Kíkt í pottana hjá Dóra 15. apríl 2005 00:01 "Við erum alltaf með sömu sex réttina sem viðskiptavinirnir ganga að vísum," segir Halldór Þórhallsson, veitingamaður í Mjóddinni, betur þekktur sem Dóri, og bendir á steikt lambalæri, svínalæri með puru, rifjasteik með puru, djúpsteikta ýsu, kjúkling og kjötbollur. "Auk þess eru alltaf aðrir tveir réttir og það er mismunandi eftir dögum hvað þeir heita," segir hann og nefnir sem dæmi svínasnitsel, lasagna og fiskibollur. "Á föstudögum hef ég oftast hamborgarhrygg með tilheyrandi," tekur hann fram. Allt er þetta eldað á staðnum og þrátt fyrir að eldhúsið sé ekki stórt nýtist plássið vel. Borð eru í salnum fyrir 40-50 manns og Dóri segir margsetið við þau í hádeginu. "Hingað koma vinnuhópar og iðnaðarmenn í stórum stíl og svo fólk úr fyrirtækjunum í kring. Á kvöldin er þetta aðeins öðruvísi því þá er fólk að taka matinn með sér heim. Mikið er um að eldri borgarar versli hér og þeir sem búa einir, því fólki finnst ekki sniðugt að kaupa heilt lambalæri og borða það síðan í viku, heldur velur það sem passar hverju sinni." Dóri hefur eldað í Mjóddinni í níu ár, en var áður í Perlunni áður Viðeyjarstofu. Fyrstu tvö árin í Mjóddinni vann hann hjá öðrum en hefur rekið Hjá Dóra síðustu sjö árin og haft sama starfsfólkið allan tímann. Hann segir vinsældir staðarins alltaf að aukast. "Fyrir ári hélt ég að ég hefði náð toppnum en það hefur bæst við síðan," segir hann. "Þetta eru svona um 400 skammtar á dag sem við afgreiðum, heldur fleiri í hádeginu en á kvöldin. Svo eru þeir enn fleiri á föstudögum. Þá geta þeir farið í 600. Fólk er uppgefið eftir vinnuvikuna og vill eyða tíma sínum í eitthvað annað en að elda. Finnst fínt að kaupa hér eitthvað tilbúið til að taka með sér heim, henda síðan bakkanum og byrja helgina," segir Dóri brosandi. Matur Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
"Við erum alltaf með sömu sex réttina sem viðskiptavinirnir ganga að vísum," segir Halldór Þórhallsson, veitingamaður í Mjóddinni, betur þekktur sem Dóri, og bendir á steikt lambalæri, svínalæri með puru, rifjasteik með puru, djúpsteikta ýsu, kjúkling og kjötbollur. "Auk þess eru alltaf aðrir tveir réttir og það er mismunandi eftir dögum hvað þeir heita," segir hann og nefnir sem dæmi svínasnitsel, lasagna og fiskibollur. "Á föstudögum hef ég oftast hamborgarhrygg með tilheyrandi," tekur hann fram. Allt er þetta eldað á staðnum og þrátt fyrir að eldhúsið sé ekki stórt nýtist plássið vel. Borð eru í salnum fyrir 40-50 manns og Dóri segir margsetið við þau í hádeginu. "Hingað koma vinnuhópar og iðnaðarmenn í stórum stíl og svo fólk úr fyrirtækjunum í kring. Á kvöldin er þetta aðeins öðruvísi því þá er fólk að taka matinn með sér heim. Mikið er um að eldri borgarar versli hér og þeir sem búa einir, því fólki finnst ekki sniðugt að kaupa heilt lambalæri og borða það síðan í viku, heldur velur það sem passar hverju sinni." Dóri hefur eldað í Mjóddinni í níu ár, en var áður í Perlunni áður Viðeyjarstofu. Fyrstu tvö árin í Mjóddinni vann hann hjá öðrum en hefur rekið Hjá Dóra síðustu sjö árin og haft sama starfsfólkið allan tímann. Hann segir vinsældir staðarins alltaf að aukast. "Fyrir ári hélt ég að ég hefði náð toppnum en það hefur bæst við síðan," segir hann. "Þetta eru svona um 400 skammtar á dag sem við afgreiðum, heldur fleiri í hádeginu en á kvöldin. Svo eru þeir enn fleiri á föstudögum. Þá geta þeir farið í 600. Fólk er uppgefið eftir vinnuvikuna og vill eyða tíma sínum í eitthvað annað en að elda. Finnst fínt að kaupa hér eitthvað tilbúið til að taka með sér heim, henda síðan bakkanum og byrja helgina," segir Dóri brosandi.
Matur Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira