Eftirlaunalögum ekki breytt í vor 26. apríl 2005 00:01 Engar breytingar verða gerðar á eftirlaunalögum æðstu embættismanna á þessu þingi. Vart verður hægt að afnema rétt fyrrverandi ráðherra til að þiggja eftirlaun ofan á laun í opinberu starfi og langan aðlögunartíma þarf ef takmarka á rétt þeirra sem eftir koma, segir forsætisráðherra, og vísar í nýtt lögfræðiálit. Formenn stjórnarflokkanna ræddu þetta mál í morgun. Formenn stjórnarflokkanna áttu langan fund að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun þar sem eftirlaunalögin komu meðal annars til umræðu. Davíð Oddsson hafði lýst því yfir að hann teldi ekki ástæðu til að breyta lögunum en unnið hafði verið að því um hríð í forsætisráðuneytinu að kanna lagalegan grundvöll slíkra breytinga. Davíð Oddsson sagði aftur í morgun að ekki þyrfti að breyta nýju eftirlaunalögunum, ákvæði sem gæfi mönnum kost á að þiggja full laun ásamt eftirlaunum hefði verið í lögum miklu lengur. Hann sagði þó aðspurður hvort til greina kæmi að breyta lögunum að öllum lögum mætti breyta. Aðspurður hvort ágreiningur væri á milli hans og Halldórs neitaði Davíð því. Halldór Ágrímsson forsætisráðherra sendi forsætisnefnd Alþingis nýtt lögræðiálit í dag þar sem kemur fram að varla sé stætt á því að afnema þennan rétt hjá þeim fyrrverandi ráðherrum sem nú þegar þiggja eftirlaun jafnhliða launum fyrir starf forstjóra eða forstöðumanns hjá opinberum stofnunum. Halldór segir að í álitinu komi fram að vart sé hægt að hreyfa við virkum réttindum, þ.e. réttindum þeirra sem þegar hafi hafið töku lífeyris, og það verði jafnframt að gefa sanngjarnan aðlögunartíma, allt að tvö ár. Halldór segist telja eðlilegt að flokkarnir fái málið til athugunar þannig að hann sjái ekki að brýnt sé að afgreiða málið næstu daga því það yrði hvort eð er ekki hreyft við virkum réttindum. Menn hafi því sumarið til að fara yfir málið. Halldór segir að þar sem frumvarpið hafi verið lagt fram með samkomulagi allra flokka, þótt það hafi breyst síðar meir, verði ekki gerðar neinar breytingar á lögunum nema um þær sé einnig full samstaða í forsætisnefnd Alþingis. Hann telji eðlilegt að flokkarnir hafi einhvern tíma til að fara yfir það og það verði rætt aftur þegar þing komi saman í haust. Aðspurður hvort hann eigi von á samstöðu miðað við viðbrögð Davíðs Oddssonar nú segir Halldór að hann vilji ekkert um það segja. Davíð sé nýbúinn að fá lögfræðiálitið í hendur eins og aðrir, en það sé nokkuð skýrt og vel unnið. Davíð og Halldór áttu langan fund eftir ríkisstjórnarfund. Spurður hvort eftirlaunamálið hafi verið rætt segir Halldór að þeir hafi rætt það ásamt ýmsum öðrum málum. Inntur eftir því hvort ágreiningur hafi verið um málið segist Halldór ekki geta sagt meira um það. Þeir hafi farið vel yfir málið eins og önnur mál þannig að hann geti ekki sagt að það sé einhvern ágreiningur milli manna í málinu. Það liggi þó fyrir að það séu mismunandi sjónarmið í þessu máli. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fleiri fréttir „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Sjá meira
Engar breytingar verða gerðar á eftirlaunalögum æðstu embættismanna á þessu þingi. Vart verður hægt að afnema rétt fyrrverandi ráðherra til að þiggja eftirlaun ofan á laun í opinberu starfi og langan aðlögunartíma þarf ef takmarka á rétt þeirra sem eftir koma, segir forsætisráðherra, og vísar í nýtt lögfræðiálit. Formenn stjórnarflokkanna ræddu þetta mál í morgun. Formenn stjórnarflokkanna áttu langan fund að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun þar sem eftirlaunalögin komu meðal annars til umræðu. Davíð Oddsson hafði lýst því yfir að hann teldi ekki ástæðu til að breyta lögunum en unnið hafði verið að því um hríð í forsætisráðuneytinu að kanna lagalegan grundvöll slíkra breytinga. Davíð Oddsson sagði aftur í morgun að ekki þyrfti að breyta nýju eftirlaunalögunum, ákvæði sem gæfi mönnum kost á að þiggja full laun ásamt eftirlaunum hefði verið í lögum miklu lengur. Hann sagði þó aðspurður hvort til greina kæmi að breyta lögunum að öllum lögum mætti breyta. Aðspurður hvort ágreiningur væri á milli hans og Halldórs neitaði Davíð því. Halldór Ágrímsson forsætisráðherra sendi forsætisnefnd Alþingis nýtt lögræðiálit í dag þar sem kemur fram að varla sé stætt á því að afnema þennan rétt hjá þeim fyrrverandi ráðherrum sem nú þegar þiggja eftirlaun jafnhliða launum fyrir starf forstjóra eða forstöðumanns hjá opinberum stofnunum. Halldór segir að í álitinu komi fram að vart sé hægt að hreyfa við virkum réttindum, þ.e. réttindum þeirra sem þegar hafi hafið töku lífeyris, og það verði jafnframt að gefa sanngjarnan aðlögunartíma, allt að tvö ár. Halldór segist telja eðlilegt að flokkarnir fái málið til athugunar þannig að hann sjái ekki að brýnt sé að afgreiða málið næstu daga því það yrði hvort eð er ekki hreyft við virkum réttindum. Menn hafi því sumarið til að fara yfir málið. Halldór segir að þar sem frumvarpið hafi verið lagt fram með samkomulagi allra flokka, þótt það hafi breyst síðar meir, verði ekki gerðar neinar breytingar á lögunum nema um þær sé einnig full samstaða í forsætisnefnd Alþingis. Hann telji eðlilegt að flokkarnir hafi einhvern tíma til að fara yfir það og það verði rætt aftur þegar þing komi saman í haust. Aðspurður hvort hann eigi von á samstöðu miðað við viðbrögð Davíðs Oddssonar nú segir Halldór að hann vilji ekkert um það segja. Davíð sé nýbúinn að fá lögfræðiálitið í hendur eins og aðrir, en það sé nokkuð skýrt og vel unnið. Davíð og Halldór áttu langan fund eftir ríkisstjórnarfund. Spurður hvort eftirlaunamálið hafi verið rætt segir Halldór að þeir hafi rætt það ásamt ýmsum öðrum málum. Inntur eftir því hvort ágreiningur hafi verið um málið segist Halldór ekki geta sagt meira um það. Þeir hafi farið vel yfir málið eins og önnur mál þannig að hann geti ekki sagt að það sé einhvern ágreiningur milli manna í málinu. Það liggi þó fyrir að það séu mismunandi sjónarmið í þessu máli.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fleiri fréttir „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Sjá meira