Þingmenn hafi fært til fjármagn 19. apríl 2005 00:01 Forsætisráðherra segir að þingmenn Suðurlands hafi fært hluta af fjármagni Suðurstrandarvegar yfir í Hellisheiði. Fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis segir þetta alrangt, ríkisstjórnin beri sjálf alfarið ábyrgð á því að hafa svikið kosningaloforð. Með Suðurstrandarvegi er ætlunin að tengja Grindavík og Þorlákshöfn. Fyrir síðustu kosningar gáfu formenn stjórnarflokkanna skýrt loforð fyrir miklum framkvæmdum við þennan veg á næstu átján mánuðum. Þá sagði Davíð Odsson, þáverandi forsætisráðherra, aðspurður að menn kæmust langt með að klára Suðurstrandarveg og Gjábakkaveg á þeim tíma. Jafnframt hygðu menn að lagfæringum á Hellisheiði. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir um málið nú að þingmenn á Suðurlandi hafi tekið þá ákvörðun að flytja hluta af því fjármagni sem ætlað hafi verið í Suðurstrandarveg í Hellisheiði. Þeir hafi komið fram með ný sjónarmið og það sé ástæðan fyrir því að fjármagnið hafi verið flutt. Aðspurður hvort ekki sé þá von á veginum á næstu árum og áratugum segiur Halldór að hann telji að farið verði í veginn á næstu árum. Ljúka þurfi veginum eins og öðrum. Það hafi verið sagt að það yrði gert og að sjálfsögðu verði að standa við það. Þegar ráðherra er bent á að því hafi verið lofað að veginum yrði lokið að mestu innan átján mánaða frá því að loforðin voru gefin segir hann þingmenn Suðurlands hafa ákveðið að taka hluta af fjármagninu í Hellisheiði. Komið hafi upp ný sjónarmið og áherslur og þannig hafi það alltaf verið í vegamálum. Spurður hvort það væri þá þingmönnum Suðurlands um að kenna að ekki hefði verið staðið við loforðið sagði Halldór að hann ætlaði ekki að kenna neinum þetta en þetta væru hins vegar staðreyndir. Margrét Frímannsdóttir, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, segir fullyrðingar Halldórs alrangar. Í fyrsta lagi hafi loforðið verið gefið, í öðru lagi hafi ríkisstjórnin tekið helminginn af fénu til baka fljótlega eftir kosningar og í þriðja lagi hafi ráðstöfunin á þeim 500 milljónum sem teknar hefðu verið út fyrir sviga vegna kjördæmabreytinga aldrei komið inn á borð þingmannahópsins í aðdraganda samgönguáætlunarinnar. Ríkisstjórnin beri því fulla ábyrgð á samgönguáætluninni og þeim niðurskurði sem orðið hafi á Suðurstrandarvegi og því að hafa tekið þessa sérstöku fjárveitingu til baka. Það megi vera að ríkisstjórnin hafi rætt við stjórnarþingmenn en í aðdraganda þess að samgönguáætlunin var lögð fram á þinginu hafi aldrei verið leitað til þingmannahópsins þótt hópurinn hafi fundað mjög oft. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fleiri fréttir „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Sjá meira
Forsætisráðherra segir að þingmenn Suðurlands hafi fært hluta af fjármagni Suðurstrandarvegar yfir í Hellisheiði. Fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis segir þetta alrangt, ríkisstjórnin beri sjálf alfarið ábyrgð á því að hafa svikið kosningaloforð. Með Suðurstrandarvegi er ætlunin að tengja Grindavík og Þorlákshöfn. Fyrir síðustu kosningar gáfu formenn stjórnarflokkanna skýrt loforð fyrir miklum framkvæmdum við þennan veg á næstu átján mánuðum. Þá sagði Davíð Odsson, þáverandi forsætisráðherra, aðspurður að menn kæmust langt með að klára Suðurstrandarveg og Gjábakkaveg á þeim tíma. Jafnframt hygðu menn að lagfæringum á Hellisheiði. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir um málið nú að þingmenn á Suðurlandi hafi tekið þá ákvörðun að flytja hluta af því fjármagni sem ætlað hafi verið í Suðurstrandarveg í Hellisheiði. Þeir hafi komið fram með ný sjónarmið og það sé ástæðan fyrir því að fjármagnið hafi verið flutt. Aðspurður hvort ekki sé þá von á veginum á næstu árum og áratugum segiur Halldór að hann telji að farið verði í veginn á næstu árum. Ljúka þurfi veginum eins og öðrum. Það hafi verið sagt að það yrði gert og að sjálfsögðu verði að standa við það. Þegar ráðherra er bent á að því hafi verið lofað að veginum yrði lokið að mestu innan átján mánaða frá því að loforðin voru gefin segir hann þingmenn Suðurlands hafa ákveðið að taka hluta af fjármagninu í Hellisheiði. Komið hafi upp ný sjónarmið og áherslur og þannig hafi það alltaf verið í vegamálum. Spurður hvort það væri þá þingmönnum Suðurlands um að kenna að ekki hefði verið staðið við loforðið sagði Halldór að hann ætlaði ekki að kenna neinum þetta en þetta væru hins vegar staðreyndir. Margrét Frímannsdóttir, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, segir fullyrðingar Halldórs alrangar. Í fyrsta lagi hafi loforðið verið gefið, í öðru lagi hafi ríkisstjórnin tekið helminginn af fénu til baka fljótlega eftir kosningar og í þriðja lagi hafi ráðstöfunin á þeim 500 milljónum sem teknar hefðu verið út fyrir sviga vegna kjördæmabreytinga aldrei komið inn á borð þingmannahópsins í aðdraganda samgönguáætlunarinnar. Ríkisstjórnin beri því fulla ábyrgð á samgönguáætluninni og þeim niðurskurði sem orðið hafi á Suðurstrandarvegi og því að hafa tekið þessa sérstöku fjárveitingu til baka. Það megi vera að ríkisstjórnin hafi rætt við stjórnarþingmenn en í aðdraganda þess að samgönguáætlunin var lögð fram á þinginu hafi aldrei verið leitað til þingmannahópsins þótt hópurinn hafi fundað mjög oft.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fleiri fréttir „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Sjá meira