Aukin framlög tryggi rekstur skóla 21. apríl 2005 00:01 Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar segir að með ákvörðun Reykjavíkurlistans um stóraukin framlög til einkarekinna grunnskóla verði hægt að tryggja rekstur þeirra. Sjálfstæðismenn telja ekki nógu langt gengið þar sem nemendum verði áfram mismunað eftir skólum. Meirihluti Reykjavíkurlistans í menntaráði kynnti í gær tillögur um aukin framlög til einkarekinna grunnskóla en þær ná til fimm skóla: Landakotsskóla, Ísaksskóla, Suðurhlíðarskóla, Tjarnarskóla og Waldorf-skólans. Hækkunin nemur um 25 prósentum, eða rúmum 82 þúsund krónum, sem þýðir að framlagið verður rúmlega 413 þúsund krónur á nemanda á grunnskólaaldri í stað 330 þúsund króna áður. Ákvörðun meirihluta Reykjavíkurborgar er tekin í framhaldi af viðræðum við einkareknu grunnskólanna í vetur. Samkomulag náðist fyrir tveimur árum, sem talið var að dygði til að skólarnir stæðu undir rekstri, en í ljós kom að þær áætlanir stóðust ekki. Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, segir að allir einkareknu skólarnir njóti sömu hækkunar og tekjur þeirra á hvern nemanda nemi svipaðri upphæð og meðalkostnaður á nemanda í þeim skólum sem borgin reki. En hvað kostar þetta borgina? Stefán segir upphæðina nema tæpum 40 milljónum króna. Aðspurður hverju þetta breyti fyrir skólana að hans mati segir Stefán að forsvarmenn skólanna hafi fullvissað hann um að þeir eigi mjög góða möguleika á að reka sig samkvæmt þeim forsendum sem þeir hafi. Nú muni hins vegar koma í ljós hvort önnur sveitarfélög séu tilbúin að feta í fótspor Reykjavíkur og hækka líka sitt framlag með nemendum sem stundi nám í skólunum. Þarna séu nemendur frá Seltjarnarnesi, Kópavogi og Garðabæ og borgin vonist til þess að bæjarfélögin fylgi í kjölfarið. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í menntaráði, fagnar þessari stefnubreytingu R-listans. Hún gagnrýnir hins vegar að í stað þess að miða framlögin við hagkvæmasta skóla borgarinnar sé miðað við fimm hagkvæmustu skólana. Hugsunin á bak við þessa ráðstöfun hjá R-listanum sé allt önnur en hjá sjálfstæðismönnum, sem leggi mikla áherslu á valfrelsi í skólamálum og að foreldrar getir valið grunnskóla fyrir börnin sín, hvort heldur sem hann sé rekinn af borginni eða einkaaðila eða öðru sveitarfélagi en viðkomandi búi í. Guðrún segir að til þess að það geti orðið þurfi að finna fé sem eigi að fylgja hverjum nemanda þannig að honum sé ekki mismunað eftir því í hvaða skóla hann gengur. Sjálfstæðismenn telji í þessu tilviki að ekki skuli miðað við lægri tölu en meðalframlag á hvern nemanda í borgarreknum skóla. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fleiri fréttir „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Sjá meira
Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar segir að með ákvörðun Reykjavíkurlistans um stóraukin framlög til einkarekinna grunnskóla verði hægt að tryggja rekstur þeirra. Sjálfstæðismenn telja ekki nógu langt gengið þar sem nemendum verði áfram mismunað eftir skólum. Meirihluti Reykjavíkurlistans í menntaráði kynnti í gær tillögur um aukin framlög til einkarekinna grunnskóla en þær ná til fimm skóla: Landakotsskóla, Ísaksskóla, Suðurhlíðarskóla, Tjarnarskóla og Waldorf-skólans. Hækkunin nemur um 25 prósentum, eða rúmum 82 þúsund krónum, sem þýðir að framlagið verður rúmlega 413 þúsund krónur á nemanda á grunnskólaaldri í stað 330 þúsund króna áður. Ákvörðun meirihluta Reykjavíkurborgar er tekin í framhaldi af viðræðum við einkareknu grunnskólanna í vetur. Samkomulag náðist fyrir tveimur árum, sem talið var að dygði til að skólarnir stæðu undir rekstri, en í ljós kom að þær áætlanir stóðust ekki. Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, segir að allir einkareknu skólarnir njóti sömu hækkunar og tekjur þeirra á hvern nemanda nemi svipaðri upphæð og meðalkostnaður á nemanda í þeim skólum sem borgin reki. En hvað kostar þetta borgina? Stefán segir upphæðina nema tæpum 40 milljónum króna. Aðspurður hverju þetta breyti fyrir skólana að hans mati segir Stefán að forsvarmenn skólanna hafi fullvissað hann um að þeir eigi mjög góða möguleika á að reka sig samkvæmt þeim forsendum sem þeir hafi. Nú muni hins vegar koma í ljós hvort önnur sveitarfélög séu tilbúin að feta í fótspor Reykjavíkur og hækka líka sitt framlag með nemendum sem stundi nám í skólunum. Þarna séu nemendur frá Seltjarnarnesi, Kópavogi og Garðabæ og borgin vonist til þess að bæjarfélögin fylgi í kjölfarið. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í menntaráði, fagnar þessari stefnubreytingu R-listans. Hún gagnrýnir hins vegar að í stað þess að miða framlögin við hagkvæmasta skóla borgarinnar sé miðað við fimm hagkvæmustu skólana. Hugsunin á bak við þessa ráðstöfun hjá R-listanum sé allt önnur en hjá sjálfstæðismönnum, sem leggi mikla áherslu á valfrelsi í skólamálum og að foreldrar getir valið grunnskóla fyrir börnin sín, hvort heldur sem hann sé rekinn af borginni eða einkaaðila eða öðru sveitarfélagi en viðkomandi búi í. Guðrún segir að til þess að það geti orðið þurfi að finna fé sem eigi að fylgja hverjum nemanda þannig að honum sé ekki mismunað eftir því í hvaða skóla hann gengur. Sjálfstæðismenn telji í þessu tilviki að ekki skuli miðað við lægri tölu en meðalframlag á hvern nemanda í borgarreknum skóla.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fleiri fréttir „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Sjá meira