Samfylkingin: Félögum fjölgar ört 15. apríl 2005 00:01 Félögum í Samfylkingunni hefur að líkindum fjölgað um tæpan þriðjung í aðdraganda formannskosninganna, en kjörskrá var lokað klukkan sex. Formaður kjörstjórnar óttast ekki að stuðningsmenn annarra flokka hafi skráð sig í stórum stíl til að hafa áhrif á kosningarnar. Síminn hringdi látlaust á starfsstöð Össurar Skarphéðinssonar enda síðustu forvöð að skrá sig í Samfylkinguna til að taka þátt í formannskosningunum. Þeir sem voru skráðir fyrir klukkan sex í dag mega kjósa formann í Samfylkingunni, en atkvæðin verða talin á landsfundi og úrslit tilkynnt 21. maí. Árni Björn Ómarsson, starfsstöðvarstjóri hjá Össsuri Skarphéðinssyni, segir að rífandi gangur hafi verið á stöðinni síðustu daga og fjölmargir hafi komið og skráð sig í flokkinn. Aðspurður hversu margir það hafi verið segir Árni erfitt að segja til um það en það bætist líklega við einhverjar þúsundir í flokkinn. Ólafía Rafnsdóttir, kosningastjóri Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir, rakaði í dag saman síðasta bunkanum með nýskráningum sem hún þaut með upp á flokksskrifstofur og afhenti með formlegum hætti. Á skrifstofunni fást engar upplýsingar um fjölda nýskráninga aðrar en að starfsmenn standi á haus við að taka á móti félögum í flokkinn. Ólafía segist telja að nýir flokksfélagar skipti þúsundum. Fólk hafi sýnt formannskjörinu mikinn áhuga og sérstaklega sé gaman að sjá fólk sem aldrei hafi verið skráð í flokk áður en sjái nú ástæðu til að ganga í Samfylkinguna og taka þátt í kosningunum. Árni segir að þegar kjörseðlarnir fari út hefjist hin eiginlega kosningabarátta. Þá komi í ljós hver kjörskrárstofninn sé og þá verði farið að vinna í félögunum í flokknum. Félagarnir voru tæplega 14.000 um áramótin. Innvígðir giska á að nýir félagar í aðdraganda kosninganna séu á bilinu fjögur til fimm þúsund. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar, sagði í dag að allir sem gengju í flokkinn fyrir klukkan sex í dag fengju að kjósa formann Samfylkingarinnar. Ekki eru aðrar girðingar og þess eru dæmi að stuðningsmenn annarra flokka hafi skráð sig til að mega kjósa formann Samfylkingarinnar. Flosi óttast samt ekki að það hafi áhrif. Hann hafi trú á því að allir sem hafi gengið í flokkinn ætli að vera í honum til langframa. Þeir séu að styðja einhvern mann og vilji styðja flokkinn en það sé þó ekki bannað að ganga úr honum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Sjá meira
Félögum í Samfylkingunni hefur að líkindum fjölgað um tæpan þriðjung í aðdraganda formannskosninganna, en kjörskrá var lokað klukkan sex. Formaður kjörstjórnar óttast ekki að stuðningsmenn annarra flokka hafi skráð sig í stórum stíl til að hafa áhrif á kosningarnar. Síminn hringdi látlaust á starfsstöð Össurar Skarphéðinssonar enda síðustu forvöð að skrá sig í Samfylkinguna til að taka þátt í formannskosningunum. Þeir sem voru skráðir fyrir klukkan sex í dag mega kjósa formann í Samfylkingunni, en atkvæðin verða talin á landsfundi og úrslit tilkynnt 21. maí. Árni Björn Ómarsson, starfsstöðvarstjóri hjá Össsuri Skarphéðinssyni, segir að rífandi gangur hafi verið á stöðinni síðustu daga og fjölmargir hafi komið og skráð sig í flokkinn. Aðspurður hversu margir það hafi verið segir Árni erfitt að segja til um það en það bætist líklega við einhverjar þúsundir í flokkinn. Ólafía Rafnsdóttir, kosningastjóri Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir, rakaði í dag saman síðasta bunkanum með nýskráningum sem hún þaut með upp á flokksskrifstofur og afhenti með formlegum hætti. Á skrifstofunni fást engar upplýsingar um fjölda nýskráninga aðrar en að starfsmenn standi á haus við að taka á móti félögum í flokkinn. Ólafía segist telja að nýir flokksfélagar skipti þúsundum. Fólk hafi sýnt formannskjörinu mikinn áhuga og sérstaklega sé gaman að sjá fólk sem aldrei hafi verið skráð í flokk áður en sjái nú ástæðu til að ganga í Samfylkinguna og taka þátt í kosningunum. Árni segir að þegar kjörseðlarnir fari út hefjist hin eiginlega kosningabarátta. Þá komi í ljós hver kjörskrárstofninn sé og þá verði farið að vinna í félögunum í flokknum. Félagarnir voru tæplega 14.000 um áramótin. Innvígðir giska á að nýir félagar í aðdraganda kosninganna séu á bilinu fjögur til fimm þúsund. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar, sagði í dag að allir sem gengju í flokkinn fyrir klukkan sex í dag fengju að kjósa formann Samfylkingarinnar. Ekki eru aðrar girðingar og þess eru dæmi að stuðningsmenn annarra flokka hafi skráð sig til að mega kjósa formann Samfylkingarinnar. Flosi óttast samt ekki að það hafi áhrif. Hann hafi trú á því að allir sem hafi gengið í flokkinn ætli að vera í honum til langframa. Þeir séu að styðja einhvern mann og vilji styðja flokkinn en það sé þó ekki bannað að ganga úr honum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Sjá meira