Klæðnaðurinn getur gert gæfumuninn 12. apríl 2005 00:01 Góðir gönguskór eru hvað mikilvægastir að áliti Helga og kemur ekki á óvart. Þeir þurfa að vera vatnsheldir með gott grip og gefa stuðning við ökklann. "Klassískir skór sem henta við flestar aðstæður eru með hálfstífum sóla og hann má ekki vera of þunnur. Gott er að hafa goretex í yfirdekkinu upp á vatnsheldnina og endinguna og það verður að vera hægt að bera í þá," segir hann og hugar næst að sokkunum. "Ullarsokkar eða ullarblandaðir henta best í gönguferðir, hvort sem er að sumri eða vetri. Fólk þarf að losna við rakann frá fótunum og það er aðaltilgangurinn með sokkunum. Sumir nota þynnri sokka innan undir en sjálfur vil ég bara eina og þá gjarnan með frotté innan í." Helgi segir nærfatnaðinn verða að hafa þann eiginleika að draga svitann frá líkamanum og halda honum hlýjum og mælir þar með ullarfötum fremur en gerviefnum. "Ullin heldur góðri einangrun jafnvel þó að hún sé rök og svo lyktar hún betur en gerviefnin," segir hann og mælir með langermanærfötum sem hægt sé að renna upp í háls. Þá eru það buxurnar. "Aðalkröfur sem við gerum til útivistarfatnaðar er að hann sé úr fljótþornandi efni. Það þýðir í stuttu máli ekki bómull. Hún er fín við miðbaug," segir hann og fordæmir líka gallabuxur í gönguferðum. "Það eru til mjög þægilegar göngubuxur úr stretsefnum sem anda," tekur hann sem dæmi. Þá eru það milliflíkurnar sem Helgi kallar svo. Þar mælir hann með flíspeysum eð lopapeysum. Yst er svo jakki sem stoppar vindinn og úrkomuna, gjarnan úr einhverju öndunarefni, en það telur hann þó ekki stærsta atriðið miðað við margt annað. Húfur og vettlinga telur hann hins vegar ómissandi á Íslandi, hver sem árstíminn er. "Líkaminn þarf að halda réttu hitastigi á höfðinu og það fer mikil orka í það ef einhver kuldi er," tekur hann fram og ráðleggur öllum að hafa lítinn bakpoka meðferðis, bæði til að setja fatnað í þegar fólki hlýnar á göngunni, smá skyndihjálparbúnað, drykk og bita. Þá mælir hann með tveimur stillanlegum göngustöfum til að auka jafnvægið og taka álagið af hnjám og öðrum liðamótum, helst með handfangi sem nær vel niður á skaftið. Að fengnum þessum góðu ráðleggingum er fátt eftir nema fara eftir þeim og skunda af stað. Heilsa Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Góðir gönguskór eru hvað mikilvægastir að áliti Helga og kemur ekki á óvart. Þeir þurfa að vera vatnsheldir með gott grip og gefa stuðning við ökklann. "Klassískir skór sem henta við flestar aðstæður eru með hálfstífum sóla og hann má ekki vera of þunnur. Gott er að hafa goretex í yfirdekkinu upp á vatnsheldnina og endinguna og það verður að vera hægt að bera í þá," segir hann og hugar næst að sokkunum. "Ullarsokkar eða ullarblandaðir henta best í gönguferðir, hvort sem er að sumri eða vetri. Fólk þarf að losna við rakann frá fótunum og það er aðaltilgangurinn með sokkunum. Sumir nota þynnri sokka innan undir en sjálfur vil ég bara eina og þá gjarnan með frotté innan í." Helgi segir nærfatnaðinn verða að hafa þann eiginleika að draga svitann frá líkamanum og halda honum hlýjum og mælir þar með ullarfötum fremur en gerviefnum. "Ullin heldur góðri einangrun jafnvel þó að hún sé rök og svo lyktar hún betur en gerviefnin," segir hann og mælir með langermanærfötum sem hægt sé að renna upp í háls. Þá eru það buxurnar. "Aðalkröfur sem við gerum til útivistarfatnaðar er að hann sé úr fljótþornandi efni. Það þýðir í stuttu máli ekki bómull. Hún er fín við miðbaug," segir hann og fordæmir líka gallabuxur í gönguferðum. "Það eru til mjög þægilegar göngubuxur úr stretsefnum sem anda," tekur hann sem dæmi. Þá eru það milliflíkurnar sem Helgi kallar svo. Þar mælir hann með flíspeysum eð lopapeysum. Yst er svo jakki sem stoppar vindinn og úrkomuna, gjarnan úr einhverju öndunarefni, en það telur hann þó ekki stærsta atriðið miðað við margt annað. Húfur og vettlinga telur hann hins vegar ómissandi á Íslandi, hver sem árstíminn er. "Líkaminn þarf að halda réttu hitastigi á höfðinu og það fer mikil orka í það ef einhver kuldi er," tekur hann fram og ráðleggur öllum að hafa lítinn bakpoka meðferðis, bæði til að setja fatnað í þegar fólki hlýnar á göngunni, smá skyndihjálparbúnað, drykk og bita. Þá mælir hann með tveimur stillanlegum göngustöfum til að auka jafnvægið og taka álagið af hnjám og öðrum liðamótum, helst með handfangi sem nær vel niður á skaftið. Að fengnum þessum góðu ráðleggingum er fátt eftir nema fara eftir þeim og skunda af stað.
Heilsa Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira