Ýmis verk sem skipuleggja mátti með góðum fyrirvara sitja föst vegna skipulagsleysis bæjarstjórnar." Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar, segir eðlilegt að áætlanir taki breytingum og það gildi einnig um Fjarðabyggð. "Framkvæmdaáætlanir eru eðlilega endurskoðaðar með jöfnu millibili með tilliti til fjárhagsáætlana. Þess utan getur forgangsröðun verkefna tekið ófyrirséðum breytingum og oft á tíðum ætla menn sér meira en minna í sínum áætlunum. Þetta á við um flestöll sveitarfélög og er ekkert sem á að koma bæjarfulltrúum á óvart og því botna ég ekki í bókunum á borð við þá sem minnihlutinn lét frá sér fara. Slík bókun gefur það í skyn að bæjarfulltrúar hafi eitthvað með það að gera hvernig ársreikningur er gerður. Slíkur reikningur er gerður af löggiltum endurskoðendum eftir reikningsskilavenjum og leggja þar starfsheiður sinn að veði. Slík bókun dæmir sig sjálf." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
"Þeim er að einhverju leyti vorkunn vegna þeirrar þenslu sem hér hefur verið en það átti ekki að koma þeim á óvart," segir Magni Kristjánsson, sem sæti á í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Allur minnihlutinn í bæjarstjórn sat hjá við afgreiðslu ársreiknings í vikunni vegna þess sem Magni kallar óráðsíu og blekkingarleik. Auk Magna sat hjá Hallfríður Bjarnadóttir einnig frá Sjálfstæðisflokknum og Ásmundur Páll Hjaltason frá Biðlistanum. Segir Magni að ársreikningurinn líti bærilega út enn eitt árið en ástæða þess sé einfaldlega sú að framkvæmdir sitji á hakanum og frestað sé mánuðum saman að ráða í lausar stöður innan bæjarfélagsins. "Það segir sig sjálft að spara má mikla fjármuni með því að skjóta slíku á frest og það hefur meirihlutinn gert ítrekað. Hér má segja að fjölmargar framkvæmdir sem staðið hafa fyrir dyrum og beðið er eftir sé slegið á frest sem veldur því að verktakar og húsbyggjendur geta ekki hafist handa á réttum tíma. Það er mikið kvartað út af því sem er afar bagalegt hjá sveitarfélagi sem vitað hefur verið í langan tíma að með stóriðju yrði fyrirsjáanlegur mikill uppgangur. Ýmis verk sem skipuleggja mátti með góðum fyrirvara sitja föst vegna skipulagsleysis bæjarstjórnar." Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar, segir eðlilegt að áætlanir taki breytingum og það gildi einnig um Fjarðabyggð. "Framkvæmdaáætlanir eru eðlilega endurskoðaðar með jöfnu millibili með tilliti til fjárhagsáætlana. Þess utan getur forgangsröðun verkefna tekið ófyrirséðum breytingum og oft á tíðum ætla menn sér meira en minna í sínum áætlunum. Þetta á við um flestöll sveitarfélög og er ekkert sem á að koma bæjarfulltrúum á óvart og því botna ég ekki í bókunum á borð við þá sem minnihlutinn lét frá sér fara. Slík bókun gefur það í skyn að bæjarfulltrúar hafi eitthvað með það að gera hvernig ársreikningur er gerður. Slíkur reikningur er gerður af löggiltum endurskoðendum eftir reikningsskilavenjum og leggja þar starfsheiður sinn að veði. Slík bókun dæmir sig sjálf."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira