Landsliðsklíka í Laugardalnum 24. apríl 2005 00:01 Mig rak rogastans fyrir skemmstu þegar ungur piltur nátengdur mér var valinn í úrtakshóp íslenska landsliðsins í knattspyrnu skipað 17 ára leikmönnum og yngri. Það væri nú vart í frásögur færandi nema að sá hinn sami hafði greinst með alvarlegan kvilla í baki og hafði fimm mánuðum áður verið skipað af læknum að hvíla sig frá íþróttaiðkun í 6-9 mánuði. Þegar kallið kom frá unglingalandsliðinu hafði umræddur leikmaður verið frá keppni í heila fimm mánuði og í engu leikformi. Það var síðan fyrir nokkrum vikum sem hann fékk grænt ljós frá læknum um að byrja að spila á ný, en þá hafði hann ekki sparkað í bolta í átta mánuði. Þetta atvik fékk mig til að rifja upp hliðstætt atvik sem átti sér stað fyrir fáeinum árum þegar ég sjálfur var leikmaður á þessum aldri. Þá voru tveir jafnaldrar mínir valdir í U-17 ára landslið Íslands þrátt fyrir að hafa hætt knattspyrnuiðkun rúmu ári áður. Ástæðan fyrir valinu getur ekki hafa verið önnur en sú að þeir höfðu verið fastamenn í hinum ýmsu æfingabúðum og úrtökum á vegum KSÍ árin áður og hlytu því að kunna eitthvað í fótbolta. Hér er ég ekki að fara með neinar fleipur heldur er ég að rekja tvö dæmi á síðustu árum sem ég veit með vissu að eru rétt og tengjast mér persónulega. Eru þessi tvö dæmi þau einu sinnar tegundar sem komið hafa upp á síðustu árum? Mér er það til efs. Reyndar hef ég heyrt fleiri fleiri hliðstæð dæmi utan af mér þar sem ungir leikmenn hafa þekkst boð KSÍ um að spila unglingalandsleik þrátt fyrir að hafa lagt skóna "formlega" á hilluna meira en ári áður. Það hafa þeir komist upp með, enda vita þjálfarnir ekki betur. Allt styður þetta þá tilgátu sem verið hefur á sveimi í fjöldamörg ár - að það sé í raun erfiðara að detta út úr landsliðinu en að komast í það. Það að leikmaður skuli hafa verið valinn í landsliðsúrtak á vegum Íslands eftir að hafa verið meiddur í tæplega hálft ár, hvað þá hættur í rúmt ár, er einfaldlega skandall og sýnir að eftirlit með leikmönnum er stórlega ábótavant. Ábyrgðin hlýtur að leggjast á þjálfarann og er ekki hægt annað en að efast um hvort sá maður sé starfi sínu vaxin. Tökum dæmið um leikmannin sem hafði verið meiddur í tæpt hálft ár. Það að hann skuli hafa verið valinn í landsliðshóp staðfestir að landsliðsþjálfari hafði ekki mætt á leik með liði hans í fimm mánuði. Það þýðir að landsliðsþjálfari hafði ekki haft samband við þjálfara viðkomandi félagsliðs í fimm mánuði. Það þýðir að landsliðsþjálfari hefur ekki verið að sinna einum af grunnskyldum allra þjálfara í fimm mánuði - það grundvallaratriði að vita hvernig ásigkomulagi leikmenn sínir eru í. En af hverju stafa þessi slælegu vinnubrögð? Mín tilgáta er sú að slíkt val, hvort sem um er að ræða í einhvern úrtakshóp eða sjálfan landsliðshópinn, byggist á þeim kjarna leikmanna sem tilnefndir eru af sínu félagsliði í 4. flokki til að taka þátt í æfingabúðum á Laugarvatni sem haldnar eru á ári hverju. Þær búðir eru á vegum KSÍ það er í þeim sem athugun á efnilegustu leikmönnum landsins hefst. Það er þar sem hin svokallaða "landsliðs-klíka" byrjar að myndast. Það væri reyndar verðugt rannsóknarefni að kanna hversu margir af þeim leikmönnum sem hafa spilað með ungmennaliðum íslands undanfarin ár voru valdir í Laugarvatns-úrtakið í 4. flokki. Mín ágiskun er að þeir séu mjög margir. Staðreyndin er að með því að komast í það úrtak ertu á grænni grein varðandi landsliðsval í framtíðinni. Með því að komast í Laugarvatns-úrtakið ertu kominn á þann lista leikmanna sem þjálfarar KSÍ eru með á sínum vegum og byggja val sitt á, að undanskildum ákveðnum fjölda yfirburðaleikmanna sem koma upp í hverjum árgangi - leikmönnum sem fylgst er með og eiga ávallt fast sæti í ungmennalandsliðum Íslands. Valið á öðrum leikmönnum byggist á reynslu fyrri úrtaka og æfingabúða, og skiptir þá engu hvort viðkomandi leikmaður hafi verið hættur knattspyrnuiðkun í meira en ár, eins og sagan sýnir. Allir þeir leikmenn sem komu við sögu í þeim persónulegu dæmum sem ég rakti í upphafi pistilsins, og fleiri til, fóru til dæmis á Laugarvatn í 4. flokki. Tilviljun eða hvað? Vignir Guðjónsson - [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Mig rak rogastans fyrir skemmstu þegar ungur piltur nátengdur mér var valinn í úrtakshóp íslenska landsliðsins í knattspyrnu skipað 17 ára leikmönnum og yngri. Það væri nú vart í frásögur færandi nema að sá hinn sami hafði greinst með alvarlegan kvilla í baki og hafði fimm mánuðum áður verið skipað af læknum að hvíla sig frá íþróttaiðkun í 6-9 mánuði. Þegar kallið kom frá unglingalandsliðinu hafði umræddur leikmaður verið frá keppni í heila fimm mánuði og í engu leikformi. Það var síðan fyrir nokkrum vikum sem hann fékk grænt ljós frá læknum um að byrja að spila á ný, en þá hafði hann ekki sparkað í bolta í átta mánuði. Þetta atvik fékk mig til að rifja upp hliðstætt atvik sem átti sér stað fyrir fáeinum árum þegar ég sjálfur var leikmaður á þessum aldri. Þá voru tveir jafnaldrar mínir valdir í U-17 ára landslið Íslands þrátt fyrir að hafa hætt knattspyrnuiðkun rúmu ári áður. Ástæðan fyrir valinu getur ekki hafa verið önnur en sú að þeir höfðu verið fastamenn í hinum ýmsu æfingabúðum og úrtökum á vegum KSÍ árin áður og hlytu því að kunna eitthvað í fótbolta. Hér er ég ekki að fara með neinar fleipur heldur er ég að rekja tvö dæmi á síðustu árum sem ég veit með vissu að eru rétt og tengjast mér persónulega. Eru þessi tvö dæmi þau einu sinnar tegundar sem komið hafa upp á síðustu árum? Mér er það til efs. Reyndar hef ég heyrt fleiri fleiri hliðstæð dæmi utan af mér þar sem ungir leikmenn hafa þekkst boð KSÍ um að spila unglingalandsleik þrátt fyrir að hafa lagt skóna "formlega" á hilluna meira en ári áður. Það hafa þeir komist upp með, enda vita þjálfarnir ekki betur. Allt styður þetta þá tilgátu sem verið hefur á sveimi í fjöldamörg ár - að það sé í raun erfiðara að detta út úr landsliðinu en að komast í það. Það að leikmaður skuli hafa verið valinn í landsliðsúrtak á vegum Íslands eftir að hafa verið meiddur í tæplega hálft ár, hvað þá hættur í rúmt ár, er einfaldlega skandall og sýnir að eftirlit með leikmönnum er stórlega ábótavant. Ábyrgðin hlýtur að leggjast á þjálfarann og er ekki hægt annað en að efast um hvort sá maður sé starfi sínu vaxin. Tökum dæmið um leikmannin sem hafði verið meiddur í tæpt hálft ár. Það að hann skuli hafa verið valinn í landsliðshóp staðfestir að landsliðsþjálfari hafði ekki mætt á leik með liði hans í fimm mánuði. Það þýðir að landsliðsþjálfari hafði ekki haft samband við þjálfara viðkomandi félagsliðs í fimm mánuði. Það þýðir að landsliðsþjálfari hefur ekki verið að sinna einum af grunnskyldum allra þjálfara í fimm mánuði - það grundvallaratriði að vita hvernig ásigkomulagi leikmenn sínir eru í. En af hverju stafa þessi slælegu vinnubrögð? Mín tilgáta er sú að slíkt val, hvort sem um er að ræða í einhvern úrtakshóp eða sjálfan landsliðshópinn, byggist á þeim kjarna leikmanna sem tilnefndir eru af sínu félagsliði í 4. flokki til að taka þátt í æfingabúðum á Laugarvatni sem haldnar eru á ári hverju. Þær búðir eru á vegum KSÍ það er í þeim sem athugun á efnilegustu leikmönnum landsins hefst. Það er þar sem hin svokallaða "landsliðs-klíka" byrjar að myndast. Það væri reyndar verðugt rannsóknarefni að kanna hversu margir af þeim leikmönnum sem hafa spilað með ungmennaliðum íslands undanfarin ár voru valdir í Laugarvatns-úrtakið í 4. flokki. Mín ágiskun er að þeir séu mjög margir. Staðreyndin er að með því að komast í það úrtak ertu á grænni grein varðandi landsliðsval í framtíðinni. Með því að komast í Laugarvatns-úrtakið ertu kominn á þann lista leikmanna sem þjálfarar KSÍ eru með á sínum vegum og byggja val sitt á, að undanskildum ákveðnum fjölda yfirburðaleikmanna sem koma upp í hverjum árgangi - leikmönnum sem fylgst er með og eiga ávallt fast sæti í ungmennalandsliðum Íslands. Valið á öðrum leikmönnum byggist á reynslu fyrri úrtaka og æfingabúða, og skiptir þá engu hvort viðkomandi leikmaður hafi verið hættur knattspyrnuiðkun í meira en ár, eins og sagan sýnir. Allir þeir leikmenn sem komu við sögu í þeim persónulegu dæmum sem ég rakti í upphafi pistilsins, og fleiri til, fóru til dæmis á Laugarvatn í 4. flokki. Tilviljun eða hvað? Vignir Guðjónsson - [email protected]
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun