Fyrningafrumvarp fær ekki stuðning 26. apríl 2005 00:01 Formaður allherjarnefndar, Bjarni Benediktsson, segir að það komi mjög til álita að frumvarpi um fyrningarákvæði í almennum hegningarlögum verði vísað til dómsmálaráðuneytisins. Hann segir einsýnt að ekki sé hægt að styðja frumvarpið, sem Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar lagði fram, í óbreyttri mynd. Frumvarpið gerir ráð fyrir að kynferðisbrot gegn börnum fyrnist ekki. Bjarni sagði að allsherjarnefnd hefði fengið umsagnir um frumvarpið. Þá hefðu borist ábendingar frá dómsmálaráðuneytinu að þar væri í vinnslu aðgerðaáætlun til að sporna gegn kynferðisofbeldi, þar sem sjónum yrði meðal annars beint að kynferðisofbeldi gegn börnum. Allsherjarnefnd myndi nú hyggja að því hvort svigrúm yrði á síðustu dögum þingsins til að fara nánar yfir þær athugasemdir sem borist hefðu og ljúka meðferð frumvarpsins eða hvort kynni að vera skynsamlegra að fela dómsmálaráðuneytinu að taka þessi umræddu atriði til athugunar samhliða öðru því sem þar yrði fjallað um við vinnslu aðgerðaráætlunarinnar. Óneitanlega væri nokkur skörun milli umrædds frumvarps og þeirrar vinnu sem stæði fyrir dyrum í ráðuneytinu. Trúlega yrðu til í ráðuneytinu tillögur í kjörfar vinnunnar, sem síðan yrðu lagðar fyrir þingið í formi frumvarps. Bjarni kvaðst nú mundu kalla eftir upplýsingum um stöðu aðgerðaráætlunarinnar. "Það tekur tíma að klára meðferð þessa máls því athugasemdirnar benda til þess að við þurfum um að huga þurfi að ýmsum atriðum. Það verður því að koma í ljós hver örlög þess verða á þessu ári," sagði Bjarni. "Gagnrýnt hefur verið í þessu frumvarpi að það geri ekki greinarmun á kynferðisbrotum sem vægari refsing liggur við og hinum sem þyngri refsing liggur við. Bent hefur verið á að varlega þurfi að fara í að skapa innbyrðis ójafnvægi í hegningarlögunum varðandi fyrningarreglur sem gilda um hina ýmsu brotaflokka. Rauði þráðurinn í þeim hefur verið sá, að einungis þau brot sem varða þungri refsingu komi til álita sem ófyrnanleg brot. Frumvarpið gengur gegn þeirri meginreglu laganna. Þá er tiltölulega skammt liðið síðan fyrningarreglum vegna þessara brota var breytt." Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Formaður allherjarnefndar, Bjarni Benediktsson, segir að það komi mjög til álita að frumvarpi um fyrningarákvæði í almennum hegningarlögum verði vísað til dómsmálaráðuneytisins. Hann segir einsýnt að ekki sé hægt að styðja frumvarpið, sem Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar lagði fram, í óbreyttri mynd. Frumvarpið gerir ráð fyrir að kynferðisbrot gegn börnum fyrnist ekki. Bjarni sagði að allsherjarnefnd hefði fengið umsagnir um frumvarpið. Þá hefðu borist ábendingar frá dómsmálaráðuneytinu að þar væri í vinnslu aðgerðaáætlun til að sporna gegn kynferðisofbeldi, þar sem sjónum yrði meðal annars beint að kynferðisofbeldi gegn börnum. Allsherjarnefnd myndi nú hyggja að því hvort svigrúm yrði á síðustu dögum þingsins til að fara nánar yfir þær athugasemdir sem borist hefðu og ljúka meðferð frumvarpsins eða hvort kynni að vera skynsamlegra að fela dómsmálaráðuneytinu að taka þessi umræddu atriði til athugunar samhliða öðru því sem þar yrði fjallað um við vinnslu aðgerðaráætlunarinnar. Óneitanlega væri nokkur skörun milli umrædds frumvarps og þeirrar vinnu sem stæði fyrir dyrum í ráðuneytinu. Trúlega yrðu til í ráðuneytinu tillögur í kjörfar vinnunnar, sem síðan yrðu lagðar fyrir þingið í formi frumvarps. Bjarni kvaðst nú mundu kalla eftir upplýsingum um stöðu aðgerðaráætlunarinnar. "Það tekur tíma að klára meðferð þessa máls því athugasemdirnar benda til þess að við þurfum um að huga þurfi að ýmsum atriðum. Það verður því að koma í ljós hver örlög þess verða á þessu ári," sagði Bjarni. "Gagnrýnt hefur verið í þessu frumvarpi að það geri ekki greinarmun á kynferðisbrotum sem vægari refsing liggur við og hinum sem þyngri refsing liggur við. Bent hefur verið á að varlega þurfi að fara í að skapa innbyrðis ójafnvægi í hegningarlögunum varðandi fyrningarreglur sem gilda um hina ýmsu brotaflokka. Rauði þráðurinn í þeim hefur verið sá, að einungis þau brot sem varða þungri refsingu komi til álita sem ófyrnanleg brot. Frumvarpið gengur gegn þeirri meginreglu laganna. Þá er tiltölulega skammt liðið síðan fyrningarreglum vegna þessara brota var breytt."
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira