Segir samráð haft við íbúa 1. maí 2005 00:01 Þétting byggðar í Reykjavík veldur víða óánægju þar sem íbúar vilja yfirleitt fremur útsýni og græn svæði en að það sé þrengt að húsum þeirra. Formaður skipulagsnefndar borgarinnar segir unnið að málum í samráði við íbúa. Íbúar við Gullengi í Grafarvogi og Íbúasamtök Grafarvogs eru ósáttir við fyrirhugaða byggingu og benda á að útsýni úr íbúðunum á svæðinu hverfi ef blokkir verða byggðar þar. Þá benda þeir á að helst vilji þeir græn svæði því þau séu síður en svo nógu víða á svæðinu. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar, segir það koma nokkuð á óvart að einhver hluti íbúa, sem stígi fram í fréttum, skuli tala fyrir því að við Gullengi verði bensínstöð í samræmi við aðalskipulag. Það samráð sem haft hafi verið við íbúa á svæðinu á frumstigi hafi bent til þess að jafnvel þó að ýmsir vildu helst sjá grænt svæði á umræddum stað væri nokkur samhljómur meðal íbúa um að reisa fremur íbúðir en bensínstöð og bílastæði fyrir stóra bíla eins og núverandi skipulag geri ráð fyrir. En er þá ekkert að marka aðalskipulag Reykjavíkurborgar og geta menn hringlað til með þau eins og mönnum sýnist? Dagur neitar því og segir sérstakar leikreglur gilda um það hvernig farið skuli með skipulagið. Menn setji fram grunnhugmyndir sem séu bornar undir hagsmunaaðila sem búi á svæðinu og þeim gefist kostur á að gera sínar athugasemdir. Síðan sé unnið úr þeim og málið auglýst. Þar sé þetta mál statt núna. Ekki er um einsdæmi að ræða en í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá óánægðum íbúum við Sóltún, Mánatún og Borgartún en þeir mótmæla fyrirhugaðri 12 hæða byggingu sem ekki var gert ráð fyrir í skipulagi sem samþykkt var árið 2002. Dagur segir að reynt hafi verið finna turninum stað á reitnum þannig að hann skyggi ekki á umhverfið og verði ekki til lýta en almennt telji borgaryfirvöld að það sé til góða fyrir svæðið að fjölga íbúðum þar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fleiri fréttir „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Sjá meira
Þétting byggðar í Reykjavík veldur víða óánægju þar sem íbúar vilja yfirleitt fremur útsýni og græn svæði en að það sé þrengt að húsum þeirra. Formaður skipulagsnefndar borgarinnar segir unnið að málum í samráði við íbúa. Íbúar við Gullengi í Grafarvogi og Íbúasamtök Grafarvogs eru ósáttir við fyrirhugaða byggingu og benda á að útsýni úr íbúðunum á svæðinu hverfi ef blokkir verða byggðar þar. Þá benda þeir á að helst vilji þeir græn svæði því þau séu síður en svo nógu víða á svæðinu. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar, segir það koma nokkuð á óvart að einhver hluti íbúa, sem stígi fram í fréttum, skuli tala fyrir því að við Gullengi verði bensínstöð í samræmi við aðalskipulag. Það samráð sem haft hafi verið við íbúa á svæðinu á frumstigi hafi bent til þess að jafnvel þó að ýmsir vildu helst sjá grænt svæði á umræddum stað væri nokkur samhljómur meðal íbúa um að reisa fremur íbúðir en bensínstöð og bílastæði fyrir stóra bíla eins og núverandi skipulag geri ráð fyrir. En er þá ekkert að marka aðalskipulag Reykjavíkurborgar og geta menn hringlað til með þau eins og mönnum sýnist? Dagur neitar því og segir sérstakar leikreglur gilda um það hvernig farið skuli með skipulagið. Menn setji fram grunnhugmyndir sem séu bornar undir hagsmunaaðila sem búi á svæðinu og þeim gefist kostur á að gera sínar athugasemdir. Síðan sé unnið úr þeim og málið auglýst. Þar sé þetta mál statt núna. Ekki er um einsdæmi að ræða en í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá óánægðum íbúum við Sóltún, Mánatún og Borgartún en þeir mótmæla fyrirhugaðri 12 hæða byggingu sem ekki var gert ráð fyrir í skipulagi sem samþykkt var árið 2002. Dagur segir að reynt hafi verið finna turninum stað á reitnum þannig að hann skyggi ekki á umhverfið og verði ekki til lýta en almennt telji borgaryfirvöld að það sé til góða fyrir svæðið að fjölga íbúðum þar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fleiri fréttir „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Sjá meira