Misjafnar sættir í fjölmiðlamálum 11. apríl 2005 00:01 Sigur fyrir lýðræðið í landinu og sigur fyrir þingræðið! Þessi orð féllu á Alþingi í dag þegar þingmenn allra flokka lýstu sögulegri sáttargjörð með fjölmiðlaskýrslunni. Sáttartónninn stóð hins vegar ekki lengi því átök blossuðu upp síðdegis þegar umræður hófust í kjölfarið um stjórnarfrumvarp um Ríkisútvarpið. Það var í raun undarlegt að verða vitni að þeirri miklu eindrægni og samstöðu sem ríkti í sölum Alþingis í dag um hvernig fjölmiðlafrumvarp eigi að líta út svo skömmu eftir að Alþingi og raunar þjóðfélagið allt lék á reiðiskjálfi út af sama máli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra gerði grein fyrir skýrslu fjölmiðlanefndar og tillögum hennar sem hún lýsti sem pólitískri sátt. Hún sagði að sú státtagjörð sem nú lægi fyrir væri söguleg, ekki einungis í ljósi átaka síðasta árs heldur einnig vegna þess hversu mikla framsýni nefndarmenn hefðu sýnt á mörgum sviðum. Þingmenn stigu hver af öðrum í pontu til að fagna sáttinni. Mörður Árnason, Samfylkingunni, sagði að samfylkingarmenn teldu að í aðalatriðum hefði verið vel að verki staðið. Skýrslan væri þó lagafrumvarp og það þyrfti að fara vel yfir niðurstöður nefndarinnar, einkum um eignarhaldið, og skynsamlegast væri að komast af án slíkra takmarkana umfram samkeppnislög. „Við lýsum okkur hins vegar reiðubúin að ganga til samstarfs um löggjöf á fjölmiðlasviði á grundvelli þessarar skýrslu,“ sagði Mörður enn fremur. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði skýrsluna sögulegt plagg sem markaði tímamót. „Þessi skýrsla er að mínu mati sigur fyrir lýðræðið í landinu. Hún er líka sigur fyrir þingræðið, fyrir vilja Alþingis.“ Stjórnarþingmenn sem harðast börðust fyrir fjölmiðlalögum í fyrra virtust einnig sáttir. Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, sagði að óhætt væri að segja að um merkileg tímamót væri að ræða, að tekist hefði þverpólitísk sátt um þær megináherslur sem leggja ætti til grundvallar þegar reglur væru mótaðar um þetta efni, sérstaklega þegar haft væri í huga hve deilt hefði verið um málið á síðasta ári. Ekk væri annað hægt en að fagna því að þær öldur hefði nú lægt. Einn skugga bar þó á samstöðuna. Stjónarandstaðan gerir kröfu um að leitað verði sams konar sátta um málefni Ríkisútvarpsins. Bryndís Hlöðversdóttir, Samfylkingunni, benti á að þróun þess og staða hefði áhrif á allt fjölmiðlaumhverfið og því væri það óskynsamlegt og óásættanlegt að halda því fyrir utan heildarmyndina. Með því móti vantaði burðarbitann í mannvirkið og það kynni ekki góðri lukku að stýra. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sagði um sama málefni að ríkisstjórnin ætlaði að nema brott lagagrundvöll Ríkisútvarpsins, ráðast á starfsfólkið, draga úr gagnsæi og geirnegla flokkspólitíska stjórn yfir stofnuninni. „Það er hneyksli ef það á að reyna að knýja hér í gegn lagafrumvarp sem hefur þessar alvarlegu afleiðingar fyrir Ríkisútvarpið,“ sagði Ögmundur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira
Sigur fyrir lýðræðið í landinu og sigur fyrir þingræðið! Þessi orð féllu á Alþingi í dag þegar þingmenn allra flokka lýstu sögulegri sáttargjörð með fjölmiðlaskýrslunni. Sáttartónninn stóð hins vegar ekki lengi því átök blossuðu upp síðdegis þegar umræður hófust í kjölfarið um stjórnarfrumvarp um Ríkisútvarpið. Það var í raun undarlegt að verða vitni að þeirri miklu eindrægni og samstöðu sem ríkti í sölum Alþingis í dag um hvernig fjölmiðlafrumvarp eigi að líta út svo skömmu eftir að Alþingi og raunar þjóðfélagið allt lék á reiðiskjálfi út af sama máli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra gerði grein fyrir skýrslu fjölmiðlanefndar og tillögum hennar sem hún lýsti sem pólitískri sátt. Hún sagði að sú státtagjörð sem nú lægi fyrir væri söguleg, ekki einungis í ljósi átaka síðasta árs heldur einnig vegna þess hversu mikla framsýni nefndarmenn hefðu sýnt á mörgum sviðum. Þingmenn stigu hver af öðrum í pontu til að fagna sáttinni. Mörður Árnason, Samfylkingunni, sagði að samfylkingarmenn teldu að í aðalatriðum hefði verið vel að verki staðið. Skýrslan væri þó lagafrumvarp og það þyrfti að fara vel yfir niðurstöður nefndarinnar, einkum um eignarhaldið, og skynsamlegast væri að komast af án slíkra takmarkana umfram samkeppnislög. „Við lýsum okkur hins vegar reiðubúin að ganga til samstarfs um löggjöf á fjölmiðlasviði á grundvelli þessarar skýrslu,“ sagði Mörður enn fremur. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði skýrsluna sögulegt plagg sem markaði tímamót. „Þessi skýrsla er að mínu mati sigur fyrir lýðræðið í landinu. Hún er líka sigur fyrir þingræðið, fyrir vilja Alþingis.“ Stjórnarþingmenn sem harðast börðust fyrir fjölmiðlalögum í fyrra virtust einnig sáttir. Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, sagði að óhætt væri að segja að um merkileg tímamót væri að ræða, að tekist hefði þverpólitísk sátt um þær megináherslur sem leggja ætti til grundvallar þegar reglur væru mótaðar um þetta efni, sérstaklega þegar haft væri í huga hve deilt hefði verið um málið á síðasta ári. Ekk væri annað hægt en að fagna því að þær öldur hefði nú lægt. Einn skugga bar þó á samstöðuna. Stjónarandstaðan gerir kröfu um að leitað verði sams konar sátta um málefni Ríkisútvarpsins. Bryndís Hlöðversdóttir, Samfylkingunni, benti á að þróun þess og staða hefði áhrif á allt fjölmiðlaumhverfið og því væri það óskynsamlegt og óásættanlegt að halda því fyrir utan heildarmyndina. Með því móti vantaði burðarbitann í mannvirkið og það kynni ekki góðri lukku að stýra. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sagði um sama málefni að ríkisstjórnin ætlaði að nema brott lagagrundvöll Ríkisútvarpsins, ráðast á starfsfólkið, draga úr gagnsæi og geirnegla flokkspólitíska stjórn yfir stofnuninni. „Það er hneyksli ef það á að reyna að knýja hér í gegn lagafrumvarp sem hefur þessar alvarlegu afleiðingar fyrir Ríkisútvarpið,“ sagði Ögmundur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira