Fær ekki styrk í ár 26. apríl 2005 00:01 Utanríkisráðuneytið hefur synjað beiðni Mannréttindaskrifstofu Íslands um styrk fyrir árið í ár. Áður hefur komið fram að loka þurfi skrifstofunni ef styrkurinn fáist ekki. Utanríkisráðherra segir utanríkisráðuneytið hafa óskað eftir breyttri skipan mála áður en hann varð utanríkisráðherra. Átta milljónir króna voru eyrnamerktar Mannréttindaskrifstofunni á fjárlögum þar til í fyrra þegar ríkisstjórnin ákvað að framvegis yrði upphæðinni úthlutað til mannréttindamála almennt og úthlutun yrði á forræði tveggja ráðuneyta, Mannréttindaskrifstofan gæti sótt þangað um styrki eins og aðrir. Dómsmálaráðuneytið veitti skrifstofunni síðan 2,2 milljónir í styrk í upphafi ársins en eins og áður sagði fékk skrifstofan ekkert framlag frá utanríkisráðuneytinu í ár og jafngildir þetta því að framlög til hennar hafi verið skorin niður um þrjá fjórðu. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sagði á þingi í dag að þarna væri ríkisstjórnin að hefna sín vegna mjög málefnalegrar gagnrýni sem hefði komið frá stofnuninni í garð ríkisstjórnarinnar vegna fjölmiðlalaganna og annarra frumvarpa sem frá ríkisstjórninni hefðu komið. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að Mannréttindaskrifstofan skilaði ekki þeim álitum sem hentaði þeim meirihluta sem færi með völd í landinu. Því væri Davíð Oddssyni og Birni Bjarnasyni ekki skotaskuld úr því að leggja það niður sem ekki hentaði þeim. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að utanríkisráðuneytið hafi lagt til þessa skipan mála í við fjárlagagerð í mars í fyrra, það er áður en hann varð utanríkisráðherra. Hann benti á að ef menn litu á tímaröðina í þeim efnum þá væri það löngu fyrir þann tíma sem dylgjur nokkurra þingmanna gengju út á. Tímaröðin væri öfug þannig að dylgjurnar féllu um sjálfar sig. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fleiri fréttir „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur synjað beiðni Mannréttindaskrifstofu Íslands um styrk fyrir árið í ár. Áður hefur komið fram að loka þurfi skrifstofunni ef styrkurinn fáist ekki. Utanríkisráðherra segir utanríkisráðuneytið hafa óskað eftir breyttri skipan mála áður en hann varð utanríkisráðherra. Átta milljónir króna voru eyrnamerktar Mannréttindaskrifstofunni á fjárlögum þar til í fyrra þegar ríkisstjórnin ákvað að framvegis yrði upphæðinni úthlutað til mannréttindamála almennt og úthlutun yrði á forræði tveggja ráðuneyta, Mannréttindaskrifstofan gæti sótt þangað um styrki eins og aðrir. Dómsmálaráðuneytið veitti skrifstofunni síðan 2,2 milljónir í styrk í upphafi ársins en eins og áður sagði fékk skrifstofan ekkert framlag frá utanríkisráðuneytinu í ár og jafngildir þetta því að framlög til hennar hafi verið skorin niður um þrjá fjórðu. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sagði á þingi í dag að þarna væri ríkisstjórnin að hefna sín vegna mjög málefnalegrar gagnrýni sem hefði komið frá stofnuninni í garð ríkisstjórnarinnar vegna fjölmiðlalaganna og annarra frumvarpa sem frá ríkisstjórninni hefðu komið. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að Mannréttindaskrifstofan skilaði ekki þeim álitum sem hentaði þeim meirihluta sem færi með völd í landinu. Því væri Davíð Oddssyni og Birni Bjarnasyni ekki skotaskuld úr því að leggja það niður sem ekki hentaði þeim. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að utanríkisráðuneytið hafi lagt til þessa skipan mála í við fjárlagagerð í mars í fyrra, það er áður en hann varð utanríkisráðherra. Hann benti á að ef menn litu á tímaröðina í þeim efnum þá væri það löngu fyrir þann tíma sem dylgjur nokkurra þingmanna gengju út á. Tímaröðin væri öfug þannig að dylgjurnar féllu um sjálfar sig.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fleiri fréttir „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Sjá meira