Aðild Íslands lausn kreppunnar? 20. apríl 2005 00:01 Alvarleg og illleysanleg kreppa blasir við Evrópusambandinu fari sem horfir, að Frakkar hafni stjórnarskrá sambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu innan fárra vikna. Leiðarahöfundar Financial Times telja að lausnin geti falist í aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hafni Frakkar stjórnarskránni með tíu prósenta meirihluta, eins og allt bendir til, er hún pólitískt séð steindauð, segja fréttaskýrendur í dag. Kreppan sem þá blasti við Evrópusambandinu yrði svo alvarleg að framtíð þess væri í húfi. Ekkert varadekk er til, hafni Frakkar stjórnarskránni. Trúverðugleiki sambandins hyrfi yfir nótt, segja embættismenn í Brüssel. Nánast vonlaust yrði að byggja upp sameiginlega utanríkis- og varnarmálastefnu sem stórveldi á borð við Bandaríkin, Rússland og Kína tækju alvarlega. Lögmæti stofnana Evrópusambandsins gagnvart borgurum aðildarríkjanna væri ekkert og hætt er við að fjármálamarkaðir brygðust einnig illa við. Einn stjórnmálaskýrandi segir við Reuters í dag að samrunaferlið í Evrópu myndi stöðvast og ramminn sem stækkun sambandsins færi eftir væri með öllu ónothæfur. Það er því augljóslega mjög alvarlegur vandi sem ráðamenn ESB standa frammi fyrir og aðeins sex vikur eru þangað til kosið verður um stjórnarskrána í Frakklandi. Leiðarahöfundar dagblaðsins Financial Times telja sig þó hafa fundið lausnina: aðild Íslands. Þeir telja að hægt sé að smygla inn lykilatriðunum í stjórnarskránni þegar gengið verður frá næstu hrinu aðildarsamninga og tilheyrandi reglugerða. Gallinn á þessari gjöf Njarðar er sá að nú þegar hefur verið gengið frá þessum ramma varðandi öll þau ríki sem eru á leiðinni inn í sambandið á næstunni - næst á dagskrá er Króatía en það gerist ekki fyrr en árið 2009 í fyrsta lagi. Og þá er komið að þætti Íslands, segja leiðarahöfundarnir. Íslendingar hafa einkum áhyggjur af fiskimiðunum sínum, en hvað sambandið varðar er Ísland fyrsta flokks aðildarland: ríkt og þróað, ólíkt til að mynda Albaníu eða Bosníu sem vilja komast að. Því væri það lítill vandi að semja um aðild við Ísland á skömmum tíma og í ljósi þeirra hagsmuna sem í húfi eru telja leiðarahöfundarnir rétt að leyfa Íslendingum að ráða fiskimiðunum sínum. Eina spurningin sé í raun hvort að stjórnvöld hér á landi séu reiðubúin að taka stökkið og ganga í Evrópusambandið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira
Alvarleg og illleysanleg kreppa blasir við Evrópusambandinu fari sem horfir, að Frakkar hafni stjórnarskrá sambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu innan fárra vikna. Leiðarahöfundar Financial Times telja að lausnin geti falist í aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hafni Frakkar stjórnarskránni með tíu prósenta meirihluta, eins og allt bendir til, er hún pólitískt séð steindauð, segja fréttaskýrendur í dag. Kreppan sem þá blasti við Evrópusambandinu yrði svo alvarleg að framtíð þess væri í húfi. Ekkert varadekk er til, hafni Frakkar stjórnarskránni. Trúverðugleiki sambandins hyrfi yfir nótt, segja embættismenn í Brüssel. Nánast vonlaust yrði að byggja upp sameiginlega utanríkis- og varnarmálastefnu sem stórveldi á borð við Bandaríkin, Rússland og Kína tækju alvarlega. Lögmæti stofnana Evrópusambandsins gagnvart borgurum aðildarríkjanna væri ekkert og hætt er við að fjármálamarkaðir brygðust einnig illa við. Einn stjórnmálaskýrandi segir við Reuters í dag að samrunaferlið í Evrópu myndi stöðvast og ramminn sem stækkun sambandsins færi eftir væri með öllu ónothæfur. Það er því augljóslega mjög alvarlegur vandi sem ráðamenn ESB standa frammi fyrir og aðeins sex vikur eru þangað til kosið verður um stjórnarskrána í Frakklandi. Leiðarahöfundar dagblaðsins Financial Times telja sig þó hafa fundið lausnina: aðild Íslands. Þeir telja að hægt sé að smygla inn lykilatriðunum í stjórnarskránni þegar gengið verður frá næstu hrinu aðildarsamninga og tilheyrandi reglugerða. Gallinn á þessari gjöf Njarðar er sá að nú þegar hefur verið gengið frá þessum ramma varðandi öll þau ríki sem eru á leiðinni inn í sambandið á næstunni - næst á dagskrá er Króatía en það gerist ekki fyrr en árið 2009 í fyrsta lagi. Og þá er komið að þætti Íslands, segja leiðarahöfundarnir. Íslendingar hafa einkum áhyggjur af fiskimiðunum sínum, en hvað sambandið varðar er Ísland fyrsta flokks aðildarland: ríkt og þróað, ólíkt til að mynda Albaníu eða Bosníu sem vilja komast að. Því væri það lítill vandi að semja um aðild við Ísland á skömmum tíma og í ljósi þeirra hagsmuna sem í húfi eru telja leiðarahöfundarnir rétt að leyfa Íslendingum að ráða fiskimiðunum sínum. Eina spurningin sé í raun hvort að stjórnvöld hér á landi séu reiðubúin að taka stökkið og ganga í Evrópusambandið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira