Stimpilgjöldin hortittur 3. maí 2005 00:01 Sama dag og fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna höfnuðu því að afgreiða þingmál um afnám stimpilgjalda af endurfjármögnun lána, kallaði forsætisráðherra þau hortitt í íslensku skattakerfi. Það sagði hann í ræðu á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins sem fram fór í dag. Góðum árangri og útrás íslenskra fyrirtækja var fagnað á aðalfundinum í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði óumdeilt að staða efnahagsmála væri góð. Lægri skattar á atvinnulífið hefðu skilað sér í auknum hagnaði fyrirtækja, sem skapað hefðu svigrúm til að lækka skatta á einstaklinga. Enn mætti þó gera betur. Halldór sagðist fullkomlega meðvitaður um að skattkerfið væri ekki fullkomið og hefði aldrei verið. Enn væru ýmsir hortittir við lýði, s.s. stimipilgjöldin og ýmis vörugjöld, og eins þyrfti að lækka tekjuskatt einstaklinga meira. Hvenær það yrði að veruleika lét forsætisráðherra ósagt, en tók fram að ef skattar eru ekki lækkaðir þegar efnahagslífið er í uppsveiflu, þá verði það einfaldlega ekki gert. Þrátt fyrir uppsveiflu í viðskiptalífinu segir forsætisráðherra þó ljóður vera á: Þau miklu átök sem virðast vera um yfirráð í fyrirtækjum, í stað þess að aðaláhersla sé lögð á að bæta fyrirtækin. Hann kvaðst telja að bankarnir blönduðu sér um of í átökin, kaupi yfirráð og selji, og nýir aðilar taki við með miklar skuldir við bankana. Fyrirtækum fari fækkandi og hlutabréfamarkaðurinn sé að verða fábreyttari sem þjóni ekki hagsmunum þjóðfélagsins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Sama dag og fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna höfnuðu því að afgreiða þingmál um afnám stimpilgjalda af endurfjármögnun lána, kallaði forsætisráðherra þau hortitt í íslensku skattakerfi. Það sagði hann í ræðu á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins sem fram fór í dag. Góðum árangri og útrás íslenskra fyrirtækja var fagnað á aðalfundinum í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði óumdeilt að staða efnahagsmála væri góð. Lægri skattar á atvinnulífið hefðu skilað sér í auknum hagnaði fyrirtækja, sem skapað hefðu svigrúm til að lækka skatta á einstaklinga. Enn mætti þó gera betur. Halldór sagðist fullkomlega meðvitaður um að skattkerfið væri ekki fullkomið og hefði aldrei verið. Enn væru ýmsir hortittir við lýði, s.s. stimipilgjöldin og ýmis vörugjöld, og eins þyrfti að lækka tekjuskatt einstaklinga meira. Hvenær það yrði að veruleika lét forsætisráðherra ósagt, en tók fram að ef skattar eru ekki lækkaðir þegar efnahagslífið er í uppsveiflu, þá verði það einfaldlega ekki gert. Þrátt fyrir uppsveiflu í viðskiptalífinu segir forsætisráðherra þó ljóður vera á: Þau miklu átök sem virðast vera um yfirráð í fyrirtækjum, í stað þess að aðaláhersla sé lögð á að bæta fyrirtækin. Hann kvaðst telja að bankarnir blönduðu sér um of í átökin, kaupi yfirráð og selji, og nýir aðilar taki við með miklar skuldir við bankana. Fyrirtækum fari fækkandi og hlutabréfamarkaðurinn sé að verða fábreyttari sem þjóni ekki hagsmunum þjóðfélagsins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira